Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 63
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 2020 63
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
hefur sent frá sér ályktun þar
sem hún hvetur stjórnvöld
og landsmenn alla að taka
fæðuöryggi þjóðarinnar
föstum tökum. Ályktunin er
svohljóðandi:
„Fæðuöryggi er skilgreint
sem stöðugur aðgangur allra
að nægilegum, öruggum og
næringarríkum mat til að mæta
næringarþörfum sínum. Það er
aðeins nú síðustu öldina sem
fæðuöryggi Íslendinga hefur verið
nokkuð stöðugt, en aldirnar á
undan varð reglulega mannfellir
vegna hungursneyða. Sú jákvæða
breyting sem varð á fæðuöryggi
landsmanna á 20. öldinni byggir á
byltingu í landbúnaði, sjávarútvegi
og samgöngum, almennt batnandi
efnahag þjóðarinnar, auknu frelsi í
viðskiptum milli ríkja, ásamt fleiru.
Þetta virðast sjálfsagðir hlutir þegar
fólk þekkir ekki annað, en þegar vá
steðjar að, sem vegur að einhverjum
þessara þátta, er fólk minnt á að
fæðuöryggi er ekki sjálfgefið.
Þá koma oft fram yfirlýsingar
um að hlúa þurfi að innlendri
matvælaframleiðslu, tryggja
flutningsleiðir og birgðahald. Um
leið og váin er afstaðin virðist
þetta þó oft gleymast. Á Íslandi er
og hefur afkoma sumra búgreina
lengi verið óörugg og á þolmörkum.
Ábyrgð neytenda er mikil en
stjórnvöld leggja línurnar.“
Bændur og fæðuöryggi
Í niðurlagi ályktunnar segir orðrétt:
„Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
vill skora á stjórnvöld að tryggja
til framtíðar þá grunnþætti er
mestu skipta varðandi fæðuöryggi
þjóðarinnar. Þar má nefna
eignarhald á jörðum, varðveislu
ræktunarlands, tollvernd sem
heldur, og almenna þekkingu og
viðurkenningu á hæfi mismunandi
landgerða til mismunandi landnota,
ekki síst matvælaframleiðslu.
Tryggja þarf afkomu bænda til að
í framtíðinni verði einhverjir til að
framleiða þau matvæli sem þjóðin
þarf og hægt er að framleiða hér.
Annað er ábyrgðarleysi gagnvart
komandi kynslóðum og þegar
allt er rakið til enda hvort sem
er kolefnisspor, virðisaukandi
afleiðingar, sjálfbærni, byggðamál
eða búmannleg hugsun er það hið
rétta enda landbúnaður styrktur og
tollverndaður hjá flestum þjóðum
heims. Stuðla þarf að aukinni
fjölbreytni í matvælaframleiðslu,
meðal annars með því að styðja
við ylrækt, garðyrkju og kornrækt.
Miklir vannýttir möguleikar eru
varðandi nýtingu íslensks korns
bæði í manneldi og búfjárrækt. Í
ylræktinni eru frábær tækifæri til að
nýta hreinar orku- og vatnsauðlindir
til að framleiða úrvals matvæli og
blóm sem gleðja. Á sama tíma
þarf að nýta styrkleika Íslands
til grasræktar, sem undirstöðu
nautgripa- og sauðfjárræktar. Öll
viljum við að lífsgæði okkar séu
og verði sem mest, til að svo verði
þurfum við að lifa á því sem landið
gefur okkur á sjálfbæran hátt og
vera stolt af því.“ /MHH
Bænda
4. júní
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
RÚÐUR Í
DRÁTTARVÉLAR
FRÁBÆR VERÐ
John Deere
Zetor
Case IH
McCormick
Steyr
Claas
Ford
Fiat
New Holland
Deutz-Fahr
Massey Ferguson
Glerárgata 34b við Hvannavelli • S 461 1092 • asco.is
OKKAR ÆR OG KÝR
— STARTARAR OG ALTERNATORAR —
Veermier
jarðvegsfræsari
Getur fræst niður
á 70 cm dýpi.
Nánari upplýsingar
í s. 892-0364.
Náttúruperla í höfuðborginni
Superior herbergi á 9.900,-
kriunes@kriunes.is
567-2245
www.kriunes.is
Nýtt auglýsingapláss í Bændablaðinu beinir sjónum að fjölbreyttri
ferðaþjónustu innanlands. Býður þú upp á gistingu, mat eða
afþreyingu? Komdu þinni þjónustu á framfæri á auðveldan og
hagkvæman hátt í Bændablaðinu.
Sími 563-0303 - gudrunhulda@bondi.is
Hvað er í boði fyrir ferðamenn?
Listakot Dóru - Vatnsdalshólum
Opið laugardag - mánudags kl. 12-17 í sumar.
Aðra daga eftir samkomulagi.
Sími 864-2290
www.facebook/Listakot Dóru
Við bjóðum upp á gistingu með eldhúsaðstöðu og ís sem
framleiddur er úr okkar eigin mjólk.
Sjáumst í sumar!
Gistiheimilið Skútustöðum og Skútaís
eru lítil fjölskyldurekin fyrirtæki við Mývatn.
Fyrir frekari upplýsingar
info@skutustadir.is
isgerdinskutais@gmail.com
og á Facebook.
FERÐAÞJÓNUSTA
Frábær ódýr jeppi
í útileguna
Hyundai Terracan, beinskiptur,
turbo Dísil 163 hestöfl,
4x4 hátt og lágt drif.
Með krók og tengi.
Nýbúið að taka mikið í gegn
á verkstæði og nýskoðaður.
Nýtt í bremsum, allir spíssar nýir,
nýjar hjólalegur að framan.
Góð vetrardekk fylgja.
Nýlega smurður.
Ekinn 216 þús. km,
ný tímareim í 204 þús.
Upplýsingar gefur Jón Albert
í síma 662-3061
Atvinna
Barnfóstra/barnapía óskast á heimili
í Fljótshlíð í sumar til að aðstoða
við umönnun eins árs þríbura. Við-
komandi þarf að hafa reynslu af
umönnun barna. Meðmæli æskileg.
Starfið er eingöngu tímabundið, eða
frá lok maí til lok ágúst (möguleiki á
að það gæti orðið fram í septem-
ber). Viðkomandi getur fengið her-
bergi á staðnum. Umsókn sendist á
nanna@peturs.net. Nánari upplýs-
ingar er hægt að fá í síma 823-9384.
Starfskraftur með áhuga á lífrænni
garðyrkju óskast í gróðrarstöðina
Reykjalund í Grímsnesi, tvo daga
í viku. Reynsla af sveitastörfum
kostur. Uppl. í síma 663-5906.
Óska eftir starfskrafti á sauðfjárbú
á Norðurlandi sem fyrst. Óskandi
væri að starfskrafturinn kæmi af
norðanverðu landinu. Nánari uppl.
í s. 452-4487.
Hæ ég heiti Hilmir, ég er að verða 17
ára og bráðvantar vinnu á sveitabæ.
Ég er vanur. Upplýsingar í síma hjá
mömmu (Stínu) 867-9481.
Ráðskona óskast. Ráðskona
óskast á heimili í Fljótshlíð í sumar.
Viðkomandi þarf að geta sinnt öllum
almennum heimilisstörfum eins og
þrifum og eldamennsku. Bílpróf
og meðmæli æskileg. Starfið er
eingöngu tímabundið, eða frá lok maí
til lok ágúst (möguleiki á að það gæti
orðið fram í september). Viðkomandi
getur fengið herbergi á staðnum.
Umsókn sendist á nanna@peturs.
net. Nánari upplýsingar er hægt að
fá í s. 823-9384.
Jarðir
Óskum eftir að kaupa jörð. Margt
kemur til greina en nauðsynlegt að
ræktunarskilyrði séu góð. Eiríkur, sími
862-9044 og eirikurkg@yahoo.com
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar:
Nauðsynlegt er að huga að
fæðuöryggi þjóðarinnar