Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 43
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 2020 43 ast út frá fornum grænþörungum fyrir um hálfum milljarði ára. Löng nytjasaga Þörungar eiga sér yfir 2.500 milljón ára þróunarsögu og ekki ólíklegt að forfeður nútímamanna hafi nýtt sér þá til átu og annarra nota frá örófi alda og ættu í dag að flokkast sem Paleo-, steinalda- eða frummanna- fæða. Þörungar brotna hratt niður í náttúrunni og því lítið um fornar minjar þeirra í tengslum við mann- vistarleifar. Elstu minjar um nytjar manna á þörungum eru frá því um 12 þúsund fyrir Krist og fundust við fornleifa rannsóknir í Monte Verde í Suðaustur-Síle. Búseta Clovis- fólksins við Monte Verde er jafn- vel talin vera frá því 17.000 árum fyrir upphaf okkar tímatals og sé það rétt er líklegt að nytjar þörunga eigi sér einnig lengri sögu. Ekki er vitað fyrir víst hvernig íbúar Monte Verde nýttu þörungana en getgátur eru um að þeir hafi notað þá til að baka brauð eða til lækninga og til að fæða eld. Fornleifarannsóknir, hinum megin Kyrrahafsins, á leirskálum sem fundust í Japan benda til að Jōmon-fólk sem byggði eyjarnar tíu þúsund árum fyrir Krist hafi borðað þörunga. Ein af elstu rituðu heimildum um þang er að finna í Gilgames- kviðu sem rituð var í Mesópótamíu, sem Halldór Laxness kallaði Millifljótlandið, 2100 fyrir Krist, og sagt vera elsta ljóð í heimi. Þar segir frá leit Gilgames konungs að eilífu lífi. Spekingurinn Utnapishtin segir Gilgames að á hafsbotni finnist þyrnótt planta sem við neyslu geri alla menn unga að nýju. Gilgames fann plöntuna með því að binda steina við fætur sína og sökkva sér á hafsbotn líkt og perlukafari. Hugmynd konungsins var að nota plöntuna til að yngja upp aldrað fólk og neyta hennar sjálfur en fyrst ákvað hann að fara í bað og þvo af sér saltið. Á meðan konungurinn skolaði af sér í lítilli tjörn skreið snákur að og át plöntuna og er það ástæðan fyrir því að slöngur hafa hamskipti. Míonísk-menning eyjarinn- ar Krítar nær aftur til sjö þúsund fyrir Krist en blómatími hennar var 2700 til 1450 fyrir Krist og voru þörungar og annað sjávarlíf algengt myndefni á leirmunum og freskum eyjarskeggja. Grikkir og Rómverjar til forna sýndu sjávargróðri lítinn áhuga og voru oft frábitnir neyslu hans enda þörungagróður ekki eins gróskumik- ill í Miðjarðarhafinu eins og í stóru úthöfunum. Hræðsla og óbeit Forn- Grikkja kom meðal annars fram í því að hár Pontus, guðs óveðra til sjós, sjávarskaða og þeirra sem drukknuðu, og dóttur hans Talassar var lýst sem þangflækju. Grikkir voru landkrabbar og menning þeirra byggði á landbúnaði. Þrátt fyrir andstyggð Grikkja á sjávargróðri lýsir Grikkinn Theophratus, uppi 371 til 287 fyrir Krist, sem er kallaður faðir grasa- fræðinnar, því í bók sinni Historia Plantarum meðal annars að það vaxi gríðarstórir þangskógar á botni Atlantshafsins og nefnir sérstaklega það sem hann kallar sykurþang sem á að vera tröllvaxið og vaxa í grennd við Gíbraltarsund. Auk þess sem hann lýsir smávaxnari þörungum sem líkj- ast fjöðrum og vaxa á kræklingum. Rómverski náttúrufræðingurinn Gaius Plinius Secundus, eða Plini eldri, uppi 24 til 79 eftir Krist, segir í riti sínu Naturalis Historia að þör- ungar séu góðir við þvagsýrugigt, bólgum og snákabiti. Arabar sem sigldu um Indlandshaf og aðrir sjófarendur sem fóru um heimsins höf notuðu rek þangs til að meta sjávarstrauma og dýpt hafsins. Samkvæmt dag- bókum Kristófers Kólumbusar tók fyrsta sigling hans yfir Atlantshafið til Nýja heimsins 35 daga og þar af lá skipið fast í Þanghafinu í 23 daga. Samkvæmt lýsingum skip- verja breiddi þangið úr sér á hafinu eins og engi á landi. Þörungar í Austurlöndum Elstu heimildir um nytjar á þör- ungum til lækninga eru um það bil 5000 ára gamlar og frá Kína, Japan og Indlandi. Samkvæmt kínverskum sögnum var það goðsagnakeisar- inn Shen Nung sem fyrstur stund- aði grasalækningar og notaðist hann við bæði plöntur á landi og úr sjó. Samkvæmt Shen Nung dró saltið í þörungunum vökva úr bólgum og hnúðum á húð. Japanir eru sú þjóð í heimin- um sem þekktust er fyrir nytjar á sjávargróðri til manneldis og þar í landi er neysla hans talin holl og mannbætandi. Í japönskum ljóðum frá sjöttu og sjöundu öld er ort um sjómannskonur sem safna þangi og þara í fjörum eftir stórsjóa og öldu- gang til að búa til salt og greiða með því skatta. Samkvæmt alfræðibók frá árinu 934 vaxa við landið 23 tegundir af ætu þangi og þara auk þess sem í ritinu eru lýsingar á því hvernig skal matreiða þá. Japanir færa guðunum þang sem brenni- fórn í musterum sínum og litið er á það sem tákn um frjósemi og góða uppskeru. Haldið er upp á 6. febrúar víða í Japan sem hátíðardag þangsins. Íbúar eyjanna í Pólinesíu hafa nýtt og borðað þang frá því að elstu menn muna. Þar er þangið ræktað í litlum sjávargörðum og um 70 tegundir þekktar og annaðhvort borðaðar eða þær tengjast helgihaldi eyjarskeggja. Þangnytjar í Norður- Evrópu og Skandinavíu Nytjar á þangi og þara eiga sér langa sögu við strendur Bretlandseyja, Noregs og Íslands. Sagt er að írskir munkar á tólftu öld hafi safnað þangi og gefið fátækum. Víða í þessum löndum var þangs neytt til matar, haft sem fóður og til beitar. Það var tuggið eins og skro, notað sem áburður á slægjur og sem eldi- viður. Þang og þari var einnig notað til lækninga og sagt gott við iðra- ormum, kulda og draga úr heimþrá ef hún greip ungar konur. Á Læsö-eyju við Danmörku eru svokölluð tangtag eða þangþök á húsum. Þau eru ekki gerð úr þangi heldur er notaður marhálmur í þökin. Marhálmur er grastegund sem vex í sjó. Þang hefur verið nýtt í iðnaði. Í byrjun 17. aldar var það notað til að framleiða kalí og sóta sem var aftur notaður í sápu- og glergerð og seinna til að framleiða joð og gúmmíefni, algín, til matvælafram- leiðslu. Sagt er að efni úr þangi geri gler frá Feneyjum einstaklega gegn- sætt. Ræktun Elstu heimildir um ræktun þör- unga er frá Kóreu og Japan frá því á 15. og 16. öld þar sem því er lýst hvernig þörungabændur veiddu þara af hafsbotni með löngum bambusstöngum. Einnig eru til frá- sagnir sem lýsa því hvernig bændur söfnuðu þörungum og fluttu þá á milli ræktunarsvæða. Sjávargróður við Ísland Karl Gunnarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að dæmi um þang, brúnþörunga, sem vex við Ísland og er mest áberandi í kletta- og grjótfjörum við landið séu dvergþang, klapparþang, skúfþang, sagþang, klóþang og bóluþang. „Neðan við neðstu fjörumörk er það sem við köllum þari og er hópur brúnþörunga sem hefur greinótta festusprota sem festir þarann við grjót eða klöpp. Upp af festunni vex stilkur og efst á honum er blaðka og dæmi um það eru stórþari, beltis- þari, hrossaþari, marinkjarni og dílablaðka. Allt eru þetta tiltölu- lega stórar tegundir sem eru ríkjandi neðan fjörunnar frá neðri fjörumörk- um og allt niður á 30 metra dýpi þar sem sjór er tærastur við landið og birtan nær lengst niður. Af öðrum algengum botnþörung- um, brúnum, grænum og rauð- um, eru allmargar nytjategundir. Algengar tegundir rauðþörunga í fjörum eru til dæmis fjörugrös, söl og purpurahimna.“ Sýslumannskonan og sölvaslæðan Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er saga sem segir frá sýslumannskonu sem ekki mátti sjá kynsystur sína bera klæði eða skart án þess að ágirnast það. Þessi árátta hennar bar góðan árangur og sjaldnast sneri sýslu- mannskonan heim af mannamótum á þess að hafa eitthvert skart með sér. Einu sinn hugkvæmdist fátækri stúlku í nágrenni frúarinnar að gera sér slæðu út sölvablöðum og bar stúlkan slæðuna næst þegar hún fór í kirkju. Blaut sölvaslæðan var einkar ásjáleg enda blöðin lifrauð að lit. Sýslumannafrúnni þótti slæðan falleg og hugði hana vera úr rauðu silki. Að messu lokinni kom frúin að máli við stúlkuna og gekk fast eftir að kaupa slæðuna og linnti ekki látum fyrr en hún hafði sitt fram. Eftir að stúlkan afhenti sölvaslæðuna og sýslumannskonan sá úr hverju hún var löðrungaði hún stúlkuna og gekk snúðug burt. Sagan segir að eftir þetta hafi kona sýslumanns ekki látið sölvablöð villa um fyrir sér og lagt af þann leiða vana að ágirnast skart og klæði sem hún sá aðrar konur bera. Nytjar á Íslandi Af þeim um 300 tegundum þörunga sem vaxa á botninum við Ísland eru 10% sem hafa verið, eru eða væri hægt að nýta til matar, efna- eða áburðarvinnslu eða á annan hátt. Rauðþörungar hafa löngum verið eftirsótt fæða um allan heim og þekkja Íslendingar þar af best sölin, sem hafa á seinni tímum verið eini þörungurinn sem hafður eru til matar hér á landi. Söl teljast til rauðþörunga. Þeirra er getið í íslenskum heimildum um miðja 13. öld og töldust verðmæt hlunnindi á Íslandi fyrr á tímum. Grágás nefnir réttinn til að tína söl og réttinn til að neyta sölva frá landi annarra sem sýnir að sölin voru borðuð fersk. Í Egils sögu Skallagrímssonar er fremur skondin lýsing á því þegar Egill ætlar að svelta sig til dauða vegna sonarmissis. Þorgerður dóttir hans lagðist við hlið föður síns og fór að tyggja söl og freistar föður síns til að smakka þau. Sölin vöktu upp þorsta hjá Agli og var honum þá færð mjólk og hungurdauðinn misheppnaðist og í staðinn orti hann Sonatorrek. Til loka 19. aldar voru söl algengar vistir og fluttar um langan veg og seldar fyrir ull, kjöt og fleiru til bænda í uppsveitum. Sölvaverkun til manneldis var lítið þekkt í Noregi á fyrri öldum. Hún þekktist hins vegar á Írlandi og hugsanlegt að íslensk verkmenning við sölvaverkun sé þaðan komin. Um miðja 14. öld gaf maður í Saurbæ í Gilsfirði brúði sinni á brúðkaupsdaginn hálfa sölvafjöru og var gjöfin metin til mikils fjár. Heimildir allt frá því að Grágás var skrifuð á 13. eða jafnvel 12. öld benda til samfelldrar sölvatínslu á landinu. Samfelld sölvatínsla var í einhverjum mæli á Eyrarbakka og Stokkseyri og í Vestmannaeyjum til 1980. Á áttunda áratugnum mátti oft sjá fjölda fólks við sölvatínslu í góðu veðri um stórstraum í ágúst. Í heimild frá 18. öld er greint frá því að fólk borði söl með hvannarót og ólseigum harðfiski. Ýmiss konar önnur neysla sölva er einnig þekkt, til dæmis að þeirra hafi verið neytt sem sjálfstæður réttur með smjöri eða flautum. Þá voru þau notuð til að drýgja mjöl í grauta og bakstur auk þess sem því var blandað við skyr. Þörungaverksmiðjan á Reykhólum Þörungaverksmiðjan á Reykhólum var stofnuð árið 1975.Verksmiðjan nýtir þörungagróður á grunnsævi Breiðafjarðar og jarðhitann til að þurrka þang- og þaramjöl. Mest er nýtt af klóþangi og hrossaþara sem er skorið og safnað af sláttu- prömmum og þurrkað í mjöl. Langstærstur hluti framleiðsl- unnar er fluttur úr landi og notað til iðnaðar- og matframleiðslu. Þörungaverksmiðjan hefur lífræna vottun sem grundvallast meðal annars á sjálfbærri nýtingu á þangi og þara úr Breiðafirði. Þörungaverksmiðja á Reykhólum. Mynd / HKr. Þari ræktaður á Asíu. Þari ræktaður á Indónesíu. Brúnþörungum safnað í Kanada. Á Læsö-eyju við Danmörku eru svokölluð tangtag eða þangþök á húsum. Þau eru ekki gerð úr þangi heldur marhálmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.