Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 202030 ÍSLAND ER LAND ÞITT Ferðaþjónustubændur skoða hvað hægt sé að gera í ferðaþjónustu í skugga COVID-19: „Menn eru að reyna að átta sig á hvað búi í íslenska markaðnum“ – segir Sölvi Arnarsson, formaður stjórnar Félags ferðaþjónustubænda Sölvi Arnarsson, ferðaþjónustu­ bóndi í Efstadal í Bláskógabyggð, situr í viðbragðsteymi Bænda­ samtaka Íslands. Þar er m.a. verið að skoða hvað hægt sé að gera í ferðaþjónustu í sveitum landsins til að fást við nær algjört hrun í ferðamennsku vegna COVID­19. Auk fjárhagsvanda sem stafar af stöðnun á tekjuinnstreymi, þá þurfa ferðaþjónustubændur nú nær alfarið að reiða sig á íslenska ferðamenn í sumar. „Menn eru að reyna að átta sig á hvað búi í íslenska markaðnum og hvað íslenskir ferðamenn eru tilbúnir að gera. Í okkar félagsskap, Félagi ferðaþjónustubænda, þá hafa gestirnir undanfarin ár verið að 99% hluta erlendir ferðamenn. Á meðan þeir eru ekki að koma er róðurinn afar þungur og greinin er í rauninni stopp í augnablikinu,“ segir Sölvi, sem jafnframt er formaður stjórnar Félags ferðaþjónustubænda. Tilbúin til að taka á móti gestum en vilja fara varlega Hann segir að opnun landamæra Íslands fyrir komu ferðamanna með ákveðnum skilyrðum veki vissulega vonir, en þar verði menn líka að horfa raunsætt á málið. „Ferðaskrifstofur hafa haldið að sér höndum, en verið tregar til að afbóka alveg strax þær pantanir sem fyrir lágu í von um að úr ræt­ ist. Enn eru margir af okkar félags­ mönnum því með mikið gistipláss frátekið fyrir sumarið. Ég held að við þurfum samt að vera svolítið raunsæ. Ef maður lítur bara í eigin barm, þá myndi maður ekki hafa ánægju af því að ferðast eins og er meðan maður þarf mögulega að lúta sóttkví eða öðrum takmörkunum. Tíminn mun bara leiða það í ljós hvað fólk er tilbúið til að gera. Við erum allavega opin og tilbúin til að taka á móti gestum þó við viljum alls ekki fá eitthvert bakslag í þess­ um faraldri. Ég held að flestir séu farnir að undirbúa sig undir að þetta verði ónýtt ár fyrir ferðaþjónustuna og farnir að horfa á næsta ár. Við erum öll að hugsa á þann hátt að fara var­ lega í þessum efnum svo við töpum ekki því trausti sem við höfum verið að byggja upp.“ Glíma við afleiðingar tekjuhruns Sölvi segir stöðuna einnig graf­ alvarlega þegar litið er á fjárhags­ hliðina. Fjölmargir hafi verið að byggja upp og séu því mjög skuld­ settir. „Það er um 90–95% tekjuhrun hjá hótelum og gististöðum innan raða ferðaþjónustubænda. Eitt af því sem Félag ferðaþjónustubænda setti í gang var samstarf við Ráðgjafarþjónustu landbúnaðarins (RML) um að fá þaðan fjármála­ ráðgjöf. Lögð var áhersla á að menn leituðu allra þeirra leiða í ráðgjöf sem í boði eru. Þar er RML með putt­ ann á púlsinum og vita hvað hægt er að gera og hvernig á að standa að hlutunum. Við höfum því bent okkar félagsmönnum á að nýta sér þá aðstoð sem er gríðarlega mikilvæg. Margþætt úrræði „Úrræðin eru vissulega margþætt og stjórnvöld fá toppeinkunn frá mér fyrir hvernig tekið hefur verið á málum.“ Fasteignagjöld eru eitt af stóru málunum „Innan viðbragðsteymis BÍ hefur verið rætt hver aðkoma sveitar­ félaganna gæti verið, fasteignagjöld eru eitt af stóru málunum innan ferðaþjónustunnar sem ekki hafa enn verið leyst. Gríðarlega stór gjaldaliður sem ferðaþjónustan þarf að greiða meðan engar eru tekjurnar, að fresta greiðslum er ekki endanleg lausn fyrir okkur. Formaður BÍ, Gunnar Þorgeirs­ son, standur þétt við bakið á ferða­ þjónustubændum að lausn finnist, því þar þarf að gera eitthvað svo ekki fari illa. Þetta þarf að vera samvinna milli sveitarfélaganna og ferðaþjón­ ustunnar því hagsmunir beggja eru í veði. Auðvitað er þetta sárt og vont að kljást við þetta þegar við eigum að vera að detta inn í aðal ferðamanna­ tíma ársins. Við erum samt vön að takast á við áföll og að kljást við alls konar storma. Því munum við fást við þennan vanda eins og allt annað.“ Hey Ísland með mikla reynslu að baki Sölvi telur gott samstarf meðal ferða­ þjónustubænda um leiðir til að fást við vandann. Þá séu bændurnir stór hluthafi í ferðaskrifstofu sem heitir Hey Ísland, eða Hey Iceland og var áður Ferðaþjónusta bænda hf. Fyrirtækið var stofnað í júlí 1991, en forsaga fyrirtækisins nær þó allt aftur til ársins 1965 þegar erlendum ferðamönnum var fyrst boðið að dvelja á íslenskum sveitaheimilum gegn gjaldi. Nýja vörumerkið „Hey Ísland“ var tekið í notkun 2016. „Þar innandyra er gríðarlega mikil reynsla, undir stjórn Sævars Skaptasonar framkvæmdastjóra vinn­ ur fólk með gríðarlega mikla reynslu og hefur staðið í framlínunni í ára­ tugi. Á bak við þetta eru um 150–160 bæir ferðaþjónustubænda um allt land og við stöndum þétt að baki því söluneti sem við eigum þar. Þessir staðir eru að tala saman og leita leiða til að takast á við þann vanda sem við erum nú í. Mikilvægasta skrefið núna í átt að bata er að ferðaþjónustubændur hópist saman í kringum bókunarkerfi Hey Ísland með því að auka framboð­ ið og ekki síður að tengjast Travia til að raunframboð sé aðgengilegt á hverjum degi inn á heyiceland.is.“ – Er samt ekki töluverð hætta á að einhverjir fari illa út úr þessu fjárhagslega? „Ég held að þetta komi til með að rista djúpt hjá öllum sem eru í ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan í heild sinni var búin að spenna bogann alla­ vega til hálfs og þegar það verður tekjuhrun, þá er hálft kannski bara of mikið.“ Bændur vanir að takast á við svona hluti „Það vill þó til að ferðaþjónustu­ bændur eru margir hverjir í blönd­ uðum búskap og hafa þannig dreift áhættunni sem hjálpar vissulega til. Margir eru t.d. í sauðfjárrækt, nautgriparækt eða hrossarækt. Ég vona að allir mínir félagsmenn standi þennan storm af sér. Ef einhverjir eru vanir að takast að við svona hluti, þá eru það bændur,“ segir Sölvi Arnarsson. /HKr. Sölvi Arnarsson. Mynd / HKr. Stjórn Félags ferðaþjónustubænda, talið frá vinstri: Friðbjörg Matthíasdótt- ir, Karl Jónsson, Einar Þór Jóhannsson, Sölvi Arnarsson og Arna Björg Bjarnadóttir. Styrkur til að smíða flotbryggju í Drangey Drangeyjarferðir ehf. hafa fengið úthlutað 13 milljónum króna í styrk sem nýta á til að smíða og styrkja flotbryggju í Drangey. Styrkurinn fékkst úr Framkvæmdasjóði ferðamanna­ staða. Bryggjan sem fyrir var brotnaði í óveðri og þarf að styrkja hana á ýmsan máta, setja niður festur þannig að haldi, steypa undir við­ legukant sem fyrir er og styrkja. Smíða landganga bæði frá flot­ bryggju og einnig frá viðlegukanti, einnig að setja upp handrið til að tryggja öryggi ferðalanga. Verkefnið er þannig mikilvægt öryggisverkefni á sögufrægum og áhugaverðum ferðamannastað, en styrkurinn er veittur með því skilyrði, að tryggt sé óhindrað aðgengi allra að flotbryggjunni. /MÞÞ Drangey. Mynd / HKr. Fram hafa komið hugmyndir um að hanna og byggja upp heitar laugar og sjóböð við Hólanes á Skagaströnd. Málið var til umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar nýverið. Kostnaðaráætlun upp á 5,6 milljónir króna liggur fyrir en hún er vegna forgreiningar og húsrýmisáætlunar vegna verkefnsisins. Sveitarfélagið Skagaströnd hefur síðustu misseri unnið að upp­ byggingu ferðaþjónustu meðal annars með þátttöku í Cruise Iceland með það fyrir augum að fá skemmti­ ferðaskip til þess að koma við á Skagaströnd, að því er fram kemur á vefnum huni.is. Þar er einnig haft eftir sveitarstjóra, Alexöndru Jóhannesdóttur, að nauðsynlegt þyki að styrkja innviði ferðaþjónustunnar og laða að ferðamenn, bæði erlenda og innlenda. Heitar laugar og sjóböð ættu að skapa aðdráttarafl bæði fyrir Skagaströnd og eins fyrir fjórðunginn í heild. Verkefnið er á frumstigi, en næstu skref eru að gera forkönnun á aðstæðum og húsrýmisáætlun fyrir væntanleg mannvirki til að fá betri sýn á umfang þess. /MÞÞ Skagaströnd Hugmyndir um heitar laugar og sjóböð við Hólanes Skagaströnd. Heitar laugar og sjóböð við Hólanes ættu að skapa aðdráttarafl bæði fyrir Skagaströnd og eins fyrir fjórðunginn í heild. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.