Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 51
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 2020 51 Hjá okkur færðu allt fyrir háþrýstiþvottinn Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is afurðaaukningunni einni og sér og í þessu tilfelli eru það um 400 kíló mjólkur. Hinn hlutann má skrifa á betri aðbúnað og hreyfingu, nákvæmari kjarnfóðrun og almennt betri búnaðar til bættrar bústjórnar á búum sem nota sjálfvirk mjaltakerfi. Mjaltaþjónafjós einnig stærst Ekki þarf að koma á óvart að lausa- göngufjós með mjaltaþjónum eru stærst að meðaltali en árskúafjöldi þeirra er í árslok 2019 var 65,3 kýr en þessi bú eru að jafnaði með 1,25 mjaltaþjóna. Þrátt fyrir að þessi bú beri af í fjölda kúa, þá er bústærðin enn vafalítið nokkuð undir þeim mögulega árskúafjölda sem þessi fjós geta mjaltatæknilega séð borið. Næststærsta fjósgerðin er svo lausagöngufjós án mjaltaþjóns og þar á eftir koma básafjós með mjaltabásum og hafa þessi bú einnig stækkað á undanförnum árum. Hin hefðbundnu básafjós eru vel innan við helmingi minni en mjaltaþjóna- fjósin eins og sjá má á töflu 2. 76% mjólkurinnar frá kúm í lausagöngu Út frá framangreindum upplýs- ingum má áætla framleiðslugetu hverrar fjósgerðar, sem hlutfall af heild. Árið 2009 var fyrsta árið sem mjólk frá kúm í lausagöngu náði yfir 50% af heildinni en þá reiknaðist framleiðsla allra lausa- göngufjósa til að vera 51,7% en nú reiknast þetta hlufall að vera 76,0%. Fimmtungur kúnna í fjósum með >80 kýr Í skýrslunni kemur fram að flest fjós landsins eru í dag með 21-40 árskýr eða 191 talsins en fjós með færri en 20 árskýr voru ekki nema 44 í árslok 2019 og voru þau þá með 650,1 árskú. Það eru færri árskýr en t.d. voru í þremur stærstu fjósum landsins, sem voru á sama tíma með 658,4 árskýr. Meðalbústærð fjósanna í uppgjörinu var 47,8 árskýr en tveimur árum fyrr var meðalbústærðin 45,9 árskýr, sem er stækkun um 4,1%. Alls voru 235 kúabú með færri en 40 árskýr í þessu uppgjöri eða 43,4% en í þessum 235 fjósum voru voru þó ekki nema 24,9% af árskúm landsins. Bú á bilinu 40-80 árskýr voru alls 262 talsins eða 48,3% og í þessum fjósum voru 55,5% af árskúm landsins í árs-lok 2019. Þá voru fjós með fleiri en 80 árskýr alls 45 eða 8,3% og hefur þetta hlutfall hægt og rólega verið að skríða upp á við á undanförnum árum. Þannig voru t.d. ekki nema 3,8% fjósa landsins með fleiri en 80 árskýr árið 2013. Nærri fimmtungur árskúa landsins eða 19,6% voru í fjósum með fleiri en 80 árskýr í árslok 2019. Hlutfall aftakara aukist Árið 2009 voru í fyrsta skipti teknar saman upplýsingar um vinnuléttandi tækni við mjaltir, þ.e. upplýsingar um brautakerfi í básafjósum, aftakarakerfi í bása- fjósum og tíðni aftakarakerfa í mjaltabásum. Var þetta gert til þess að varpa betur ljósi á þær vinnuaðstæður sem kúabændur landsins búa við, enda er einn mesti vinnusparnaður við mjaltir talinn felast í aftakaratækninni. Á þeim 10 árum sem liðin eru hefur orðið mikil hlutfallsleg aukning á notkun tækninnar við mjaltir, bæði vegna nýfjárfestinga í tækninni, en einnig vegna úreldingar fjósa sem ekki höfðu þessa tækni. Þannig mátti finna aftakara í 41,7% fjósa árið 2009 en nú í 52,8% allra fjósa þar sem hefðbundin mjaltatækni er notuð. Þessari vinnuléttandi tækni fjölgar því afar hægt sem vekur nokkra furðu og þannig fækkaði t.d. fjósum sem nota aftakara við mjaltir um 34 síðustu tvö ár en athygli vekur að hin notuðu tæki, sem þessi kúabú hafa hætt notkun á, virðist ekki skila sér í áfram- haldandi notkun á öðrum búum. Í skýrslunni eru ýmsar aðrar upplýsingar en hér hafa verið nefndar en hægt er að lesa hina ítarlegu skýrslu í heild sinni á vef Landssambands kúabænda, www. naut.is. Tafla 2. Meðalfjöldi árskúa eftir fjósgerð og mjaltatækni 2019 Árskýr, meðaltal Básafjós með fötukerfum 12,0 Básafjós með rörmjaltakerfum 28,1 Básafjós með mjaltabásum 42,2 Lausagöngufjós án mjaltaþjóna 49,1 Lausagöngufjós með mjaltaþjónum 65,3 Háskólinn á Hólum Hagnýtt háskólanám • Ferðamálafræði • Stjórnun ferðaþjónustu og móttaka gesta • Viðburðastjórnun • Fiskeldisfræði • Reiðmennska og reiðkennsla Tækifærin eru í okkar greinum Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is Þú finnur Hólaskóla bæði á Facebook og Twitter! Háskólasamfélag með langa sögu Hólar í Hjaltadal er í senn mikill sögustaður og útivistarparadís. Háskólinn á Hólum er lítill en öflugur háskóli sem sinnir kennslu og rannsóknum á sviði ört vaxandi atvinnugreina. w w w .h ol ar .is geispur & burðaráhöld VORVERK.IS Þverholt 2, Mosfellsbæ sími 665 7200 vorverk@vorverk.is 82V rafhlöðu tæki Afl og ending sem uppfylla kröfur fagmanna. Sama rafhlaða fyrir keðjusagir, pólsagir, hekkklippur, orf, sláttuvélar, greinaklippur, og fleiri tæki. Ársfundur 2020 Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn föstudaginn 12. júní 2020 kl. 14 að Stórhöfða 23, 4. hæð, Reykjavík. Dagskrá: • Venjuleg ársfundarstörf. • Stjórnarkjör skv. samþykktum. • Önnur mál. Stjórn Lífeyrissjóðs bænda Lífeyrissjóður bænda - Stórhöfða 23 - 110 Reykjavík Sími 563 1300 - lsb@lsb.is - www.lsb.is Bænda Smáauglýsingar hafa áhrif um land allt! Sími 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.