Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 202016 Við Íslendingar finnum gjarnan til meiri skyldleika við Færeyinga en aðrar þjóðir, þótt okkur gangi misvel að skilja tungumál þeirra og samgangur þjóðanna sé almennt ekki svo ýkja mikill nú til dags. Það var þó ekki alltaf svo. Færeyjar eru auðvitað næsta nágrannaland Íslands en fleira kemur til. Sjávarútvegur og land- búnaður hafa verið undirstaða byggðar í báðum löndunum öldum saman og lífsbaráttan verið keim- lík. Sögulega séð eiga þjóðirn- ar svo það líka sameiginlegt að hafa báðar byggst frá Noregi í öndverðu. Færeysk skip sóttu á Íslandsmið í ríkum mæli áður fyrr og um miðja síðustu öld flykktu- st Færeyingar, karlar og konur, til Íslands í atvinnuleit þegar illa áraði efnahagslega í heimalandinu. Sumt af þessu fólki ílentist á Íslandi og því eiga margir Íslendingar ættir að rekja til Færeyja. Færeyingar hafa líka ávallt verið fyrstir til að bjóða fram aðstoð þegar náttúruhamfar- ir og önnur óáran hafa riðið yfir á Íslandi og hefur það verið vel metið. Færeyingar undanskildir Þegar Íslendingar færðu fiskveiði- lögsögu sína út í 200 mílur og ráku útlend veiðiskip af höndum sér voru Færeyingar undanskildir. Þeir fengu að halda áfram tak- mörkuðum veiðum hér við land og hefur svo verið allt fram á þennan dag án þess að í staðinn kæmu sambærileg veiðiréttindi fyrir íslensk skip í færeyskri lög- sögu. Þegar farið var að skera niður þorskkvótann hér við land og kvótaskerðingin farin að bitna harkalega á íslenskum útgerðum krafðist Landssamband íslenskra útvegsmanna þess ítrekað að veiði réttindi Færeyinga hér við land yrðu afnumin. Þeirri kröfu var ávallt hafnað af hálfu stjórn- valda. Aldrei var pólitískur vilji til þess, sama hvaða stjórnmála- flokkar voru við völd. Færeyingar voru jú og eru frændur vorir. Veiðiheimildir Færeyinga Núna er staðan sú að Færeyingar hafa heimild til að veiða 5.600 tonn af botnfiski við Ísland árlega, þar af má þorskur ekki fara yfir 2.400 tonn. Þá hafa þeir einnig loðnukvóta hér við land. Á síðustu árum hefur fiskveiðisamkomulagið við Færeyinga hins vegar komið sér vel fyrir íslenskar upp- sjávarútgerðir því samkvæmt því mega íslensk skip veiða kolmunna að vild í færeyskri lögsögu af eigin kvóta og raunar norsk-íslenska síld líka. Meirihluti kolmunnaafla Íslendinga er nú veiddur í færeyskri lögsögu vor og haust, eins og fram kom í pistli hér í blaðinu fyrr á þessu ári. Yfir 3.000 sjómenn árið 1930 Þótt Færeyingar stundi enn veiðar á Íslandsmiðum er það ekkert í líkingu við það sem tíðkaðist fyrr á tíð. Samkvæmt hagtölum drógu færeysk skip sam- tals 1,4 milljónir tonna úr sjó við Ísland á árabilinu 1903-1978 og af erlendum þjóðum komu þeir næst á eftir Bretum og Vestur-Þjóðverjum í veiðum við landið. Færeyingar voru ótrúlega umsvifamiklir á Íslandsmiðum á síðustu áratugum nítjándu aldar og á fyrstu áratugum þeirrar tuttugustu. Þeir hófu veiðar hér við land árið 1872 og náðu þær hámarki upp úr 1930 þegar yfir 3.000 færeyskir sjómenn stunduðu veiðar við Íslandsstrendur á rúm- lega 150 skipum, að því er heim- ildir herma. Þetta var að heita má allur færeyski fiskiskipaflotinn. Veiðarnar stunduðu þeir einkum úti af Austfjörðum og seldu afla sinn þar. Við það skapaðist mikil atvinna í austfirskum sjávarplássum sem stuðlaði mjög að eflingu þessara byggða. Færeyingarnir komu einnig með verkþekkingu með sér því báta- smíði þeirra var rómuð, bátarnir léttir og rennilegir, bátalagið kallað Færeyingur. Færeyingar voru því au- fúsugestir, ef gesti skyldi kalla því frekar var litið á þá sem heimamenn en útlendinga. Kreppa í Færeyjum eftir síðari heimsstyrjöld Víkur nú sögunni fram til sjötta ára- tugar 20. aldarinnar en þá flykktust Færeyingar til Íslands í atvinnuleit á ný. Á þessum tíma fór saman mikill uppgangur í atvinnumálum á Íslandi og kröpp niðursveifla í efna- hagslífi í Færeyjum. Fyrir þessu var ákveðin ástæða. Í lok síðari heim- styrjaldar var fær- eyska þjóðin mjög vel stæð fjárhags- lega enda höfðu Færeyingar siglt með ísaðan fisk á Bretlandsmarkað öll styrjaldarárin og þénað vel en um leið þurft að færa miklar mann- fórnir og sæta miklum skipstöpum. Talað er um að þriðjungi flotans hafi verið sökkt. Ryðkláfar frá Íslandi og Bretlandi Strax að stríði loknu var hafist handa af kappi við að endurnýja færeyska fiskiskipaflota en þar sem engin ný skip voru á markaðnum voru keyptir gamlir togarar frá Íslandi og Bretlandi. Árið 1948 áttu Færeyingar stærsta togaraflota á Norðurlöndum, alls um 50 skip. En þegar á reyndi urðu þessi skip alltof dýr í viðhaldi og rekstri. Ofan á þetta bættist að fiskverð lækkaði og breska sterlingspundið féll. Svo fór að flestar færeysku togaraútgerðanna urðu gjaldþrota á árunum 1950-51. Fjöldi sjómanna missti vinnuna. Vinnuaflsskortur á Íslandi Íslendingar áttu líka mikinn gjaldeyris forða að loknu stríðinu og var stríðsgróð- inn m.a. nýttur til þess að láta smíða togara og fiski- báta. Mikill uppgangur var í íslensku atvinnulífi á sjötta áratugnum og fram á þann sjöunda og tilfinnanlegur skortur á vinnuafli bæði til sjós og lands. Lausnin á því var m.a. sú að ráða Færeyinga hingað til starfa. Í grein í tímaritinu Faxa (3. tbl. 2005) er þessi tími rifjaður upp. Þar fullyrða kunnugir að ef fær- eyskra sjómanna hefði ekki notið við hefði ekki verið unnt að gera út fiskiskipaflotann á Suðvesturlandi á þessum tíma. Færeyingar byrjuðu að flykkjast til Íslands árið 1952 og skiptu þeir strax hundruðum. Alls komu yfir 1.000 Færeyingar á vetrar- vertíð árið 1956, þar á meðan fjöldi stúlkna til að vinna í frystihúsum á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Íslendingar „dálítið spilltari“ Heima í Færeyjum voru ekki allir hrifnir af því að missa stúlkur úr landi í stórum stíl. Erlendur Patursson formaður Fiskimannafélags Færeyja sagði í viðtali við Morgunblaðið í janúar 1960 að ekkert atvinnuleysi væri hjá stúlkum í Færeyjum. „Ég er hálfhræddur um að það sé eitthvað annað sem vakir fyrir þeim en að vinna. Það er ævintýraþráin. En þið Íslendingar eruð dálítið spilltari en við og þess vegna koma stúlkurnar heim dálítið spilltari en þær fóru.“ Haldið heim á ný „Innrásin“ frá Færeyjum náði hámarki árið 1957 þegar um 1.400 færeyskir sjómenn voru á íslenska fiskiskipaflotanum, ekki bara á bátum heldur einnig á togurum. Að auki unnu hundruð færeyskra karla og kvenna margvísleg störf í landi, því atvinnuþátttaka Færeyinga á Íslandi einskorðaðist ekki við sjávarútveg þótt sá þáttur sé gerður að sérstöku umfjöllunarefni í þessari grein. Það var svo árið 1963 að Færeyingarnir byrjuðu að snúa aftur til síns heima þegar efnahagur eyjanna var endurreistur, fiskverð hækkaði og landsmenn eignuðust ný og öflug skip. Tengslin við Færeyinga Guðjón Einarsson gudjone3@gmail.com Á hverju einasta sumri hefst hatrömm barátta við að drepa þessi smádýr hvar sem til þeirra næst. Öllum brögðum er beitt og ekkert eitur er svo eitrað að ekki megi nota það í baráttunni við þessa óværu. Þetta gerist þrátt fyrir að flestir viti að öll þessi dýr þjóna tilgangi í náttúrunni, hvort sem hann er að frjóvga blóm eða vera fæða fyrir önnur dýr. Ótrúlegt er hvað mörgum er illa við smádýr hvaða nafni sem þau nefnast. Köngulær, geitungar, blaðlýs, ranabjöllur, humlur og svo ég tali nú ekki um snigla. Öll þessi dýr virðast í huga marga vera hræðileg óargakvikindi sem ekki mega sjást í görðum og hvað þá inni í húsum. Smádýrin sem spretta upp á sumrin laðast flest að plöntum og eru fylgidýr aukins áhuga á garðrækt og hækkandi lofthita. Einsleitt plöntuval í ræktun veldur því að ákveðnar tegundir smádýra geta fjölgað sér mikið á skömmum tíma enda framboð á fæðu mikið. Yfirleit ganga þessi blóma- skeið smádýranna yfir á nokkrum vikum og plönturnar jafna sig í flestum tilfellum aftur. Humlur og ánamaðkar eru líklega allra gagnlegustu dýrin sem finnast í garðinum. Ánamaðkar flýta rotnun og grafa göng í jarðveginum sem vatn og næringarefni streyma um. Fæstum er illa við ánamaðka enda fer lítið fyrir þeim og þeir sjást sjaldan nema í rigningu þegar þeir koma upp á yfirborðið til að drukkna ekki. Annað mál gildir um humlur og margir hreinlega hræddir við þær þó sárasaklausar séu. Á Íslandi finnast fjórar eða fimm tegundir af humlum og ættum við að fagna hverri tegund. Víða um heim hefur býflugum fækkað gríðarlega og það mikið að til vandræða horfir í ávaxtaræktun. Býflugur finnast ekki villtar á Íslandi og margir rugla þeim saman við humlur enda skyldar tegundir og sinna báðar frjóvgun blóma. Haldi býflugum áfram að fækka vegna notkunar á skordýraeitri er raunveruleg hætta á að margar ávaxtategundir hverfi af markaði. Af öllum smádýrum sem heimsækja garðinn eru stórir sniglar að öllu jöfnu óvinsælastir. Sniglar eru hægfara og værukær dýr sem halda sig í skugganum og líður best í röku loftslagi. Þeim, líkt og börnunum, finnst jarðarber og ferskt salat gott og kunna sér ekki maga mál komist þeir í slíkt sælgæti. Þeir eru einnig sólgnir í bjór og hefur það orðið mörgum þeirra að falli. Séu sniglar skoðaðir nánar sést að þeir eru ótrúlega fallegir og þá sérstaklega þegar þeir líða áfram á kviðlægum fætinum og teygja augnfálmarana rannsakandi út í loftið. Ólíkar tegundir lifa á landi, í sjó og ferskvatni og þeir eru til með og án kuðungs. Sumar tegundir eru tvíkynja sem þýðir að hittist tveir sniglar undir salatinu geta þeir frjóvgað hvor annan eða sjálfan sig séu þeir einir á ferð. Að lokum vil ég biðja fólk að hætta að traðka niður sveppi. Þeir eru æxlunarfæri sem koma upp á yfirborðið til að mynda gró. Stærstur hluti sveppa er neðanjarðar og vinnur nauðsynlegt niðurbrotsstarf við að umbreyta lífrænu efni í ólífrænt sem plöntur nýta sér til vaxtar. Sveppir í garðinum eru merki um grósku og þeim skal taka fagnandi. /VH STEKKUR NYTJAR HAFSINS Sjávarútvegur og landbúnaður hafa verið undirstaða byggðar í Færeyjum líkt og á Íslandi öldum saman og lífsbaráttan verið keimlík. Myndir /HKr. Frá Þórshöfn. V eiðar Færeyinga hér við land náðu hámarki árið 1930 þegar yfir 3.000 færeyskir sjómenn stunduðu veiðar við Íslandsstrendur á rúmlega 150 skipum. Hræðileg kvikindi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.