Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 202010 FRÉTTIR Þingmenn Suðurkjördæmis funduðu með sveitarstjórnarfólki vegna COVID-19: Mikið atvinnuleysi á svæðinu Nýlega var haldinn sameigin­ legur fundur í gegnum fjar­ fundabúnað þingmanna Suðurkjördæmis, stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitar­ félaga (SASS) og bæjar­ og sveitarstjóra á Suðurlandi. Tilgangur fundarins var að upplýsa um aðgerðir SASS og sveitarfélaganna á Suðurlandi í tengslum við COVID­19 far­ aldurinn og ræða jafnframt hugmyndir um leiðir til við­ spyrnu og sóknarfæra. Fram kom að höggið er mikið á Suðurlandi vegna veirunn- ar en þess má geta að 2018 komu um 29% af atvinnu- tekjum í Skaftafellssýslum af gistingu og veitingum og hlut- fallið í Uppsveitum var 13% og Rangárvallasýslu 11%. Nánast 100% afbókun var frá fyrsta degi kórónaveirunnar. Samkvæmt nýjustu tölum Vinnumálastofnunar frá 15. apríl er gert ráð fyrir að atvinnuleysi á Suðurlandi verði að meðaltali 15,7% í apríl og 13,3% í maí. Landsmeðaltalið er áætlað 16,9% á apríl og 14,4% í maí. Mest er atvinnuleysið áætlað í Mýrdalshreppi, 41,6% í apríl, í Skaftárhreppi 28% og Bláskógabyggð 26,6%. Spá Vinnumálastofnunar gerir ráð fyrir að atvinnuleysið minnki í maí. Staða sveitarfélaganna Fulltrúar sveitarfélaganna kynntu stöðuna hvert í sínu sveitarfélagi og gerðu grein fyrir helstu aðgerðum. Sveitarfélögin hafa veitt greiðslufresti á fasteignagjöldum hjá fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir tekjutapi. Veittur hefur verið afsláttur eða gjöld látin niður falla af sem dæmi þjónustu leikskóla- og frístundastarfi. Sveitarfélögin hafa reynt eftir megni að fylgja aðgerðapakka Sambands íslenskra sveitarfélaga og fara í flýtiframkvæmdir en úrræðin eru takmörkuð innan núverandi tekjuramma og lækkaðra útsvarstekna. Einnig leggja sveitarfélögin áherslu á félags- og heilbrigðisþjónustu og að upplýsa íbúa um stöðu mála. Sjö mikilvæg mál Á fundinum komu fram sjö mikilvæg mál, sem sveitarfélögin leggja mikla áherslu á á COVID-19 tímum. 1. Fella niður vsk af fráveitu- og viðhaldsframkvæmdum. 2. Markaðsátak til að hvetja Íslend inga til að sækja Suður- land heim. 3. Nýsköpun fyrir starfandi fyrir- tæki. 4. Fá á hreint stöðu Jöfnunarsjóðs. 5. Hamfaraástandið sem skapast hefur þarf ríkið að bæta líkt og um aflabrest sé að ræða. 6. Fá á hreint greiðslur vegna lagningar á ljósleiðara og hvað skuli gert í þéttbýliskjörnum sem búa við markaðsbrest, s.s. í Vestmannaeyjum. /MHH Sóknaráætlanir landshluta: Viðbótarfjárveiting Samgöngu­ og sveitarstjórnar­ ráðherra kynnti nýlega 200 milljóna króna viðbótar fjár­ veitingu í sóknar áætlanir lands hluta en hún er liður í fjár fes tingarátaki stjórnvalda til að sporna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heims­ faraldurs kórónuveiru og styðja við verkefni á lands byggðinni. Viðbótarfjárveitingin mun renna til sjö landshlutasamtaka sveitarfélaga á landsbyggðinni. 150 milljónir króna skiptast jafnt á milli landshluta og 50 milljónir króna dreifast á landshluta að teknu tilliti til hlutfalls atvinnutekna í gistingu og veitingum árið 2018 á hverju svæði fyrir sig. Hver landshluti fær því samtals á bilinu 25,2 til 36 milljónir til ráðstöfunar. Leggja skal áherslu á þær atvinnugreinar sem orðið hafa hvað verst úti vegna COVID-19 faraldursins. /VH Fósturvísar og sæði frá Noregi: Ný sending af Aberdeen Angus Um miðjan maí barst til landsins sending af 26 fósturvísum frá Noregi ásamt 50 sæðisskömmtum sem er í fyrsta sinn sem sæði er flutt inn á einangrunarstöðina að Stóra­Ármóti. Fósturvísarnir eru undan Emil av Lillebakken en sæðið úr Jens av Grani, sem eru helstu gæða- og þarfanaut af Angus-kyni í Noregi í dag. Kvígurnar sem verða sæddar eru fæddar 2018 en fósturvísarnir verða settir upp um mánaðamótin júní og júlí. Síðasta haust festu átta kýr fang með fósturvísum undan Emil av Lillebakken og bera þær fyrstu um miðjan júní næstkomandi. /VH Víða kal í túnum norðan heiða „Það er útlit fyrir að nokkuð verði um kal hér um slóðir, sérstaklega í nýlegum túnum eins og búast má við,“ segir Anna Margrét Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda. Hún hefur heyrt frá nokkrum bæjum á sínu svæði og segir að á sumum þeirra sé kalið umtalsvert, en minna á öðrum. „Það fjölgar sífellt bæjum með kalúttektir, þær virðast því miður vera víðtækari en ég var að vona. Ég hef ekki heyrt mikið í Strandamönnum enn en staðan í Húnavatnssýslum er sú að kal í túnum þar er allnokkuð.“ Enn snjór yfir í Fljótum Eiríkur Loftsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í Skagafirði, segir stöðu þar breyti- lega. Búast megi við að kal sé víða að finna í Skagafirði, allt frá því að vera fremur lítill hluti túna upp í að vera umtalsvert. „Það hefur hlýnað rólega og túnin þorna því hægt sums staðar og þar tekur gróður seint við sér,“ segir Eiríkur. Enn er hér og hvar snjór yfir túnum í Fljótum þar sem gríðarmikill snjór var í vetur, en Eiríkur segir hann taka fljótt upp ef hlýni í veðri. Segir hann að ekki sé búist við miklu kali og jafnvel engu á þeim slóðum. Víða kal í um helmingi túna Staðan í Eyjafirði er misjöfn eins og annars staðar, en Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, segir að víða hátti svo til að helmingur túna og jafnvel ríflega það sé kalinn. Í Hörgársveit er töluvert um kal í túnum og víða mjög slæmt, en þar eru þekkt kalsvæði. Svarfaðardalur er rétt nýlega kominn undan snjó og gildir það sama um hann og önnur svæði, víða er mikið kal í túnum en aðrir staðir hafa sloppið betur. Enn er töluverður snjór yfir í Skíðadal og því ekki komið í ljós enn hvernig tún koma undan. Sigurgeir segir að almennt séu það nýleg tún, nýræktir sem sáð hefur verið í til þess að gera fyrir fáum árum sem verða kali að bráð. Illa farnar girðingar Sigurgeir nefnir líka að mikið sé um það um þessar mundir að bændur til- kynni tjón á girðingum. Liðinn vetur var óvenju snjóþungur og erfiður og áttu menn von á því að girðingar kæmu illa undan honum. „Sú er að verða raunin, það er mikið hringt til að tilkynna um tjón á girðingum en þar sem verst lætur eru þær allar meira og minna ónýtar.“ Þá má geta þess að í stuttu samtali við Indriða Aðalsteinsson, bónda á Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp, kom fram að þar um slóðir væri mjög mikið kal. Taldi hann að um þrír fjórðu hlutar sinna túna væru undir- lagðir af kalskemmdum. Indriði komst í fréttir í mars þegar þyrla Landhelgisgæslunnar flutti til hans vistir eftir innilokun hans vegna snjóa síðan í janúar. /MÞÞ/HKr. Úr Svarfaðardal. Svellalög hafa verið undir miklu fannfergi á túnum síðan í desember og kæft gróðurinn sem undir var. Mynd / MÞÞ Tún á Skjaldfönn við Íslafjarðardjúp hafa legið undir klaka og miklu fannfergi í marga mánuði. Vegna ófærðar var þyrla Landhelgis­ gæslunnar fengin til að færa Indriða Aðalsteinssyni bónda vistir í mars. Margt hefur breyst en sem betur fer ekki allt Það hefur margt breyst í samfélaginu okkar eftir COVID­ 19 en sem betur fer ekki allt. Í janúar gátum við gert allt sem okkur sýndist, frelsið var framar öllu og allir máttu gera það sem þeim fannst rétt á hverjum tíma. Ferðalög voru skipulögð og landamærin við umheiminn voru ekki til. Innflytjendur matvæla töluðu um frelsi og valkost neytenda og gerðu lítið úr umræðu bænda um mikilvægi fæðuöryggis og hvað þá matvælaöryggis. Eins og hendi var veifað þá kom upp staða í heiminum þar sem allar þjóðir þurftu að standa vörð um fæðuöryggi sinnar þjóðar. Verkefnið sneri að því að halda uppi matvælaframleiðslu þrátt fyrir fjöldatakmarkanir og þá sneru aðgerðir að því að tryggja fyrst og fremst fæðu fyrir þegna hvers lands. Útflutningur var aukaatriði á þessum tímapunkti og innflutningur nánast lagðist af. Íslendingar fundu fyrir þessu og þá sérstaklega í sjávarútvegi. Allar þjóðir litu inn á við. Hér á Íslandi var það sama upp á teningnum, innflutningur minnkaði verulega og þjóðin gat reitt sig á íslenska bændur og matvælaframleiðendur. Auðvelt er að leiða hugann að því hvernig staðan væri ef við værum háðari innflutningi en raunin er. Ef markaðsumhverfið hér á landi væri eins og blautur draumur innflytjenda þá værum við án efa í erfiðari stöðu sem þjóð. Bara lítið dæmi um það er íslenska krónan og verðlag. Frá því í byrjun janúar hefur evran hækkað úr 137 kr. upp í 157 kr. Sem þýðir að innfluttar matvörur hefðu hækkað á neytendur um ein 15%. Annað dæmi er sá veikleiki að vera háður innflutningi á nauðsynjavörum. Það er von að við munum og lærum af þessu ástandi. Munum mikilvægi þess að standa vörð um fæðuöryggi þjóðarinnar og lærum af því að þegar öllu er á botninn hvolft þá þurfum við að sjá um okkur sjálf. Sigmar Vilhjálmsson talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.