Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 202044 Alheimssamtök bænda, WFO, hafa sent stjórnvöldum aðildar­ landa sinna áskorun til að styðja við landbúnað í hverju landi fyrir sig til að tryggja að engar fjölskyldur þurfi að svelta á kórónu tímum eða eftir að þeir líða hjá. Einnig hafa þau farið af stað með alþjóðlega herferð sem snýr bæði að neytendum og framleiðendum, þar sem áhersla er lögð á minnstu og veikustu hlekkina í keðjunni. Hér verður farið yfir stöðuna hjá nokkrum aðildarlöndum samtakanna sem eru 71 talsins í dag. Það er engum blöðum um að fletta að Ítalir hafa farið einna verst út úr faraldrinum í Evrópu og þar með talinn landbúnaður í landinu. Aðalvandamál ítalskra bænda á þessum krísutímum er að útvega starfsfólk tímabundið við framleiðsluna en um milljón manns starfa árlega á Ítalíu á ákveðnum tímabilum við landbúnað, þar af eru um 400 þúsund erlendir verkamenn sem sjá um í kringum 25 prósent af matvælaframleiðslu landsins. Ítalskir bændur finna líka áþreifanlega fyrir minni útflutningi en stjórnvöld hafa ráðist í sérstaka herferð til að upphefja ítölsk matvæli erlendis eftir að margar afbókanir hafa borist erlendis frá. Ferðaþjónustubændur verða illa úti hér sem og annars staðar en um 79% fyrirtækja í þessum geira eiga erfitt uppdráttar. Kúabændur horfa fram á lækkandi verð á sínum afurðum ásamt ávaxta- og grænmetisbændum sem hafa misst 1/3 af sínum viðskiptum vegna lokana á hótelum, veitingastöðum og börum, sömu sögu má segja um vínframleiðendur sem horfa fram á algjört hrun bæði á Ítalíu og eins í útflutningi á sínum vörum. Lítil aðstoð við bændur í Úganda Enn sem komið er hafa fá smit greinst í Úganda í Afríku en bændasamtökin þar í landi hafa sett á fót öryggissjóð til að greina mismunandi þætti matvæla- og næringaröryggis þjóðarinnar nú og eftir heimsfaraldurinn. Þetta er gert til að samhæfa betur framleiðsluþætti, uppskeru, ferla, dreifingu ásamt sölu á matvælum í landinu og erlendis. Aðaláhyggjuefni í landbúnaði þar í landi er að um 40 prósent bænda höfðu ekki náð að planta fræjum áður en landinu var lokað vegna COVID-19 faraldursins. Einnig er fjárhagsstaða margra bænda mjög slæm og hafa þeir í raun í engin hús að venda þar sem bankastofnanir koma ekki til aðstoðar frekar en stjórnvöld. Bændur í Úganda eru sumir hverjir að missa húsdýr sín vegna hafta í ferðalögum dýralækna og víða er erfitt að verða sér úti um lyf fyrir dýrin. Ljósið í myrkrinu er þó að talið er að skortur verði á ávöxtum í Evrópu næstu þrjá mánuði og þar gætu bændur í Úganda framleitt fyrir þann markað og flutt út. Telja samtökin að eitt af því sem faraldurinn muni leiða af sér er að fólk verði enn frekar hvatt til að rækta meira heima hjá sér og nýta til þess alla mögulega staði eins og til dæmis húsþök. Lifa við fátæktar - mörk í Kambódíu Flestir bændur í Kambódíu lifa við fátæktarmörk og því hefur krísan haft mikil áhrif á greinina þar í landi. Helstu áskoranir hafa verið í því að bændur komast ekki líkt og áður á markaði til að kaupa fræ og önnur tæki til sinnar iðkunar. Bændurnir eiga erfitt með að selja vörur sínar sem þeir hafa oft og tíðum selt á mörkuðum sem nú eru lokaðir og því hefur innkoma margra þeirra fallið gríðarlega. Margir bændur í landinu búa á afskekktum svæðum og hafa ekki allir netsamband eða snjallsíma. Bændasamtökin þar í landi reyna að miðla upplýsingum til þeirra sem hægt er í gegnum nýtt upplýsingaapp en langt frá því allir hafa aðgang að því. Einnig hafa samtökin sent út sápur og sótthreinsiefni til sinna félagsmanna og vinna að því að koma á aðstoð við flutning á vörum frá bændum til viðskiptavina ásamt því að koma upp leigumiðlun með landbúnaðartæki. Ljóst er að þessi aðstoð verður ekki nægileg vegna fátæktar í landinu og biðla nú samtökin til stjórnvalda að koma á varanlegu beingreiðslu- og stuðningskerfi til þess að bændur geti áfram haldið sinni matvælaframleiðslu. Áhyggjuefni að fá nægilegt fólk til starfa Í Austurríki líkt og í flestum öðrum löndum er eftirspurn eftir erlendu verkafólki til starfa í landbúnaði og er það eitt helsta áhyggjuefni nú að fá inn rúmlega þrjú þúsund manns til starfa í ávaxta- og grænmetisræktinni. Flestir koma til starfa frá Austur- Evrópu og er það vandkvæðum bundið nú um mundir. Þetta hefur mest áhrif í garðyrkju- og ávaxtaræktinni en einnig fyrir sláturhúsin. Nú fer landið að sigla inn í vafasamasta tímann fyrir garðyrkjuna þar sem 50–70 prósent af ársveltunni fer í gegn frá miðjum mars fram í júní. Vegna ástandsins eru margar virðiskeðjur brotnar og í raun mikil óvissa um framhaldið. Kúabændur í landinu eru mjög áhyggjufullir vegna aðgangs að útflutningsmörkuðum eins og Ítalíu sem er meðal þeirra stærstu. Það sem hefur einnig áhrif er óregluleg sala þegar fólk byrjar að hamstra í búðunum. Austurrísku bændasamtökin hafa nú sett á fót vinnumiðlun fyrir bændur og fyrirtæki í landbúnaði til að létta á þessari alvarlegu stöðu og virðist sem það hjálpi eitthvað í gegnum versta skaflinn. /ehg Hvað er í boði fyrir ferðamenn? Verið velkomin í viðskipti Nýtt auglýsingapláss í Bændablaðinu beinir sjónum að fjölbreyttri ferðaþjónustu innanlands. Býður þú upp á gistingu, mat eða afþreyingu? Komdu þinni þjónustu á framfæri á auðveldan og hagkvæman hátt í Bændablaðinu. Auglýsingastjóri Bændablaðsins gefur nánari upplýsingar um birtingar í síma 563-0303 og netfangið gudrunhulda@bondi.is Þín auglýsing birtist í 32 þúsund eintökum Bændablaðsins sem kemur út á tveggja vikna fresti. Pakkatilboð: Birtingar í þremur tölublöðum Bændablaðsins á kr. 30.000 + vsk. Stærðin er 81 mm (breidd) x 40 mm (hæð). Við aðstoðum við uppsetningu ef þarf gegn vægu gjaldi. Bænda 4. júní UTAN ÚR HEIMI Amerísk matvæli beint í ruslið Kórónufaraldurinn hefur alvarlegar afleiðingar fyrir ameríska bændur sem eru vanir að selja í stóru magni til veitingastaða, hótela og skóla sem allt er lokað nú um mundir. Um 14 milljónum lítra af mjólk er daglega hellt niður, fleiri tonnum af eggjum er kastað í hverri viku og grænmeti er plægt aftur niður í jörðu. Nýjar áskoranir hafa beðið bænda og dreifingaraðila vestanhafs. Samkvæmt New York Times eru dæmi um að bóndi í Idaho hafi þurft að henda hálfu tonni af lauk á meðan sumir eggjabændur hafi fargað 750 þúsund eggjum á einni viku. Kúabændur verða sérstaklega illa úti enda ferskvara og venjan er að fleiri hundruð kýr séu á kúabúum í Bandaríkjunum. Eftirspurnin önnur í dag Margir halda að eftirspurnin sé svipuð og áður enda hefur Ameríkönum ekki fækkað en sú er ekki raunin. Sem dæmi keypti kaffihúsakeðjan Starbucks um 51 þúsund lítra af mjólk af mjólkursamlagi í Cleveland en um miðjan apríl var magnið komið niður í 17 þúsund lítra þriðja hvern dag. Til að byrja með reyndu mjólkursamlögin að geyma umframmjólkina en lagerplássið varð mjög fljótt yfirfullt. Ameríkanar eru vanir að borða úti að minnsta kosti einn dag í viku og þá fylgir gjarnan grænmeti með. Nú þegar flestir eru heima er ekki jafn rík áhersla á það alls staðar að hafa grænmeti með matnum. Þar að auki eiga milljónir Bandaríkjamanna erfitt fjárhagslega og þá eru margir sem hafa ekki grænmeti og ávexti í forgangi. Matvælabankar aldrei vinsælli Landbúnaðarráðuneytið í Flórída reiknar með að um 113 milljónir kílóa af tómötum muni enda sem jörð aftur en vandamálið er ekki skortur á mat heldur að maturinn er á einum stað en eftirspurnin á öðrum. Í Bandaríkjunum eru margir matvælabankar sem tryggja mat til fólks sem hefur ekki efni á að kaupa allan þann mat sem það þarf. Slíkir bankar reiða sig meðal annars á gjafir frá bændum og öðrum. Kórónakrísan hefur aukið eftirspurn fólks í matvælabankana um 70 prósent. Fræðilega séð væri hægt að fylla bankana af matnum sem annars er kastað en það eru því miður margir flöskuhálsar. Í sumum ríkjum eins og Kaliforníu og í Flórída er búið að stofna stafræna staði fyrir fólk að hittast á þar sem framleiðendur með offramboð geta fundið matvælabanka á sínu svæði og aðra sem þurfa mat en það eitt og sér nær ekki að leysa vandamálið með öllum þeim mat sem er hent. Bandaríska landbúnaðarráðuneytið hefur verið gagnrýnt fyrir sinnuleysi, meðal annars fyrir að vera seint til að kaupa umframvörur til fólks sem lifir við fátæktarmörk. /ehg - NRK Grænmeti ,sem ekki hefur verið hægt að uppskera vegna mannfæðar út af COVID-19 né koma á markað, hefur eyðilagst í stórum stíl á ökrum bænda í Bandaríkjunum. COVID-19 skapar fjölþætt vandamál í landbúnaði: Víðtækar áskoranir fyrir bændur um allan heim Innflytjendur að störfum í landbúnaði í Úganda. Mynd / UN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.