Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 1
10. tölublað 2020 ▯ Miðvikudagur 20. maí ▯ Blað nr. 563 ▯ 26. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Siglufjörður: Demantur bar fimm lömbum – með 12 lömb á 3 árum Ærin Demantur á Siglufirði ber sannarlega nafn með rentu eftir að hafa skilað fimm frískum og sprækum lömbum í heiminn þann 11. maí síðastliðinn. Haraldur Björnsson, frístunda­ bóndi á Siglufirði, sem hefur verið með 80 kindur á fóðrum segir að Demantur, sem er í eigu dóttur hans, hafi verið afburða frjósöm. „Hún bar þremur lömbum í hitti­ fyrra og fjórum lömbum í fyrra og það taldi ég nú nóg. Ég bjóst því alls ekki við þessu núna og aldrei séð svona fyrr. Lömbin voru öll sprell­ lifandi og fóru strax upp á lappirnar,“ sagði Haraldur Hann sagði í samtali við Bænda­ blaðið um miðja síðustu viku að lömbin döfnuðu vel. Þau virtust hraust og væru mjög spræk. Haraldur komst í fréttir nú í lok apríl þegar hann endurheimti fjór­ ar ær og einn kollóttan lambhrút í Siglunesi. Féð hafði gengið laust frá því í fyrra þrátt fyrir mikla leit. Það fannst þegar fimm áhafnarmeðlimir á varðskipinu Þór fóru í hressingar­ göngu út í Siglunes fyrr í mánuðin­ um. /HKr. Kleópatra Ólafía Hallgrímsdóttir og Viktoría Unnur Jóhönnudóttir, barnabörn Haraldar Björnssonar, frístundabónda á Siglufirði, með fimmlembinga ær- innar Demants. Hún kíkir þarna á milli þeirra og fylgist með afkvæmum sínum. Á innfelldu myndinni er Jóhanna Unnur Haraldsdóttir Demantseigandi. Engir gæðastaðlar né eftirlit með íslenskri mold sem seld er til neytenda Mörgum blöskrar að flutt sé inn mold í neytendapakkningum og segja að íslensk mold sé sú besta í heimi. Aðrir segja íslensku mold- ina of þunga og þétta í sér og að innflutta moldin sé mun betri. Talsverðar kröfur eru gerðar um innihald erlendrar moldar sem flutt er inn en engir gæðastaðlar eru fyrir innlenda mold né eftirlit með framleiðslu hennar. Samkvæmt reglum um innflutning á mold eru gerðar kröfur um að það sé svarðmold, spagnum, og að hún komi af óræktuðum svæðum og hafi aldrei verið notuð til ræktunar. Undanskilin er mold sem fylgir rótum plantna eða rótarávöxtum sé hún í óverulegum mæli. Í moldinni mega ekki finnast íblöndunarefni nema í mjög litlu magni og ekki efni sem eru á skjön við aðra þætti reglugerðarinnar og er þá átt við trjákurl, safnhaugamold, moltu eða húsdýraáburð svo dæmi séu tekin. 280 tonn af gróðurmold flutt inn Á vef Hagstofu Íslands segir að flutt hafi verið inn tæp 280 tonn af mold árið 2019. Þar af eru 14,6 tonn af mómosamold, 39 tonn önnur mold og tæp 226 tonn af því sem kallast „önnur jarðefni ótalin annars staðar“. Við nánari skoðun og með aðstoð Hagstofunnar kom í ljós að það sem kallast önnur mold og önnur jarðefni ótalin annars staðar er í raun mómosa­ mold, eða spagnum, sem hefur verið ranglega skráð í tollflokka. Brynjar Rafn Ómarsson, fag­ sviðsstjóri plöntuheilbrigðis hjá Matvælastofnun, segir að til þessa hafi ekki komið upp sú staða að beiðni hafi borist um að flytja inn mold sem er íblönduð með tilbúnum áburði en að það yrði þá skoðað í samvinnu við áburðareftirlitið. Ekkert eftirlit með innlendri mold Að sögn Brynjars veit hann ekki til þess að til séu reglur um innlenda mold sem seld er í garða eða í neyt­ endaumbúðum. „Mér vitandi eru ekki til neinir staðlar um innihald eða íblöndunar­ efni í íslenskri mold né það sem má kalla mold til sölu. Aðkoma Mast að málum af þessu tagi snýst fyrst og fremst um plöntuheilbrigði og það er ekki þar með sagt að ef það finnist líf í mold að það tengist plöntusjúkdóm­ um. Stofnunin hefur því ekki eftirlit með innlendri framleiðslu á mold og ég veit ekki til þess að neitt slíkt eftirlit sé í framkvæmd.“ Samkvæmt þessu þá eru ekki til neinar reglur né gæðastaðlar um hvað teljist mold sem má selja í garða eða í neytendaumbúðum fyrir pottaplöntur. Samkvæmt upplýsingum á vef Gæðamoldar býður fyrirtækið upp á þrenns konar mold í garða. Um er að ræða það sem er kallað moltu­ mold og er hún sögð vera bland af 60% mold, 20% moltu og 20% skeljasandi og hins vegar sand­ blandaða mold sem er 70% mold og 30% vikursandur. Auk þess sem boðið er upp á grjóthreinsaða mold, en ekki eru gefin upp nein hlutföll um hvernig hún er blönduð. Georg Ottósson, eigandi Flúða­ og Hreppamoldar, segir að opin­ bert gæðaeftirlit með framleiðslu á íslenskri mold sé ekki til staðar og eftirlitið hjá honum felist í að reyna að framleiða eins góða mold og hann getur. „Yfirleitt fæ ég hrós fyrir moldina en ég hef líka fengið kvartanir um að hún, sérstaklega Flúðamoldin, geti verið svolítið þung og klessist saman. Grunnurinn í Flúðamold er rotmassi sem fæst úr svepparækt Flúðasveppa. Massinn er blandaður með nýrri mómold sem við fáum úr moldarnámu við Hvítárholt í Hrunamannahreppi og þurrkum. Hlutföllin í Flúðamoldinni eru 30% sveppamassi og 70% mómold. Sveppamassi er gerður úr hálmi, hænsnaskít, kalki og vatni og ókosturinn við rotmassann er að það getur verið erfitt að þurrka og því um þurrkunarvandamál að ræða sem hægt er að bæta með betri tækjabúnaði. Flúðamold er því talsvert öðruvísi en innflutta spagnum­moldin“. Hreppamold er aftur á móti búin til úr mómold og vikri í hlutföllun­ um 90% mómold og 10% vikur.“ Georg segir að miðað sé við að sýrustig eða pH gildi Hreppamoldarinnar sé 5,5 til 6,5 og að það sé mælt reglulega. „Sýrustig sveppamassans er 7,0 en um 4,5 í mómoldinni og við reynum að halda Flúðamoldinni í pH 5,5. Við létum efnagreina moldina fyrir nokkrum árum og síðan þá hefur blandan verið sú sama.“ Stikkprufur af innfluttri mold Margir hafa áhyggjur af að með innflutningi á mold, bæði í pokum og á plöntum með rót, geti fylgt fjöldi lífvera, smádýr, örverur og sveppir, sem ekki þekkist hér á landi og teljast ekki æskilegar í vistkerfinu. Þetta þarf þó ekki að vera algilt og í raun er mold lítils virði ef ekki leynist í henni líf. Brynjar segir að ef Mast berist ábendingar um að framandi lífverur finnist í innfluttri mold sé brugðist við því. „Mast skoðar ekki hverja og eina sendingu af mold sem kemur til landsins en við tökum stikkprufur og skoðum þær. Heilt yfir hefur verið litið svo á að innflutt mold sé réttilega spagnum­mold og að hún uppfylli þau skilyrði sem sett eru fyrir innflutningnum enda fylgir henni í öllum tilfellum gilt heilbrigðisvottorð frá útflutningslandinu sem staðfestir að hún uppfylli þær kröfur sem í gildi eru hér á landi. Sé þannig staðið að innflutningnum á hætta á því að eitthvað óæskilegt berist með moldinni að vera lítil án þess að hægt sé að tryggja það 100% viss.“ /VH Einn hektari getur gefið af sér tæpt tonn af svínakjöti 22 28 Ætlaði sér alltaf að verða dýralæknir enda með ólæknandi áhuga á dýrum Menn eru að átta sig á hvað búi í íslenska markaðnum 30–37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.