Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 46
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 202046
LESENDABÁS
Matur er manns gaman
Matur tengir fólk saman. Sama
hvar maður drepur niður fæti í
heiminum er alltaf hægt að brydda
upp á samtali um mat því öll eigum
við það sameiginlegt að þurfa á mat
að halda og hafa meira að segja
töluverða ánægju af því að borða
hann.
Matvæli eru eitt af stóru
viðfangsefnum stjórnmálanna og
íslenskir stjórnmálamenn þurfa að
svara stórum spurningum um málefnið
s.s.: Hvaða skilyrði sköpum við
innlendum matvælaframleiðendum
og hvaða áhrif hefur framleiðslan
á umhverfið? Neytendur spyrja sig
spurninga á borð við: Hvaðan kemur
maturinn sem við borðum, hversu
hollur er hann, hvernig er hann
framleiddur og hvernig förum við
með matinn?
Baráttan gegn loftslags
breytingum er og verður eitt stærsta
mál samtímans. Við náum ekki
árangri í þeirri baráttu nema huga að
þætti matvæla og matvælaframleiðslu
í aðgerðum okkar. Íslenskir bændur
hafa tekið mikilvægt frumkvæði í
samtölum sínum við stjórnvöld
með því að setja loftslagsmál og
kolefnishlutleysi á dagskrá. Það
sama má segja um forsvarsmenn
í íslenskum sjávarútvegi sem hafa
sýnt metnað í þessum málefnum.
Huga þarf að öllum þáttum tengdum
matvælum til að unnt verði bæði að
draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
og binda meira kolefni. Allt
frá því hvernig framleiðslu hjá
frumframleiðanda er háttað að því
hvernig framreiðslan á matarborð
fjölskyldunnar er skipulögð.
Það skiptir t.d. máli að draga úr
matarsóun, að auka lífræna ræktun og
að draga úr flutningum með matvæli
milli heimshluta. Þá mun það einnig
skipta máli að neyta meira grænmetis
og minna kjötmetis til að sporna gegn
loftslagsbreytingum.
Hér á Íslandi eigum við mikla
möguleika á að rækta mun meira
grænmeti en við gerum í dag,
bæði með ylrækt og í útiræktun. Í
nýundirrituðu samkomulagi ríkisins
við garðyrkjubændur er sett fram
metnaðarfullt markmið um 25%
aukningu á framleiðslu íslensks
grænmetis fram til ársins 2023.
Tækifærin í garðyrkju eru fjölbreytt
og ótrúlega spennandi en nýting
tækni og gervigreindar mun skipta
sköpum og ég hlakka til að fylgjast
með bændum og frumkvöðlum á
þessu sviði á næstu árum.
Lýðheilsusjónarmið eru einnig
mikilvæg í allri stefnumótun
okkar um matvælaframleiðslu
og neyslu. Löngu hefur verið
sýnt fram á tengsl mataræðis og
heilsu. Þar er hollustan lykilatriði.
Innlend matvælaframleiðsla nýtur
um margt sérstöðu, ekki síst
vegna lítillar sýklalyfjanotkunar
í íslenskum landbúnaði, sem er
með því minnsta sem gerist. Til
að mynda er sýklalyfjaónæmi í
kjúklingum minnst hér á landi
miðað við önnur Evrópulönd,
samkvæmt Matvælaöryggisstofnun
Evrópusambandsins. Íslenskir
bændur hafa staðið vaktina, bæði
þegar kemur að sýklalyfjanotkun
og notkun ýmissa annarra efna,
þannig að við eigum heilnæma
matvælaframleiðslu á Íslandi.
Sama má segja um íslenskar
sjávarafurðir en MSCvottun
íslenskra sjávarafurða var mikið
framfaraskref en hún snýst um
sjálfbærni fiskveiða.
Ýmislegt má þó gera til viðbótar.
Á Íslandi eigum við mikil tækifæri
til að efla og auka lífræna ræktun.
Þar liggja bæði miklir möguleikar
til aukinnar kolefnisbindingar og til
fjölbreyttrar framleiðslu á lífrænum
landbúnaðarvörum. Þar má gera
betur í stuðningskerfi hins opinbera.
Umbúðir á innlendum matvælum
eru líka að taka breytingum núna
en margir kjósa matvæli sem ekki
eru innpökkuð í plast. Það er ástæða
til að fagna þeim nýmælum sem
við höfum séð á þeim vettvangi
að undanförnu en eigi að síður má
gera betur. Þá liggja mikil tækifæri í
auknum upprunamerkingum og með
samstarfi bænda og verslunarmanna
mætti leggja mun meiri áherslu á
merkingar þannig að neytendur eigi
skýrt val og hafi skýra vitneskju
um uppruna matvælanna. Sama má
segja um sjávarútveginn.
Bæta þarf öflun gagna
og upplýsinga um innlenda
matvælaframleiðslu og neyslu.
Til að mynda er mikilvægt að
hafa áreiðanlegar upplýsingar
um matarsóun til þess að skilja
vandamálið og geta brugðist við því.
Nýleg rannsókn Umhverfisstofnunar
bendir til þess að hver einstaklingur
sói 90 kílóum af mat árlega.
Matarsóun íslenskra heimila ætti
samkvæmt því að vera sambærileg
við það sem þekkist í öðrum
Evrópulöndum þar sem um þriðjungi
matvæla er sóað. Það er eins og að
fara út í búð, kaupa þrjá poka af
mat og henda einum á gangstéttina
fyrir utan búðina! Þó við gerum ekki
annað en að draga úr þessari óþörfu
sóun leggjum við mikilvægt lóð á
vogarskálarnar í baráttunni gegn
loftslagsvánni. Þá er mikilvægt
að allir hafi raunverulegt aðgengi
og val um hollan og góðan mat á
viðráðanlegu verði – þar skiptir
öflugur stuðningur stjórnvalda við
matvælaframleiðslu máli.
Á þessu kjörtímabili hafa stór
skref verið stigin. Búvörusamningar
hafa verið endurskoðaðir og þar
er nú í fyrsta sinn fjallað um
loftslagsmál. Framlög til innlendrar
garðyrkju voru aukin um fjórðung
í nýjum garðyrkjusamningi sem
skapar ótrúleg ný tækifæri í þeim
geira. Og nú nýlega var kynntur
nýr Matvælasjóður sem ætlað er að
efla nýsköpun og þróun í innlendri
matvælaframleiðslu en Alþingi hefur
samþykkt að hálfur milljarður renni
í þennan sjóð á þessu ári. Hann getur
orðið mikilvægur til að tryggja að
innlend matvælaframleiðsla þjóni
loftslagsmarkmiðum og til að skapa
ný verðmæti við framleiðslu, vinnslu
og markaðssetningu matvæla úr
landbúnaði og sjávarútvegi.
Framtíð íslenskrar matvæla
framleiðslu er björt. Ný
matvælastefna verður kynnt
á næstunni og nú þegar hafa
stjórnvöld sýnt einbeittan vilja
í verki til að tryggja innlenda
matvælaframleiðslu, til hagsbóta
fyrir almenning og umhverfi.
Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir.
Árið 2019 hófust greiðslur vegna
tjóns af völdum álfta og gæsa skv.
reglugerð 1260/2018 um almenn-
an stuðning við landbúnað.
Ákvörðun framkvæmdanefndar
búvörusamninga frá því í nóv-
ember 2018 náði til tveggja ára,
og því verður sama fyrirkomulag
fyrir árið 2020.
Þótt stórir gæsaflotar sjáist nú
í túnum víða um land, þá hafa
engar tjónaskýrslur ennþá skilað
sér inn í Bændatorgið fyrir árið
2020. Í fyrrnefndri reglugerð segir
að „framleiðendur skuli skila inn
rafrænni tjónaskýrslu um leið og
tjóns verði vart í opinbert skrán
ingakerfi, þó eigi síðar en 20.
október á því ári sem tjón verður“.
Eftir að tjón hefur verið tilkynnt
fá úttektaraðilar tilkynningu og
skulu þeir taka út tjón í samræmi
við 14. gr. reglugerðarinnar og
samninga við atvinnuvega og
nýsköpunarráðuneytið.
Það er mjög brýnt að þeir
bændur sem verða fyrir tjóni af
völdum ágangs álfta og gæsa
tilkynni strax þegar tjóns verð
ur vart á þeirra ræktarlandi. Ef
langur tími líður frá tjóni og
fram að tilkynningu getur verið
mjög erfitt að meta umfang
tjónsins og ekki víst að tjóna
skýrslan uppfylli þær kröfur sem
gerðar eru varðandi greiðslur í
reglugerðinni og samningum við
úttektarmenn.
Að lokum er vert að minnast
á að skráning bænda eru einu
gögnin sem stjórnvöld og stofn
anir hafa til að átta sig á umfangi
tjóns af völdum álfta og gæsa. Ef
bændur eru duglegir við að skrá
inn tjón er það til þess fallið að
varpa ljósi á vandann og styðja
við frekari aðgerðir. Mjög erfitt
er að rökstyðja aðgerðir þar sem
engin gögn liggja að baki. Út frá
skráningu síðustu ára mætti ætla
að vandamálið sé ekki stórt, en
margir eru því sjálfsagt ósammála.
Bjarni Jónasson
Áríðandi upplýsingar
varðandi tjón á túnum
Bjarni Jónasson.
Vélfang komið með umboð fyrir Schäffer
liðléttinga og hjólaskóflur
Vélfang ehf. mun framvegis
sjá um sölu og þjónustu
við Schäffer liðléttinga og
hjólaskóflur á Íslandi. Er þetta
samkvæmt samkomulagi sem
gert hefur verið við Schäffer
Maschinenfabrik GmbH.
Eyjólfur Pétur Pálmason, for
stjóri Vélfangs, segir þetta stór
tíðindi fyrir fyrirtækið.
„Schäffer bætist nú við
gríðarsterka flóru vörumerkja og
verður eitt af stóru vörumerkjunum
ásamt Fendt, Claas, JCB, Kuhn og
Kverneland. Vélfang hefur þegar
hafið sölu á varahlutum og tækjum
og eru fyrstu vélarnar á leiðinni til
landsins.
Schäffer var fyrsti liðlétt
ingurinn sem kom til landsins á
sínum tíma og á sér gríðarstóran
viðskiptavinahóp á meðal bænda
og verktaka á Íslandi. Vélar sem
oft eru kallaðar „liðléttingar“ eru
litlar hjólaskóflur með og án skot
bómu, notaðar við ýmsar aðstæður
t.d. í landbúnaði, landslagsgerð,
hellulögnum og annarri jarðverk
töku. Allt frá minnstu vélum (1.400
kg) upp í liðstýrðar hjólaskóflur með
skotbómu sem vega allt að 13.000
kg.
Schäffer var stofnað 1956
Schäffer Maschinenfabrik GmbH
er einn af stærstu framleiðendum á
litlum og meðalstórum hjólaskóflum
í heiminum í dag. Fyrirtækið var
stofnað af Heinrich Schäffer árið
1956 og var heygaffall á dráttarvélar
fyrsta framleiðsluvara fyrirtækisins.
Kom gaffallinn á markað 1960.
Fyrsti liðléttingur fyrirtækisins
kom fram á sjónarsviðið 1979. Það
var Shäffer D25 og var sá fyrsti
sinnar tegundar með vökvadrifi og
hraðtengi. Var þetta vendipunktur í
starfsemi fyrirtækisins.
Schäffer er í dag með gríðarlega
breytt vöruúrval og er þekkt fyrir
nýjungar og að laga sig að þörfum
markaðarins. Schäffer hefur sett
sér það markmið að smíða bestu
liðléttingana og þá skipta gæðin
öllu máli sem og áreiðanleiki,
ending og lágur rekstrarkostnaður.
Þá er hvert tæki smíðað með
notkunarmöguleika, öryggi og
þægindi ökumanns að leiðarljósi.
Vélfang ehf. stofnað árið 2004
Vélfang ehf. var stofnað árið 2004
og er sölu og þjónustufyrirtæki fyrir
vélar og búnað á sviði landbúnaðar
og jarðverktöku. Fyrirtækið er með
starfsstöðvar bæði í Reykjavík
og Akureyri og flutti nýlega í
stórglæsilegt húsnæði á Óseyri 8
á Akureyri.
„Við hjá Vélfangi hlökkum til
að takast á við þetta verkefni og
bjóðum eigendur Schäffer velkomna
til okkar á Gylfaflötina í Reykjavík
og nýja starfsstöð okkar á Óseyri 8
á Akureyri,“ segir Eyjólfur Pétur
Pálmason. /HKr.
Schäffer liðléttingur að störfum.
LÍF&STARF
Bænda
4. júní
2,2%
5,2%
9,1%
5,8%
19,0%
21,9%
41,9%
0,0%
5,0%
10,0%
15,0%
20,0%
25,0%
30,0%
35,0%
40,0%
45,0%
Mannlíf Viðskiptablaðið DV Stundin Morgunblaðið Fréttablaðið Bændablaðið
Prentmiðlar - meðallestur á landsbyggðinni