Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 13
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 2020 13
Atvinnuleysi í Svalbarðs
strandar hreppi samkvæmt
tölum frá Vinnumálastofnun
var 4,3% í mars síðastliðnum
og áætlað atvinnuleysi í apríl
er 8,4%. Til samanburðar var
atvinnuleysi í mars í fyrra
1,27% og 0,96% í apríl.
Á fundi sveitarstjórnar á
dögunum var lagt fram minn-
isblað frá sveitarstjóra, m.a.
með tillögum um viðspyrnu-
aðgerðir sveitarfélagsins vegna
COVID-19 faraldursins. Þá
hafa verið teknar saman upp-
lýsingar um breytingar á rekstri
sveitarfélagsins sem geta orðið
til lækkunar á útsvari, fasteigna-
gjöldum og samdrætti í úthlutun
Jöfnunarsjóðs. Þrjár sviðsmynd-
ir liggja fyrir en sú svartsýnasta
gerir ráð fyrir 15% samdrætti í
útsvari og öðrum tekjum og 10%
samdrætti í fasteignagjöldum og
framlagi Jöfnunarsjóðs, eða alls
60 milljónum króna. Stefnt er
þó að því að útkoman verði hag-
stæðari, eða að samdráttur nemi
um 30 milljónum króna.
Lágar langtímaskuldir
Svalbarðsstrandarhreppur er
ágætlega í stakk búinn til að
takast á við efnahagslegt áfall
sem hlýst af faraldrinum.
Langtímaskuldir sveitarfélags-
ins eru um 12 milljónir króna. Í
fundargerð kemur fram að mik-
ilvægt sé að vernda heimili og
fyrirtæki eins og kostur er og
hlúa að íbúum sveitarfélagsins,
velferð þeirra og andlegri líðan.
Sveitarstjórnin hefur því sett
saman tíu aðgerðir sem felast
annars vegar í áskorun til ríkis-
ins um sértækar aðgerðir og hins
vegar um vernd og viðspyrnu
sveitarfélagsins fyrir starfsemi
sína, íbúa og rekstraraðila.
Velferðarþjónusta efld
Hvað sértækar aðgerðir varðar er
skorað á ríkisvald að koma með
sveitarfélögum í stærri verkefni
eins og fráveitu, styðja við upp-
byggingu innviða sem nýtast bæði
íbúum og ferðamönnum, eins og
t.d. lagning göngu- og hjólastíga,
áningastaða og gönguleiðir.
Svalbarðsstrandahreppur hefur
frestað allt að þremur gjalddög-
um fasteignagjalda á íbúða- og
atvinnuhúsnæði, gjöld í leikskóla
hafa verið lækkuð í samræmi við
notkun þjónustu og áfram verður
matur í leik- og grunnskóla ókeypis.
Efla á velferðarþjónustu og byggja
upp gönguleiðir bæði innan og utan
þéttbýlis á Svalbarðsströnd.
Framkvæmdir við
leik- og grunnskóla
Þá má nefna að farið verður í viðhalds-
framkvæmdir, m.a. á húsnæði
Valsársskóla og við leikskólann
Álfaborg og einnig við útisvæði
skólanna. Útistofa verður sett
upp við báða skólana. Þá verður
hugað að umhverfi tjarna við vita
og Tjarnartún og það lagað. Réttin
verður endurnýjuð sem og fjall-
girðing.
Verkefni fyrir sumarstarfsmenn
verða m.a. við að eyða kerfli,
setja upp bekki og palla og minni
áningarstaði fyrir göngufólk.
/MÞÞ
ÓSKARSGATA 7 • 580 SIGLUFJÖRÐUR
SÍMI: 460 6900 • INFO@PRIMEX.IS • WWW.CHITOCARE.IS
H
U
GV
IT HRÁEFN
I
H
R E I N L E
IK
I
bl
ek
ho
nn
un
.is
bl
ek
ho
nn
un
.is
Svalbarðsstrandarhreppur:
Vel í stakk búinn til að takast á við efnahagslegt áfall
– Viðspyrnuaðgerðir í farvatninu
Svalbarðsstrandahreppur stendur
ágætlega og er vel í stakk búinn
að takast á við efnahagslegt áfall í
kjölfar COVID-19. Mynd / MÞÞ
Vinnuskóli Flóahrepps:
Starfræktur frá
8. júní til 24. júlí
Sveitarstjórn Flóahrepps hefur
samþykkt að vinnuskóli fyrir
nemendur í 8.–10. bekk í sveitar
félaginu verði frá 8. júní til 24.
júlí í sumar, eða í sex vikur frá
mánudegi til fimmtudags.
Ein vika verður frívika í sam-
ráði við flokksstjóra. Nemendur úr
7. bekk fá vinnu í 2 vikur í samráði
við flokksstjóra. Þá verður einnig
í boði vinnutengt úrræði í samráði
við verkefnisstjóra í málaflokki
fatlaðra á Suðurlandi fyrir íbúa í
Flóahreppi 16–18 ára. Flokksstjórar
í vinnuskólanum verða þær Kristín
Lilja Sigurjónsdóttir, Andrea Björk
Olgeirsdóttir og Ingibjörg Hugrún
Jóhannesdóttir. /MHH