Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 20208 Landssamband kúabænda efnir til myndasamkeppni á samfélagsmiðlum í sam starfi við Mjólkur­ samsöluna í tilefni af alþjóðlega mjólkur deg­ inum (e. World Milk Day) sem haldinn er hátíðlegur víða um heim 1. júní næst­ komandi. Eru bændur og aðrir fullorðnir sem börn hvattir til að birta skemmtilegar og áhugaverðar myndir og myndbönd sem tengj- ast íslenskri mjólk og mjólkurframleiðslu á sam- félagsmiðlum og merkja þær #DrekkumMjólk og #WorldMilkDay til að taka þátt. „Með samkeppninni viljum við veita innsýn í lífið í sveitinni og íslenska matvælaframleiðslu á skemmtilegan og sem fjöl- breyttastan hátt,“ segir Margrét Gísladóttir, fram- kvæmdastjóri LK. Dómnefnd mun velja bestu innsendu myndirnar eða myndböndin mánu- daginn 2. júní og verða veitt vegleg verðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Hægt er að birta efni á Facebook, Instagram, Twitter og Tiktok og þarf reikningurinn að vera opinn svo færslan sjáist. Frestur til að senda inn efni er út sunnu- daginn 1. júní. FRÉTTIR Hótel Saga: Allt gert til að halda starf­ seminni gangandi Hótel Saga býður um þessar mundir upp á lúxusherbergi á einstaklega góðum kjörum. Hægt er að fá eins manns herbergi fyrir 10 þúsund krónur á nóttina og tveggja manna herbergi fyrir 12 þúsund krónur auk þess sem bændur í kaupstaðarferð fá tvö þúsund króna afslátt af þessum kostakjörum. Líkt og önnur fyrirtæki í ferða- þjónustu hefur rekstur Hótel Sögu orðið fyrir mikilli skerðingu í kjölfar COVID-19. Tekjur hót- elsins hrundu á einni nóttu og var nýting gistirýma í apríl 1,4% og takmarka þurfti veitingasölu til að fara eftir sóttvarnarlögum. Ingibjörg Ólafsdóttir, hótel- stjóri Hótel Sögu, segir að fljótlega eftir að COVID-19 hafi komið upp hafi verið ljóst að staðan í ferða- geiranum yrði alvarleg og það þyrfti að grípa til erfiðra aðgerða og oft sársaukafullra aðgerða. Höldum opnu „Við erum enn að átta okkur á hvað við þurfum margt starfsfólk til að halda lágmarksstarfsemi og sem dæmi þá er hótelið opið en við mönnum gestamóttökuna með starfsfólkinu á Mímisbar sem er líka opinn.“ Ingibjörg segir að það séu tals- vert að veislum bókaðar í haust og núna sé verið að skoða hvernig sé hægt að standa við þær bókanir og án þess að draga úr þjónustunni. „Meðal hugmynda er að ráða fólk sem verktaka sem verður hjá okkur þegar eitthvað er að gera í húsinu.“ Tilboð á gistingu Gisting á lúxusherbergi á Hótel Sögu kostar 10 þúsund krónur nóttin fyrir eins manns herbergi og 12 þúsund krónur fyrir tveggja manna herbergi. Ingibjörg segir að auk þess fái bændur í kaupstaðar- ferð tvö þúsund króna afslátt af því verði. Að vísu fylgir ekki morgun- verðarhlaðborð gistingunni en gestir fá nýjar samlokur úr bakaríi hótelsins, kaffi eða te og ávaxta- búst í afgreiðslunni á fyrstu hæð og geta hvort sem er borðað það niðri eða farið með upp á herbergi. „Eins og skilja má skilur tilboð eins og þetta ekki mikið eftir sig og verðið meira en helmingi lægra en á sama tíma á síðasta ári þegar nýtingin var í kringum 80%. Besti dagurinn í maí á þessu ári til þessa var hins vegar 6,2% nýting. Eftir að samkomubannið var rýmkað úr 20 í 50 manns 4. maí síðastliðinn hefur aðsóknin að Mímisbar aukist og eftir að rýmkað verður enn meira opnast möguleik- ar til að nota salina í húsinu,“ segir Ingibjörg. Átti enginn von á svona tekjufalli „Ég held að það hafi enginn átt von á því að ferðmannabransinn mundi hrynja á þessu ári og við myndum lenda í þeirri einkenni- legu stöðu að verða tekjulaus á einni nóttu. Á sama tíma sitjum við uppi með fastan kostnað og í ferðaþjónustu er launakostnaður hátt hlutfall þess kostnaðar. Við byrjuðum á því að losa um þann kostnað með því að segja upp starfsfólki sem var með eins mánað- ar uppsagnarfrest eða minna. Næst völdum við að fara hlutabótaleiðina sem stjórnvöld bjóða og settum alla aðra starfsmenn á 25% laun. Um tíma vorum við því með talsverðan fjölda starfsmanna á 100% launum og aðra á 25% og þegar stjórnvöld kynntu þriggja mánaða uppsagnar- möguleikann, að stjórnvöld tækju 85% af uppsagnarfrestinum yfir á sig, sögðum við öllu starfsfólk- inu upp og mér þar með talinni. Kosturinn við þá leið er að þá kemst aftur á ráðningarsamband milli hót- elsins og starfsfólksins og við höfum þrjá mánuði til að reyna að búa til einhvern starfsgrundvöll kringum rekstur hótelsins, veitingasöluna og gistinguna, sem getur haldið rekstrinum lifandi og staðið undir sér þangað til að ástandið lagast. Að mínu mati ætti maí og júní að nægja til að gefa okkur mynd af því hvaða tekjur við getum haft og hvað við þurfum að gera til að ná þeim.“ /VH Hótel Saga í Bændahöllinni við Hagatorg. Mynd / HKr. Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótel Sögu. Landbúnaðarháskóli Íslands og samstarfsmenn kvöddu Emmu Eyþórsdóttur, dósent í búerfðafræði og kynbótum, á síðasta starfsdegi hennar þann 7. maí síðastliðinn. Haldinn var sameiginlegur fjarkveðjufundur við allar þrjár starfsstöðvar skólans og starfs- menn í ljósi samkomutakmark- ana. Emmu var þakkað fyrir langan og farsælan feril við skólann og framlag sitt í gegn- um tíðina en jafnframt óskað velfarnaðar. Hóf störf á Hesti Emma hóf starfsferil sinn hjá Rannsóknastofnun landbúnaðar ins sem starfsmaður við tilraunabúið á Hesti 1973 og síðar sem aðstoðarmaður við beitartilraunir 1976 og 1977. Hún starfaði sem sérfræðingur við Rannsóknastofnun land- búnaðarins frá 1983 og sem deildarstjóri búfjárdeildar 1998–2004. Við stofnun Landbúnaðarháskóla Íslands 2005 var hún skipuð dósent við skólann. Emma lauk BSA- prófi í landbúnaðarfræðum með áherslu á búfé frá Manitoba- háskóla í Winnipeg í Kanada 1977. Hún stundaði framhalds- nám í búfjárkynbótum við landbúnaðarháskólann í Ási í Noregi 1986 til 1993. Virk í norrænu samstarfi Emma hefur verið virk í nor- rænu samstarfi, hún hefur meðal annars tekið þátt í rann- sóknum á skyldleika og erfða- breytileika norrænna búfjár- kynja og stýrt slíku verkefni um sauðfé. Hún hefur setið í erfðanefnd landbúnaðarins frá stofnun nefndarinnar árið 2003 og sem formaður frá 2015. Áður var hún formaður erfðanefndar búfjár. Enn fremur hefur hún setið í stjórn Norræna gena- bankans fyrir húsdýr og síðar í húsdýraráði NordGen sem sinnir norrænu samstarfi um erfðaauðlindir í landbúnaði. Frá 2017 hefur hún verið í stjórn NordGen. /VH Landbúnaðarháskóli Íslands: Emma Eyþórsdóttir dósent lætur af störfum – eftir farsælar rannsóknir á íslensku búfé Aðalviðfangsefni rannsókna Emmu Eyþórsdóttur hefur verið á íslensku búfé, sérstaklega sauðfé þar sem áhersla hefur verið á ullar- og gæru- eiginleika sauðfjár ásamt ræktun kjöteiginleika og kjötgæða. Emma kvödd á fjarfundi. Landssamband kúabænda efnir til myndasamkeppni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.