Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 31
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 2020 31
ÍSLAND ER LAND ÞITT
Fyrirtæki í ferðaþjónustu á Norðurlandi:
Munu flest lifa af ástandið
af völdum heimsfaraldurs
– Munu nýta úrræði stjórnvalda, einkum hlutabótaleiðina
Forsvarsmenn meirihluta fyrir
tækja í ferðaþjónustu á Norður
landi telja frekar eða mjög lík
legt að þau muni komast í gegn
um það ástand sem COVID19
veiru faraldurinn hefur skap
að og munu hafa opið hjá sér í
sumar. Meirihluti ferðaþjónu stu
fyrirtækjanna nýtir sér úrræði
ríkisstjórnarinnar, flest hluta
bótaleiðina.
Þetta kemur fram í niðurstöð
um könnunar sem Markaðsstofa
Norðurlands gerði í byrjun maí.
Könnunin var gerð dagana 5.–11.
maí og bárust svör frá 172 fyrir
tækjum en bróðurpartur þeirra hefur
verið starfandi í 10 ár eða lengur.
Arnheiður Jóhannsdóttir, fram
kvæmdastjóri Markaðs skrifstofu
Norðurlands, segir niðurstöðu
könnunarinnar betri en fyrirfram
var búist við.
„Brúnin hefur aðeins verið að
lyftast á mönnum í ferðaþjónustunni,
bæði vegna þeirra aðgerðapakka
sem boðið er upp á vegna ástandsins
og eins því að menn eygja það nú
að landið muni opnast á ný innan
tíðar,“ segir hún.
Íslenski markaðurinn
fyrir tækjunum mikilvægur
Arnheiður segir eigendur
fyrirtækjanna á fullu þessa dagana
í vöruþróun og að aðlaga starfsemi
sína að breyttu umhverfi á komandi
sumri, markaðurinn sé annar þegar
viðskiptavinir verði að stærstum hluta
Íslendingar. Um 20% af innkomu
norðlenskra fyrirtækja árlega hefur
komið til vegna Íslendinga svo
augljóst er að flest missa stóran
spón úr aski sínum. Engu að síður
er íslenski markaðurinn norðlensku
fyrirtækjunum mikilvægur, en 59%
þeirra sem svöruðu nefndu að svo
væri.
„Þrátt fyrir að félögin sjái fram á
mun lægri tekjur en vant er heyrist
mér ekki annað en að hófleg
bjartsýni ríki meðal þeirra sem
stunda ferðaþjónustu. Þeir ætla sér
að komast upp þessa brekku og eru
í óða önn að laga sína starfsemi að
þeim breytingum sem orðið hafa,“
segir hún.
58% nýta úrræði stjórnvalda
Fram kemur í könnun
Markaðsskrifstofunnar að 58%
norðlensku fyrirtækjanna nýta sér
úrræði stjórnvalda, langflest hluta
bótaleiðina, eða 87%. Færri nýta
önnur úrræði eins og brúarlán, lok
unarstyrki, frystingu lána og eða
frestun opinberra gjalda. Ríflega
20% fyrirtækjanna sögðu úrræði
stjórnvalda ekki henta og 14% þeirra
þurftu ekki á þeim að halda. Þá er
nokkur hópur einungis með sumar
starfsemi og 16% svarenda sögðu
fyrirtæki sitt of lítið til að úrræði
stjórnvalda nýttust því.
Arnheiður segir þá ánægjulegu
niðurstöðu hafa fengist úr könnun
inni að flest fyrirtækjanna ætla sér
að hafa opið árið 2020, eða 91%
þeirra sem svöruðu þeirri spurningu.
Einungis 1,2% svöruðu neitandi og
8% kváðust ekki vita það. Þeir sem
svöruðu þessari spurningu játandi
ætla að hafa opið í júní, júlí og ágúst,
eða yfir 90%. Meirihluti svarenda,
eða yfir 60%, þeirra sem svöruðu,
ætla að hafa opið þá mánuði sem
eftir eru ársins.
Nýjar bókanir hafa borist
„Ef allt gengur að óskum sjá menn
fram á að erlendir ferðamenn komi
hingað til lands síðsumars. Það eru
margir sem eiga pantað í lok júlí
og ágúst sem ekki hafa afbókað sig
þannig að margir halda í vonina um
að komast í sitt ferðalag til Íslands
þrátt fyrir allt og afbóka ekki fyrr
en í lengstu lög. Þá hefur það einnig
gerst að nýjar bókanir hafa borist
sem sýnir að fólk er ákveðið í að
koma um leið og færi gefst,“ segir
Arnheiður.
Veðrið ræður för Íslendinga
Hún segir á þessari stundu ómögulegt
að segja fyrir um sumarið. Vissulega
sé mikill hugur í Íslendingum og
gera megi ráð fyrir að þeir verði
meira á ferðinni en oft áður. Þeir
hins vegar ferðast oft eftir veðri
og sækja þangað sem sólin skín
hverju sinni. Þannig geti brugðið
til beggja vona, því verði norðlenska
sumarið ekki upp á sitt besta má
búast við að höfuðborgarbúar fari
um skemmri veg í sín sumarfrí.
„Við auðvitað vonum bara það
besta,“ segir Arnheiður og bendir
á að það sé jákvætt upp á ferðalög
landsmanna að fleira fólk má nú
vera á tjaldsvæðum en í fyrstu var
gefið út.
Myndin breytist
„Það liggur fyrir að staðan er erfið og
tekjur fyrirtækjanna í ár verða mun
minni en áður,“ segir Arnheiður. Hún
segir að þó séu dæmi um að fyrirtæki
hafi farið í þrot, slíkt blasi líka við
einhverjum og ljóst að einhverjir
muni hætta rekstri. Þá megi búast
við breytingum á eignarhaldi
fyrirtækja í kjölfar ástandsins. „Við
horfum upp á breytta mynd, það
er alveg ljóst en almennt ríkir hins
vegar bjartsýni í hópi norðlenskra
ferðaþjónustufyrirtækja og flestir
telja að þeir muni komast yfir þetta
með tímanum.“ /MÞÞ
Forsvarsmenn meirihluta fyrirtækja í ferðaþjónustu á Norðurlandi telja frekar eða mjög líklegt að þau muni komast
í gegnum það ástand sem COVID-19 veirufaraldurinn hefur skapað og munu hafa opið hjá sér í sumar.
„Ef allt gengur að óskum sjá menn fram á að erlendir ferðamenn komi hingað
til lands síðsumars.“
Arnheiður Jóhannsdóttir, fram-
kvæmda stjóri Markaðsskrifstofu
Norðurlands.
Matarstígur Helga magra:
Kvenfélögin verða með
á bændamörkuðum
Stjórn Matarstígs Helga magra
hefur samþykkt að veita kven
félögum Eyjafjarðarsveitar aðild
að matarstígnum. Kven félögin í
sveitarfélaginu eru þrjú talsins.
Kvenfélögin eru hornsteinn
góðgerðarmála í samfélaginu og hafa
aflað fjár m.a. með sölu matvæla
og handverks á Handverkshátíð
sem nú hefur verið aflýst þetta
árið. Til að koma til móts við
þarfir kvenfélaganna og styðja
við þeirra mikilvæga starf býður
matarstígurinn að þau fái að starfa
á bændamörkuðum sumarsins.
Afla tekna fyrir góðgerðarstarf
Í ljósi sérstöðu þeirra munu þau
hafa heimild til að selja ekki bara
matvörur heldur líka handverk.
Fyrir utan það að glæða markaðina
meira lífi fá félögin tækifæri til að
afla tekna fyrir sitt góðgerðarstarf,
segir í tillögu stjórnar Matarstígs
Helga magra sem samþykkt var á
síðasta fundi.
Bændamarkaðir verða í
Eyjafjarðarsveit í sumar og hefj
ast að líkindum í júlí en vera má að
sleppi til að einn verði í júní. /MÞÞ
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
ALTERNATORAR í flestar
gerðir dráttarvéla
Bænda
4. júní
STAÐA
NÝDOKTORS
ÆSKILEGT ER AÐ UMSÆKJANDI HAFI:
» Sýnt fram á kunnáttu í tölfræði auk meðhöndlunar og úrvinnslu
stórra gagnasetta
» Reynslu af smíði hag-, vistfræði- eða lífræðilíkana
» Góða þekkingu á forritunarumhverfinu R auk almennar forritunarkunnáttu
» Birtingar í ritrýndum fræðitímaritum
» Reynslu af þverfaglegri teymisvinnu
» Getu til að vinna sjálfstætt og sem hluti af hóp
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra
og Félag íslenskra náttúrufræðinga hafa gert. Með umsókn skulu fylgja
kynningarbréf, starfsferilskrá og nöfn tveggja meðmælenda með upplýsingum
um hvernig er hægt að ná í þá.
Nánari upplýsingar veitir
Erla Sturludóttir erla@lbhi.is 694 2149 og Guðmunda Smáradóttir,
mannauðs- og gæðastjóri, gudmunda@lbhi.is sími 433-5000
Umsóknarfrestur er til 4. júní 2020
Við ráðningu skal leggja fram staðfestingu á doktorsgráðu. Sótt er um starfið
gegnum ráðningarkerfi ríkisins á www.lbhi.is/storf
Laus er til umsóknar staða nýdoktors í gerð
vistkerfislíkana við Landbúnaðarháskóla Íslands
Landbúnaðarháskóli Íslands hlaut öndvegisstyrk frá Rannís fyrir verkefnið
Fiskveiðar til framtíðar í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og Háskóla Íslands.
Verkefnið fjallar um þróun vistkerfislíkana fyrir hafið en vistkerfislíkön geta
verið gagnleg við fiskveiðistjórnun og til að svara vistfræðilegum spurningum.
Þá hafa þau líka verið notuð til að skoða félagsleg og hagræn áhrif af nýtingu
sjávarauðlinda. Nýdoktornum er ætlað að starfa við smíði vistkerfislíkans fyrir
hafsvæðið í kringum Ísland.
Um er að ræða þriggja ára stöðu styrkta af Rannís þar sem nýdoktornum er
ætlað að vinna að uppsetningu á fiskveiði- og haglíkani fyrir vistkerfislíkanið
Atlantis. Þá mun verkefnið einnig fela í sér vinnu við að tengja Atlantis við stofn-
matslíkön. Þá mun nýdoktorinn sjá um gerð stjórnendastefnuhermanna og koma
að vinnu við að nota Atlantis líkanið til að kanna áreiðanleika einfaldari líkana.
Verkefnið mun nýta lífmælingagögn safnað af Hafrannsóknastofnun auk upp-
lýsinga um landaðan afla, úr afladagbókum og frá fiskmörkuðum. Æskilegt er
því að umsækjendur hafi góðan grunn í gagnagreiningu og líkanagerð.
Nýdoktorinn mun vinna með hópi sérfræðinga á sviði líkanagerðar, tölfræði,
hagfræði og fiskifræði frá LbhÍ (Dr. Erla Sturludóttir), Hafró (Dr. Pamela J. Woods
og Dr. Bjarka Þór Elvarsson) og HÍ (Dr. Gunnar Stefánsson og Dr. Sveinn
Agnarsson).
Nýdoktorinn mun einnig starfa með öðrum nýdoktorum og doktorsnemum
er tengjast verkefninu.Umsækjendur þurfa að hafa lokið doktorsprófi í líffræði,
auðlindastjórnun, hagfræði, verkfræði, tölfræði, hagnýtri stærðfræði eða
skyldum greinum.