Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 56
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 202056 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR „Við fluttum á Blesastaði árið 1997. Þá var hér rekið myndar- legt kúabú sem við breyttum yfir í hrossarækt strax á fyrsta árinu. Við fáum um 20 folöld á ári sem svo flest eru seld einhvern tíma á lífsleiðinni,“ segja ábúendurnir. Býli: Blesastaðir 1a. Staðsett í sveit: Á Skeiðunum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Ábúendur: Magnús Trausti Svavarsson og Hólmfríður Birna Björnsdóttir ásamt dætrum okkar, Karen, Hrafnhildi og Heklu Salome. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Fimm manna fjölskylda, hundurinn Hera og kötturinn Tási. Stærð jarðar? Um 330 ha. Gerð bús? Hrossaræktarbú. Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með um 150 hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Morgungjafir 07.30 og svo morgun- matur hjá okkur. Eftir það er farið í tamningar og útreiðar fram eftir degi, svo er útigangi gefið og kvöldgjafir um kl 18.00. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er mjög gaman að fá vel heppnuð folöld en akstur á rúllum virðist venjast illa. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði, bara fleiri gæðingar. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Við teljum að helstu tæki- færin liggi í heilbrigði, hreinleika og gæðum íslenskra búvara og mikilvægt sé að nálgast neytendur út frá því. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Þær vörur sem enginn vill. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lax og nautakjöt. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eitt af því er þegar hryssan Gýgja frá Blesastöðum náði heilsu eftir erfiða köstun þar sem henni var ekki hugað líf og hefur síðan átt þrjú afkvæmi sem aldrei var reiknað með og er í fullu fjöri í dag. Bakað blómkáls-taco og lambakóróna Bakað, blómkáls-taco getur verið skemmtileg tilbreyting frá hakk- réttum sem oftast eru notaðir í svokallaða taco-rétti; bragðmikil máltíð sem byggir á grænmeti og er hollt og ferskt. Svo er góð hugmynd að nota blómkálið sem meðlæti með lamba hrygg á bein, það er alltaf góð hugmynd að auka vægi græn- metis á diskinn til að lækka mat- arverðið og hafa fjölbreytilega fæðuflokka. Blómkál › 2 blómkálshöfuð skorin í bita › 2–4 msk. avókadóolía eða kókos- hnetuolía › 3 tsk. mulið broddkúmen (cumin) › 2 tsk. chiliduft › 2 tsk. reykt paprikuduft › 1 tsk. sjávarsalt › 12-15 heilkorna tortillur pönnukökur › limesafi › kóríander › þunnt sneitt rauðkál (valfrjálst) › salsa (valfrjálst) › avókadósneiðar (valfrjálst) Aðferð Hitið ofninn í 200 gráður og setj- ið blómkálið á tvær stórar bök- unarplötur. Setjið smá olíu (eða sleppið), kúmen, chiliduft, papriku og salt. Veltið þessu til á pönnunni þannig að kryddið dreifist jafnt yfir blómkálið og bakið í 20–25 mínútur eða þar til það verður gulbrúnt og stökkt. Hitið tortillur í örbylgjuofni eða í ofni. Bætið síðan við 1–2 matskeið- um af salsa ef óskað er á blómkálið. Berið fram þannig að allir bæta sínu uppáhalds meðlæti við og sýrðum rjóma. Ristaðar lambakótelettur › 1/2 bolli fersk brauðmylsna › 2 matskeiðar saxaður hvítlaukur › 2 msk. saxað ferskt rósmarín › 1 tsk. salt › 1 / 4 tsk. svartur pipar › 2 matskeiðar ólífuolía › 1 lambahryggvöðvi með beini, snyrt að frönskum hætti (beinin snyrt en föst við kjötið) › 1 tsk. salt › 1 tsk. svartur pipar › 2 matskeiðar ólífuolía › 1 matskeið Dijon sinnep Aðferð Hitið ofninn í 230 gráður. Setjið ofnskúffuna á miðhæðina í ofninum. Í stórri skál skulið þið blanda saman brauðmylsnu, hvítlauk, rósmarín, 1 tsk. salti og 1/4 tsk. pipar. Bætið 2 msk. ólífuolíu við til að væta blönduna. Setjið til hliðar. Kryddið vöðvann með salti og pipar. Hitið 2 msk. ólífuolíu í stórum potti eða pönnu, brúnið kjötið í eina til tvær mínútur á alla kanta. Setjið til hliðar í nokkrar mínútur. Penslið vöðvann með sinnepinu. Rúllið honum yfir brauðmylsnublönduna þar til hún þekur vöðvann. Setjið beinshliðina niður á pönnuna. Steikið lambið í forhituðum ofni í 12 til 18 mínútur, háð því hvernig þú vilt kjötið eldað. Með kjöthita- mæli er gott að mæla eftir 10 til 12 mínútur og taka kjötið út, eða láta það eldast lengur, eftir þínum smekk. Flestum finnst 63 gráður vera góður kjarnhiti fyrir bleikt kjöt. Hvílið kjötið í það minnsta í fimm til sjö mínútur áður en það er skorið á milli rifbeinanna. Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari Blesastaðir 1a Hundurinn Hera. Králit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.