Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 48
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 202048 Norður-ameríski bókasafns- fræðingurinn, Elizabeth Gould Davis (1910-1974), hafði ýmis- legt um kvenyndissamfélagið að segja í bók sinni, „Úrvalskyninu“ (The First Sex). Hún segir m.a.: „Konur eru sjálft mannkynið ... hið öfluga úrvalskyn. Karlinn er lífeðlislegur bakþanki.“ ... „Fyrstu karlarnir voru stökk- brigði, viðrini, sem urðu til við tjón á erfðavísum. [Þau] orsök- uðust hugsanlega vegna sjúkdóms eða heiftarlegrar geislunar frá sólinni.“ Móðirin er Elísabetu einnig hug- leikin: „Æxlunarfæri konunnar eru miklu eldri og þróaðri, heldur en [æxlunarfæri] karlsins. ... Sönnun þess, að reðurinn varð til miklu síðar í þróunarsögunni, heldur en sköp kvenna, er rakin til ummerkja þess efnis, að karlinn sjálfur sé síð- komin stökkbreyting frá hinni upp- haflegu kvenveru. Því er karlinn bara ófullkomin kona.“ Karlinn er einnig ófullkominn í þeim skilningi, að börn hans virða hann varla viðlits: „Hugmyndin um kvenvaldið hefur rækilega skotið rótum í mannlegri undirvitund. Þrátt fyrir að hafa um aldir búið við föð- urrétt, líta börn sjálfkrafa á móður- ina sem hið hæsta yfirvald. Barnið lítur á föður sinn sem jafningja í sömu skör settan og það sjálft. Það verður að kenna börnum að elska föður sinn, heiðra hann og virða. Það verkefni tekur móðirin venju- lega að sér.“ En þrátt fyrir það þjáist karlinn af þrálátri afbrýði í garð konunn- ar, sem brýst út í niðurlægingu hennar: „Í menningarsamfélögum samtímans ... tekur snípöfund og skautafbrýði á sig óræðar myndir. Óseðjandi þörf karlsins til að smána konuna, auðmýkja hana, meina henni um jafnrétti og gera lítið úr afrekum hennar – eru tilbrigði við meðfædda afbrýði og ótta hans [gagnvart konunni].“ Hin nýju kvenvísindi En höfundur elur þá von í brjósti, að aftur muni birta til í kvenheimum: „Í nýjum vísindum tuttugustu og fyrstu aldarinnar verður kraftur and- ans allráðandi á kostnað hins efn- islega. Eftirspurn eftir efnislegum hæfileikum mun réna, en aukast eftir hæfileikum til huga og anda. Skynvit mun víkja fyrir yfirskil- viti. Konan mun aftur sýna yfir- burði á þessu sviði. Hún, sem einu sinni var dáð og dýrkuð af hinum fyrsta karli fyrir hæfileikann til að rýna í hið óræða, mun aftur verða þungamiðjan – ekki sem kynvera, heldur sem gyðja. Í hinni nýju menn- ingu verður hún miðdepillinn.“ ... „Feðraveldið birtist í skráðri mann- kynssögu. Látum framhaldið verða gagnbyltingu mæðraveldisins. Það er einasta vonin um að mannkynið lifi af.“ Geraldine Sharp kynnir í verki sínu, „Slóð sæðisins um aldirnar. Týndi hlekkurinn í kenningum um karlinn“ (A Trail of Semen Down Through the Ages. The Missing Link in the Theories of Male), svipaðar hugmyndir um valdarán karlkynsins og kúgun konunnar í kjölfarið: Frummóðirin „Í upphafi skóp hin Mikla móðir heiminn. Síðan útvegaði hún sér fylgdarsvein. Jafnræði var á með þeim. Síðan tókst honum að ríkja án hennar. Lokatakmarki allsherj- ardrottnunarinnar [yfir konum] var náð, þegar karlinn hrifsaði til sín fæðinguna. Karlinn áleit sig nú upphaf nýs lífs – skapari, drottnari alheimsins.“ ... „Konur hafa skipað stærsta kynþátt olnbogabarna í ver- öldinni. Sagan greinir einungis frá helmingi mannkyns – körlum. – Gagnrýninn lestur sögunnar dregur fram í dagsljósið grimmd og ofbeldi við sífelldar árásir karla á konur, allt frá barsmíðum á eiginkonum til nornaveiða, frá löskun kynfæra til morða.“ Hin mikla móðir var miðdepils alls, segir sálfræðingurinn, Shari L. Thurer. Hún var móðurgyðjan, allt í öllu, almáttug, breytti um ham, fæddi börn, dó og endurfæddist. Hinir dauðlegu fylgdu fordæmi hennar. Hún var móðir allra guða og gyðja. Hún samdi reglurnar. Þó hafði hún einnig síðri hliðar, gat verið órökrétt, óraunsæ, óskipuleg og tor- tímandi. Þegar skoðuð er gyðjudýrk- unin í Catal Hüyük (Tyrklandi) á nýsteinöld er engu líkara en gjörvallt mannlífið hafi snúist um tilbeiðslu og dýrkun gyðjunnar, sem ýmist var ólétt og frjósöm eða grönn og geislandi af fjöri. Móðurgyðjan velur sér elskhuga til fylgilags og hefur af þeim kyn- ferðislega nautn. „Skilaboðin eru þau, að kynlíf móður – jafnvel utan hjónabands, í blóðskömm og án æxlunartilgangs – sé gott. Það er einnig athyglisvert, að karlguð ... er [bókstaflega] fórnarlamb, einnota afæta, kynnautnarleikfang konunn- ar,“ segir Shari. Hún bætir svo við: „Í augum sumra kvenfrelsara, ...jafnvel margra skynsamra fræðimanna, eru gyðjurnar í senn bæði fyrirmyndir og innblástur til andlegra iðkana og listsköpunar. ... Þeir færa rök fyrir því, að samsvörun gyðjutilbeiðslu, sáttar og samlyndis, sé [síður en svo] tilviljunarkennd, því í móðureðlinu felist friðsæld og jafnvægi, náttúra og munúð [og losti].“ Simone de Beauvoir (1908– 1986) segir: „Móðirin er rótin, er greinist djúpt í iðrum alheimsins. [Hún getur] sogað upp safana; hún er uppsprettan. Þaðan gýs hið lif- andi vatn, sem einnig er næringarrík mjólk.“ Kynþokki móðurinnar Móðurgyðjurnar beittu kyntöfrum sínum óspart. Svo var t.d. um hina fornu gyðju Súmera, Inanna, sem var gyðja ástar, frjósemi og vígaferla. Í verkum akkadíska (Akkar voru forn- þjóð í Miðausturlöndum) skáldsins og hofgyðjunnar Enheduanna (2285- 2250) rennur Inanna saman við Ishtar, hernaðargyðju Semíta (fornþjóð fyrir botni Miðjarðarhafs). Inanna um- breyttist þannig úr alþýðlegri frjó- semisgyðju Súmera (Íraka) í himna- drottningu, sem vinsælust varð meðal gyðja í hinni fornu Mesópótamíu. Faðir Enheduönnu blótaði gyðjuna til frama í stjórnmálum og sigurs á vígvöllum. Meginhof Inönnu eða Ístar var að finna í borginni, Úrúk í Mesópótamíu. Í fornaldarkviðunni um hetjuna, Gilgames, sem „er afrendur að afli, ...“ eru móðurgyðjur í mikilvægu hlutverki.„Hin mikla móðurgyðja Arúrú mótaði líkamsmynd hans, hún réð hverju hann líktist, fegurstur allra mann, fullkominn.“ Gilgames þekkti gjörla tælingarmátt kvenna. Þegar fyrir veiðimanni nokkrum lá að ná tökum á „manni máttar- ins,“ Enkídú,“ ráðlagði Gilgames svo: „Tak þú yndiskonuna Sjamat með úr musterinu. Hún mun sigra manninn með eðli sínu, jafnstyrku afli hans. Fylgstu með því hvenær dýrin drekka úr vatnsbólinu og láttu hana kasta skikkjunni og afhjúpa kyn sitt.“ ... „Sjamat losaði um barm- inn, afhjúpaði kyn sitt og hann hreif til sín munúðsemi hennar líkt og stormur. Hún hélt ekki aftur af sér, tók honum af fullu afli. Hún breiddi út skikkjuna og hann lagðist ofan á hana, hún sýndi frummanninum hvers kona er megn- ug. Hann þrumaði af losta yfir henni; sex daga og sjö nætur hélt Enkídú risi og átti mök við yndiskonuna.“ Þegar samförum þeirra var lokið, leiddi Sjamat ástmann sinn til hofsins „þar sem helgar yndiskonur stilla sér upp prýðilega og úthella munúðsemi sinni hláturmildar en lökin eru breidd á beðinn þegar kvöldar.“ Um Ístar segir m.a.: „Gakktu nærri Eannahofi, þar býr Ístar, aldrei varð nokkur maður né konungur jafningi hennar.“ (Þýðing: Stefán Steinsson.) Móður- eða frjósemisgyðjur sam- bærilegar Ístar ástunduðu „helgar“ samfarir. Það sama gerðu hofgyðjurn- ar og konur almennt. Forngríski sagnfræðingurinn, Herodotus (484?– 420?) lýsir samfélaginu á Kýpur svo: Allar konur skulu einu sinni á ævinni mæta í musteri Venusar og hafa sam- ræði við ókunnugan karl. Konan býður sig þeim, er fyrstur greiðir. Arnar Sverrisson Höfundur er ellilífeyrisþegi og uppgjafabóndi. Ótilgreindar þýðingar eru hans. FISKNYTJAR&NÁTTÚRA Forsendur eru vafasamar eða beinlínis rangar í Áhættumati erfðablöndunar sem samþykkt var með lögum frá Alþingi Íslendinga árið 2019. Tveimur mikilvægum lykilforsendum er verulega ábóta- vant í Áhættumati erfðablöndunar sem gerir niðurstöður úr líkaninu marklausar, en þær eru: • Dreifing strokulaxa er mun minni en gert er ráð fyrir. • Veiðivötn með laxalykt sem strokulax gengur upp í eru mun fleiri en gert er ráð fyrir. Ef stuðst er við réttar forsendur í líkaninu er varðar fjölda veiðivatna með laxi og dreifingu eldislaxa fæst allt önnur niðurstaða úr lík- aninu en fékkst þegar Áhættumat erfðablöndunar var birt árið 2017 og aftur við endurskoðun árið 2020. Jafnframt mun alltaf vera mikil óvissa og áramunir í fjölda eldis- laxa sem sleppa, lifun þeirra í sjó og fjöldi eldislaxa sem sækja upp í veiðivötn. Veiðivötn með laxa- lykt á Vestfjörðum Í Áhættumati erfðablöndunar er eingöngu gert ráð fyrir upp- göngu strokulaxa í fjögur veiði- vötn á svæðinu frá Látrabjargi að Rit í norðanverðu Ísafjarðardjúpi. Hér er um að ræða veiðivötnin; Laugardalsá, Ísafjarðará, Langadalsá og Hvannadalsá sem eru allar í Ísafjarðardjúpi. Í raun eru fleiri, eða um um 25 veiðivötn með skráða laxveiði eða fundist hafa laxaseiði í nokkrum mæli og í Arnarfirði hefur komið fram í rannsóknum að laxaseiði finnist í sjö veiðivötnum. Eldislax sem sleppur leitar einkum í veiðivötn með laxalyst og þá sér- staklega í veiðivötn í þeim firði sem slysaslepping átti sér stað. Dreifing strokulaxa ofmetin Í Noregi er áhersla lögð á að leita eldislaxa í veiðivötnum í sama firði og slysaslepping átti sér stað sem betur verður gert grein fyrir í seinni greinum. Við slysasleppingu, t.d. í Arnarfirði, mun eldislaxinn leita í mestum mæli upp í veiðivötn í firðinum og í mun minna mæli í veiðivötn s.s. í Ísafjarðardjúpi. Áhættumat erfðablöndunar sýnir of mikla dreifingu á eldislaxi sem sleppur og er einfalt að fá slíka niðurstöðu ef ekki er kannað hlutfall eldislaxa í öllum veiðivötnum með laxalykt á eldissvæðum. Til að fá raunhæfa dreifingu á eldislaxi þarf að fara í öll veiðivötn með laxalykt og mæla hlutfall eldislaxa og þannig fást rétt gögn í líkanið sem stuðst er við í Áhættumati erfðablöndunar. – Af hverju er ekki grunnforsenda aflað? Fjöldi veiðivatna með laxalykt Í Áhættumati erfðablöndunar er gert ráð fyrir að ákveðnu hlutfalli eld- islaxa sem sleppa, ákveðinni lifun í sjó og þannig geti skilað sér til- tekinn fjöldi eldislaxa í veiðivötn. Eldislaxarnir sem sleppa dreifa sér síðan í ákveðin veiðivötn. Sá alvar- legi vankanti er á Áhættumati erfða- blöndunar að aðeins er gert ráð fyrir fjórum veiðivötnum með laxalykt á Vestfjörðum en þau eru í raun um 25. Með því að bæta við um 20 veiði- vötnum inn í líkanið skila sér mun færri strokulaxar úr slysasleppingu t.d. í Arnarfirði í fjögur veiðivötn í Ísafjarðardjúpi. Ef miðað er við 4% hámarkshlutfall eldislaxa í veiðivatni eins og Áhættumat erfðablöndunar leggur til mun hlutfallið vera lágt í veiðivötnum í Ísafjarðardjúpi en hætta er á að farið verði vel yfir viðmiðunarmörkin í veiðivötnum á sunnanverðum Vestfjörðum. Á að fórna veiðivötnum á eldissvæðum? Í Áhættumati erfðablöndunar er látið þannig að minni veiðivötn á eldis- svæðum með laxalykt s.s. á sunnan- verðum Vestfjörðum séu ekki til af einhverjum óljósum ástæðum. Í um- sögn Erfðanefndar landbúnaðarins við fiskeldisfrumvarpið á vorþingi 2019 kemur fram: ,,Ef ætlun með frumvarpinu er sú að undanskilja ákveðna stofna úr áhættumatinu þarf það að vera skýrt. Enn fremur þarf að rökstyðja þá afstöðu, meðal annars m.t.t. líffræðilegra þátta og jafnræðis- reglna. Með jafnræðisreglum er hér átt við jafnræði landeigenda sem eiga veiðirétt í laxám, hvort sem er í Arnarfirði, á Barðaströndinni, í Dölunum eða annars staðar.“ Ef fara á eftir Áhættumati erfða- blöndunar munu litlir laxastofnar í veiðivötnum á eldissvæðum verða fyrir miklum neikvæðum áhrifum á meðan stærri laxastofnar fjær eldissvæðum verða fyrir litlum eða engum áhrifum. Hugsanlega hefur ákvörðun verið tekin að fórna minni veiðivötnum og ef svo er væri heiðarlegt að láta það koma fram. Valdimar Ingi Gunnarsson. MENNING&SAGA Gyðjur, goðsagnir og hið góða samfélag kvennanna – seinni hluti – Framhald fyrri hluta í síðasta tölublaði Arnar Sverrisson. Hvannadalsá við Ísafjarðardjúp. Áhættumat erfðablöndunar – Of fá veiðivötn skilgreind
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.