Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 17
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 2020 17 Vangaveltur um brottkast til sjós þekkjast víðar en á Íslandi. Rannsóknir á veiðum við Bretlandseyjar benda til að þús- undum tonna af fiski sé hent í sjó- inn í Norðursjó og við Skotland á hverju ári. Mest er brottkastið sagt vera á undirmálsfiski sem meðal annars veiðist í net með ólöglega og allt of smáa möskva. Samkvæmt lögum Evrópusambandsins er allt brottkast á fiski bannað og allur afli talinn til kvóta. Talið er að á síðasta ári hafi um 10,5 þúsund tonnum af þorski og ýsu verið varpað ólöglega í sjóinn við Bretlandseyjar og er það meðal annars stutt af því að lítill sem enginn undirmálsfiskur berst að landi og er skráður sem afli fiskiskipa sem veiða nálægt uppeldisstöðvum fiska. /VH Reykir ber með sér ljúfan birkireykjarilm og hefur kröugt eirbragð. Greir hefur milt bragð og auelsmjúka áferð sem er er að standast. Feykir hefur fengið að þroskast í 12 mánuði sem gefur honum einstakt bragð og áferð. Reykir Feykir Greir NYTJAR HAFSINS Samkvæmt lögum Evrópusambandsins er allt brottkast á fiski bannað og allur afli talinn til kvóta. Bretland: Þúsundum tonna af fiski hent Lífríki hafsins er fjölbreytt og annað slagið finnast áður óþekktar tegundir í sjónum. Það er þó sjaldgæft að menn finni stórar tegundir fiska sem ekki hafa verið greindar áður Íbúar í Suðaustur-Ástralíu hafa í talsverðan tíma verið að veiða og borða fisk, sem sagð- ur er vera bragðgóður, sem þar til fyrir skömmu hefur ekki verið vísindalega greindur til tegunda. Fiskurinn sem um ræðir hefur manna á meðal gengið undir heitinu rockcod en líkist frem- ur karfa en þorski. Fiskurinn vakti fyrst athygli þegar sjó- maður sendi áströlskum fiski- fræðingi mynd af fiskinum til greiningar sem hann þekkti ekki. Við nánari leit fann fiski- fræðingurinn eintak af fiskinum á fiskmarkaði við Brisbane. Í dag hefur tegundin fengið latínuheitið Epinephelus fusco- marginatus og sagt að búsvæði hennar sé við Kóralrifið mikla út frá strönd Queensland á um 220 metra dýpi. /VH Ástralía: Óþekkt fisktegund í matinn Epinephelus fuscomarginatus. Leiðangurinn er skipulagður af vinnuhóp á vegum Alþjóðahaf­ rannsókna ráðsins. Hafrannsóknastofnun: Kannar vistfræði Austurdjúps Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt fyrir skömmu af stað í fjöl- þjóðlegan leiðangur til að kanna vistfræði Austurdjúps. Eitt af meginmarkmiðum verkefnisins er að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og annarra uppsjávartegunda í Austurdjúpi og á austur- og norðausturmiðum. Í tilkynning frá Hafrannsókna- stofnun segir að þessu til við- bótar verði ástand vistkerfisins kannað, meðal annars hitastig og magn átustofna. Leiðangurinn er skipulagður af vinnuhóp á vegum Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Auk rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar, taka rannsóknarskip frá Noregi, Færeyjum, Danmörku og Rússlandi þátt í verkefninu. Leiðangurinn hefur verið far- inn árlega síðan 1995 og gefa niðurstöður mikilvæga tímaröð bergmálsmælinga sem notaðar eru við stofnmat og veiðiráðgjöf norsk-íslenska síldarstofnsins innan Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Leiðangurinn hefur verið farinn árlega síðan 1995 og eru niðurstöð- ur nýttar við gerð stofnmats fyrir norsk-íslenska síld. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.