Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 20206 Þann 14. maí síðastliðinn undirrituðu bændur og stjórnvöld endurskoðunarsamning garðyrkjunnar. Hann er viðbót við samning sem gerður var um starfsumhverfi garðyrkjunnar árið 2016. Helstu atriði í nýjum samningi er að viðbótarfjármunum er bætt við niðurgreiðslur á flutningi á raforku til lýsingar, aukinn stuðningur er við útiræktun grænmetis ásamt áherslum í loftslagsmálum og kolefnisbindingu. Eins og stendur í markmiðunum þá er stefnt að allt að 25% aukningu á framleiðslu garðyrkjuafurða á næstu þremur árum. Í samningnum eru mikil tækifæri fyrir ræktendur. Einnig eru veittir fjármunir til kynbóta í garðyrkju og vegur þar mest framlag til stofnútsæðisverkefnis í kartöflum. Viðbótarfjármunum er bætt inn í þróunarfé garðyrkjunnar þar sem m.a. er stutt við ráðgjafarþjónustu, nýsköpunarverkefni og markaðssetningu. Það er von okkar að garðyrkjubændur nýti þau tækifæri sem felast í nýjum samningi til framleiðsluaukningar og nýsköpunar. Rammasamningur landbúnaðarins næstur á dagskrá Strax í framhaldi undirritunar garðyrkju­ samnings var boðað til fyrsta fundar um endur­ skoðun rammasamnings í landbúnaði. Þar fóru fulltrúar Bændasamtakanna yfir helstu atriði sem nauðsynlegt er að taka upp í þeim samn­ ingi. Mikilvægustu atriði í þeim viðræðum er starfsumhverfi landbúnaðar til lengri tíma á grundvelli tolla­ og fríverslunarsamninga. Þar er nauðsynlegt að bændur og stjórnvöld hafi framtíðarsýn til lengri tíma um stefnu í málefnum er lúta að tollum og tollvernd. Horft verður til eflingar akuryrkju við endurskoðunina en móta þarf stefnu um aukna framleiðslu á korni, bæði til manneldis og ekki síður til kjarnfóðurframleiðslu. Inni í núverandi rammasamningi er kafli sem fjallar um nýliðun í landbúnaði ásamt skilgreindum fjármunum til hennar. Nauðsynlegt er að endurskoða reglugerðina sem snýr að þessu ákvæði ásamt því að ræða við ríkisvaldið um það hvernig við tryggjum nýliðun í stéttinni. Það þarf að gera með frekari úrræðum, hvort heldur sem er með lánafyrirgreiðslum eða öðrum hvötum sem gera ungu fólki kleift að hefja búrekstur. Eins og áður sagði þá lögðu Bændasamtökin fram á fyrsta fundi þessi meginatriði. Boðað hefur verið til annars fundar 26. maí næstkomandi þar sem við ætlum að leggja fram ákveðnar útfærslur á áðurtöldum atriðum. Tollaskilgreiningar á reiki Bændasamtökin eru í viðræðum við fjár­ málaráðuneytið um skilgreiningu á tollum á innflutningi á svokölluðum jurtaosti og hvaða innihald þurfi að vera til staðar á magni jurtafitu í þeim tegundum sem falla undir heimildir á núll prósent tolli. Aflað hefur verið upplýsinga um tollflokkun þessarar vöru hjá Evrópusambandinu í gegnum sendiskrif­ stofu ESB á Íslandi frá Directorate General for Taxation and Customs Union (DG TAXD) í Brussel. Þar kemur fram að tollflokkun hér á landi er ekki í samræmi við ESB­tollflokkun. Þetta mál verður að laga og höfum við bændur væntingar um að ráðuneyti fjármála vinni þetta hratt og vel. Ferðaþjónustubændur sitja uppi með of mikinn fastan kostnað Annað baráttumál á okkar borði er hvernig við stöndum vörð um hag ferðaþjónustubænda. Þeir sitja uppi með mikinn fastakostnað og nær engar tekjur af eignum sem byggðar hafa verið upp í tengslum við þeirra rekstur. Bændasamtökin hafa verið í viðræðum við Samtök ferðaþjónustunnar og einnig Samband íslenskra sveitarfélaga en þetta er málefni sem verður að leysa með framtíðarsýn og úrlausn sem skilar sér til lengri tíma. Þessi mál verða ekki leyst á einu rekstrarári. Enn og aftur skiptir samstaðan máli hvar sem við stöndum í rekstri. Það er því vel við hæfi að enda þennan pistil á hvatningarorðum til bænda um að skrá sig á Bændatorgið vegna félagsaðildar að Bændasamtökum Íslands. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.200 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Í heimsfaraldri sem orsakast hefur af útbreiðslu kórónavírus hefur daglegt líf fólks um allan heim gengið úr skorðum. Hefur því þurft að upphugsa nýjar leiðir til að framkvæma margt af því sem áður var gert án umhugsunar. Allt þetta hefur haft margvísleg áhrif á íslenskt þjóðfélag sem bæði valda skaða en geta líka orðið til góðs. Fréttamiðlar hafa ekki farið varhluta af þessu ástandi og öll höfum við heyrt af prentmiðlum sem bera sig illa vegna minnkandi auglýsingatekna. Þetta hefur víða leitt til samdráttar í útgáfu sem aftur hefur áhrif á prentiðnaðinn með tilheyrandi uppsögnum. Eðlilega hafa mörg fyrirtæki sem hafa þurft að loka sinni starfsemi vegna COVID­19 gripið til þess ráðs að skrúfa fyrir allan kostnað eins og kostur er og lokun á birtingu auglýsinga verður þá gjarn­ an eitt af úrræðunum. Í þessu fári hefur hins vegar komið í ljós að Bændablaðið nýtur sérstöðu sinnar á markaðnum. Þar hefur ekkert lát orðið á útgáfunni. Greinilegt er að góð dreifing og einstök tryggð lesenda og auglýsenda við blaðið er að fleyta þessum miðli í gegnum COVID ólgu­ sjóinn á undraverðan hátt. Fyrir það eru útgefendur, blaðamenn og annað starfsfólk Bændablaðsins afar þakklátt. Bændablaðið hefur haldið uppi útgáfu í 32 þúsund eintökum allan tímann í þessum faraldri með góðri dreifingu á höfuðborgarsvæðinu og um land allt. Eigi að síður hefur þurft að gera ýmsar tilhliðranir vegna lokana fyrirtækja og stofnana. Þar má t.d. nefna sundlaugar, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Við lokun þeirra vegna COVID­19 var gripið til þess ráðs að flytja þá mikilvægu dreifingu Bændablaðsins og bæta við upplag í matvöruverslunum. Nú þegar búið er að opna sundlaugarnar á ný fyrir gestum mun Bændablaðið fylgja tryggum lesendum sínum eftir og hefja á ný dreifingu á sundstöðum og íþróttahúsum. Sama má segja um aðra staði sem dottið hafa út úr dreifingarkerfinu vegna lokunar og eru smám saman að opna aftur. Ekki er hægt að útiloka að einhverjir hnökrar kunni að verða á meðan þjóðfélagið er að jafna sig, en við reynum að gera okkar besta. Það hefur verið afskaplega sérstakt að fylgjast með hvernig háttarlag fólks breytist þegar áföll dynja yfir. Það hefur sannarlega átt við í þessu COVID­19 fári. Við slíkar aðstæður virðist leysast úr læðingi náungakærleikur sem einhvern veginn gleymist þegar hjól atvinnulífsins eru á fullu og allir uppteknir við að taka þátt í gæðakapphlaupinu á harðahlaupum á eftir Mammoni. Íslendingar hafa upplifað alvarleg áföll nokkrum sinnum á liðnum áratugum og þar hafa verið mest áberandi áföll vegna snjó­ flóða sem valdið hafa gríðarlegu manntjóni sem og vegna eldgosa og sjóslysa. Þá hefur þjóðin staðið saman eins og einn maður og notið einstakrar góðvildar nágrannaþjóða. Þar er ein lítil þjóð sem staðið hefur upp úr og sýnt okkur Íslendingum síendurtekna vináttu af ótrúlegri rausn og gæsku. Þetta eru Færeyingar. Þessir einstöku frændur okkar hafa reynst okkur betur en nokkur önnur þjóð í veröldinni. Þetta mættum við Íslendingar hafa í huga þegar hugsað er um allan þann vanda sem skapast hefur vegna COVID­19. – Það væri því ekki úr vegi, að um leið og Íslendingar eru hvattir til ferða­ laga um eigið land í sumar að setja Færeyjar á blað sem fyrsta kost þegar opnast á ný fyrir ferðalög út fyrir landsteinana. Þannig gætum við sýnt þakklæti okkar í verki og nýtt tækifærið um leið til að kynnast betur þessum frábæru nágrönnum okkar og þeirra fallega landi. /HKr. Nýendurskoðaður samningur garðyrkjubænda Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun:Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is Reykhólar eru þekktir fyrir jarðhita svæðisins og hefur hann m.a. verið nýttur til hitaveitu og þurrkunar á þangi. Þar er líka að finna mikið og fjölskrúðugt lífríki. Jörðin Reykhólar var eitt af höfuðbólum Íslands og mikil hlunnindajörð vegna sjávarfangs og æðavarps. Margar eyjar fylgdu jörðinni. Þorgils Arason, goðorðsmaður á Vestfjörðum, varð fyrstur að byggja sér bæ á Reykhólum en hann var uppi á 11. öldinni. Reykhólar koma við sögu í mörgum fornsögunum og er ein þeirra frægustu um Grettir Ásmundsson og er hægt að finna mörg örnefni sem minna á veru hans á Reykhólum. En hann lét nú ekki vel af vistinni á Reykhólum. Sonur Björns ríka á Skarði, Þorleifur Björnsson hirðstjóri, bjó á Reykhólum á 15. öld. Það er upp úr 1970 að þorp myndast á Reykhólum. Kirkja hefur lengi verið á Reykhólum og þar hefur verið prestssetur síðan 1941. Mynd / Hörður Kristjánsson. ÍSLAND ER LAND ÞITT Landið lifnar Frá undirritun endurskoðaðs garðyrkjusamnings á dögunum. Mynd / TB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.