Bændablaðið - 20.05.2020, Síða 32

Bændablaðið - 20.05.2020, Síða 32
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 202032 LÍF&STARF Hótel Breiðavík er kjörinn áningarstaður á leiðinni út á Látrabjarg: „Vonum bara að við fáum gott veður í sumar“ – segir Keran ST. Ólafsson ferðaþjónustubóndi en hvetur fólk samt til að fara mjög varlega vegna COVID-19 því bakslag megi ekki verða Hjá Hótel Breiðavík í Vesturbyggð á norðvesturhorni landsins hafa hjónin Keran ST. Ólason ferða- þjónustubóndi og Birna Mjöll Atladóttir hótelstjóri rekið ferða- þjónustu síðan 1999. Þau vonast til að sumarið fram undan verði gott en hvetja fólk samt til að fara mjög varlega vegna COVID-19. Keran og Birna Mjöll keyptu Breiðavík árið 1999 og ráku þar myndarlegt sauðfjárbú um árabil með mest um 1.000 fjár á fóðrum. Árið 2011 ákváðu þau svo að hætta fjárbúskapnum og snúa sér alfarið að ferðaþjónustunni. Breiðavík liggur mjög vel við fyrir ferðamenn sem eiga leið á Látrabjarg. Þar er því kjörinn áningarstaður. „Hjá okkur hefur verið lokað frá því í endaðan september ár hvert og fram yfir mánaðamót apríl-maí. Þannig að samdráttur vegna COVID- 19 hefur ekki haft nein bein áhrif á okkar rekstur enn þá. Bókunarstaðan fyrir maí var ágæt og mun betri en í fyrra. Það hvarf þó allt saman vegna faraldursins og við ákváðum þá að hafa lokað út maí, enda dýrt að halda hótelinu opnu.“ Útkoman í sumar veltur mikið á veðrinu Varðandi væntingar fyrir komandi sumar segir Keran að þar þurfi alfarið að treysta á að Íslendingar verði duglegir að ferðast um landið. Við séum öll vön því að elta sólina og fara þangað sem veðrið er best hverju sinni. Það sé mjög ólíkt ferðamáta útlendinga sem séu búnir að panta allt fyrirfram og láti veðrið ekki á sig fá þó það blási og rigni. Útkoman í sumar velti því mjög á veðr- inu en veðrið í fyrrasumar hafi verið einstaklega gott. „Vonum bara að við fáum gott veður í sumar, bæði vegna ferða- manna og ekki síður vegna geðheilsu fólks.“ Besta sumarið til þessa var 2016 „Við toppuðum sumarið 2016 með metfjölda ferðamanna. Síðan hefur verið jafnt og þétt samdráttur í seldum gistinóttum. Á móti kemur aukning í matsölu. Það er bæði fólk á svæðinu sem hefur verið duglegt að koma til okkar og fólk sem er á ferðinni og gistir annars staðar á svæðinu hefur gjarnan komið við í Breiðavík að fá sér að borða. Það segir manni að það hefur ekki orðið fækkun á ferða- mönnum inn á svæðið, heldur eru fleiri möguleikar í boði varð- andi gistingu en áður var. Maður sér þetta líka á umferðartölum frá vegagerðinni að umferðin á leiðinni út á Látrabjarg er síst minni en áður.“ Fjölmargir áhugaverðir staðir Keran segir að ef fólk hafi áhuga á að koma vestur, þá sé kjörið að kaupa nýjustu bók Ferðafélags Íslands sem er uppfull af fróðleik um áhugaverða staði í gamla Rauðasandshreppi sem nú tilheyrir Vesturbyggð. Á þessu svæði má finna mjög fjölbreytta nátt- úru og hvergi á landinu er að finna jafn mikið af hvítum sandi og í fjölmörgum víkum sem þarna er að finna. Þá er Látrabjarg einstakt á heimsvísu og er iðandi af bjargfugli, m.a. lunda, sem sem auðvelt er að komast í návígi við. Keran segir að auðvelt ætti að vera að fá gistingu á svæðinu. Þar er Hótel Breiðavík auk þess sem boðið er upp á gistingu í Örlygshöfn og í Hænuvík. Opna í júní en leggja áherslu á að fólk fari varlega vegna COVID-19 „Við erum að skoða stöðuna varðandi opnun hótelsins í júní. Ég er nú samt þannig þenkjandi að við eigum að fara varlega í að létta á höftum vegna COVID-19 og að opna landið fyrir ferðamönnum. Við megum alls ekki fá niðursveiflu í þetta aftur og skelfilegt ef slíkt gerðist. Þó ég hafi mína lífsafkomu af að þjónusta ferðamenn, þá vil ég samt hafa meira lokað en minna. Það er betra að allt sé í lagi þegar þetta er opnað, en enn meira högg ef sjúkdómurinn fer aftur að grassera. Það má bara ekki gerast,“ segir Keran ST. Ólason. /HKr. Frá Breiðavík. Myndir / HKr. Keran ST. Ólason, ferðaþjónustubóndi í Breiðavík. Hann bendir þeim sem hug hafa á að ferðast til Vestfjarða að kaupa nýjustu bók Ferðafélags Íslands. Birna Mjöll Atladóttir hótelstjóri. Það er stutt að fara að skoða fuglana í Látrabjargi fyrir gesti sem koma til Breiðavíkur. ÍSLAND ER LAND ÞITT Ferðamálafélag Hríseyjar: Vill ókeypis í ferjuna einn mánuð í sumar Ferðamálafélag Hríseyjar hefur sent Akureyrarbæ bréf þar sem fram kemur að rekstraraðilar í ferðaþjónustu í eynni hafi áhyggj- ur af komandi sumri. Hafin er vinna við að búa til skemmtilegar pakkaferðir til Hríseyjar með góðum afslætti fyrir fólk sem kýs að nota ferðaávísun, sem ríkisstjórnin ætlar að gefa út í Hrísey. Til að styðja við átak eyjarskeggja og renna styrkari stoðum undir atvinnulífið í eynni fer ferðamála- félagið þess á leit við Akureyrarbæ að hann styrki félagið með því að greiða fargjöld í Hríseyjarferjuna fyrir alla í einn mánuð í sumar. „Slík ráðstöfun myndi skila miklu til eyjarinnar og yrði gott mark- aðsátak sem hægt væri að ráðast í vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Við erum þess fullviss að margir íbúar á Norðurlandi sem ekki hafa komið í Hrísey myndu nýta sér þetta tilboð og einnig aðrir landsmenn,“ segir í erindi Ferðamálafélagsins. /MÞÞ Hríseyjarferjan Sævar á leið út í eyju. Mynd / HKr. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STÝRISENDAR í flestar gerðir dráttarvéla Regnsett sem er fóðrað með slitsterku og endingargóðu Jersey efni. Efnið er teygjanlegt sem auðveldar hreyngu. Hetta með smellum. Endurskinsborðar á öxl og hálsi. Buxurnar eru með teygju í mitti og vasa að framan með ipa. Stærðir: XS - 3XL. Efni: 100% pólýúretan með jersey fóðri, 170 g/m². Litir: Blátt og svart. Regnsett fyrir útileguna Verð: kr. 12.390,- KH Vinnuföt • Nethyl 2a • 110 Reykjavík • Sími: 577 1000 • info@khvinnufot.is • www.khvinnufot.is Bændablaðið Auglýsingasíminn er 56-30-300

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.