Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 202012 FRÉTTIR Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 DRIFSKÖFT OG DRIFSKAFTAEFNI Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Verkefnið Risakusa á teikniborðinu í Eyjafjarðarsveit: Á að minna á mikilvægi mjólkurfram- leiðslunnar í sveitinni fyrir landið allt „Þetta er spennandi verkefni sem á að undirstrika hversu mikil­ væg Eyjafjarðarsveit er fyrir mjólkur framleiðslu í landinu,“ segir Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, um verkefni sem manna á milli nefnist Risakusa. Til stendur að útbúa heljarinn­ ar stóra kú og koma henni fyrir á góðum stað í sveitarfélaginu. Með þeim hætti verður til nýtt kennileiti í sveitinni og risakusan mun minna gesti og gangandi á hversu stór hluti þeirrar mjólkur sem framleidd­ ur er á Íslandi á uppruna sinni í Eyjafjarðarsveit. Búið að semja við listamann Finnur segir að samið hafi verið við listamanninn og eldsmiðinn Beate Stormo, sem jafnframt er bóndi í Kristnesi, um að hanna og smíða listaverkið sem til framtíðar fær að njóta sín vel á fallegum stað í sveitinni. „Staðsetning og stærð hefur að svo stöddu ekki verið ákveðin, en framgangur verkefnisins ræðst af því hvort styrkir fáist til að vinna að því,“ segir hann. Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar stjórnar verk­ efninu en sveitarfélagið liðkar fyrir því á ýmsa lund svo sem að veita aðstoð við að finna góða staðsetn­ ingu og vinna að aðgengis málum sem henni tengjast. Minni útgáfur við heimreiðar Finnur segir að verkefnið sé líka spennandi að því leyti að það tengist ýmsum öðrum verkefnum sem í gangi eru um þessar mundir eins og Matarstíg Helga magra, Sveitir Norðurlands sem og matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu í Eyjafjarðarsveit. „Á það er stefnt að þeir sem stunda framleiðslu af einhverju tagi á búum sínum, hvort heldur sem hún tengist skepnum eða rækt­ un, geti eflt verkefnið og um leið ánægju ferðamanna um sveitina með því að setja minni útgáfur listaverksins við heimreiðar sínar en aðlaga það að eigin framleiðslu,“ segir Finnur og nefnir í því sam­ bandi t.d. kálfa, kindur paprikur, hænur og hvað eina sem verið er að fást við heima á býlunum. Smíðað úr gömlu landbúnaðargóssi María Pálsdóttir, sem sæti á í stjórn Ferðamálafélags Eyafjarðar, segist í mörg ár hafa velt fyrir sér listaverki sem hefði aðdráttarafl fyrir svæðið. Félagið hafi komið inn í það dæmi og nú er búið að semja við Beate um smíði listaverksins. Sótt hafi verið um styrki og bíði menn spenntir eftir svörum. „Vonandi getum við vígt risalista­ verkið í tengslum við Handverks­ hátíðina á Hrafnagilsskóla 2021,“ segir María Hugmyndin er að sögn Maríu að skúlptúrinn verði smíðaður úr gömlum heyvinnuvélum og öðru endurnýtanlegu landbúnaðargóssi. Sveitarfélagið mun leggja til stað undir skúlptúrinn og útbúa bílastæði og nestisaðstöðu og ef til vill salerni. „Og allir munu vilja berja kus­ una augum og taka mynd af sér með henni,“ segir hún. „Það er mikill hugur í ferðaþjónustufólki í Eyjafjarðarsveit og við hlökkum til að taka á móti öllum íslensku ferða­ mönnunum í sumar.“ /MÞÞ Til stendur að hanna og smíða risastóra kú í Eyjafjarðarsveit og koma fyrir á góðum stað. Það er gert til að minna á hversu sveitarfélagið er mikilvægt þegar kemur að mjólkurframleiðslu hér á landi. Mynd / Karl Frímannsson Ný og glæsileg slökkviliðsstöð tekin í gagnið á Blönduósi Formleg afhending nýrrar slökkvistöðvar á Blönduósi fór fram föstudaginn 8. maí. Bruna­ varnir Austur­Hún vetninga (BAH), sem er byggðar samlag Blönduósbæjar og Húna vatns­ hrepps um brunavarnir í sveitar­ félögunum, festi kaup á hús næðinu sem stendur stakt að Efstubraut 2 en þar var áður lager fyrirtækisins Léttitækni. Húsnæðið var byggt 2007 og er 486 fm. „Bætt aðstaða slökkviliða, bæði til viðbragða, þjálfunar og fræðslu er fyrsta skrefið í þá átt að stór­ bæta brunavarnir. Slökkviliðið hefur búið við þröngan kost á núverandi slökkvistöð liðsins að Norðurlandsvegi 2 en það húsnæði var byggt 1975 og einungis 223 fm. Má því segja að langþráð og þörf uppbygging aðstöðu liðsins sé í augsýn. Slökkviliðið hefur ekki haft nægt rými eða aðstöðu sem skyldi til að sinna þjálfun og þeim fjölbreyttu verkefnum sem liðið þarf að sinna. Leigja hefur þurft aukahúsnæði síðastliðin ár fyrir tankbíl liðsins vegna plássleysis en það er mjög slæmt gagnvart viðbragðstíma liðsins í útköllum,“ segir Ingvar Sigurðsson slökkvi­ liðsstjóri. Í nýju húsnæði verður hægt að hafa allar bifreiðar og búnað liðsins undir sama þaki, ásamt því að útbúa kennsluaðstöðu, bún­ ingsklefa, sauna afeitrunarklefa, þvottaaðstöðu, skrifstofur, stjórn­ stöð og ýmis aðstöðurými. Í til­ efni af afhendingunni kom hluti slökkviliðsmanna BAH saman og skoðaði húsnæðið með tveggja metra regluna í heiðri. Í ljósi aðstæðna er ekki hægt að boða til viðburðar svo íbúar geti skoðað húsnæðið að svo stöddu en tæki­ færi gefst vonandi þegar fram líða stundir og breytingum húsnæðinu jafnvel lokið. /MHH Mikil ánægja er hjá slökkviliðsmönnum BAH með nýja húsið og alla aðstöðu í húsinu, sem verður eins og best verður á kosið þegar öllum framkvæmdum er lokið. Myndir / BAH Ingvar slökkviliðsstjóri tekur hér við lyklunum að nýja húsnæðinu af Jakobi Jónssyni, framkvæmdastjóra og eiganda Létttæknis, sem seldi slökkviliðinu húsnæðið. Grýtubakkahreppur: Jákvæð viðbrögð við Viðspyrnusjóði „Viðbrögðin eru mjög jákvæð og þegar hafa borist nokkrar umsóknir en ég á von á fleirum,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveit­ arstjóri í Grýtubakkahreppi. Viðspyrnusjóður sveitarfélagsins í samstarfi við Sænes ehf. var stofnaður til að aðstoða ferða­ þjónustufyrirtæki í hreppnum vegna þess ástands sem skapaðist af völdum Covid­faraldursins. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hefur á umliðnum vikum rætt ítrekað um stöðuna og mögulegar leiðir til að aðstoða ferðaþjónustufyrirtæki í hreppnum í þeirri von að þau kom­ ist heilu og höldnu í gegnum niður­ sveifluna. Afrakstur þeirrar umræðu er stofnun viðspyrnusjóðs í samstarfi við Sænes ehf. Viðspyrnusjóðurinn hefur að sögn Þrastar tvíþætt hlut­ verk, að styðja við ferðaþjónustu­ fyrirtæki með beinum hætti og síðan að kynna sveitarfélagið þegar farald­ ur er að baki, bæði sem spennandi ferðamannastað og sem góðan búsetu kost. Betri staða en mörg önnur sveitarfélög búa við Þröstur segir að Grýtubakkahreppur sé að mörgu leyti í betri stöðu en sum önnur sveitarfélög landsins. Lítið sem ekkert atvinnuleysi er í sveitar­ félaginu og önnur hjól atvinnulífsins en ferðaþjónustan snúast þokkalega. Þannig gerðu tveir bátar út á grá­ sleppu og gengur ljómandi vel, hvor um sig fékk um 70 tonn. Þröstur segir að ferðaþjónustu­ aðilar í Grýtubakka hreppi fylli vart tuginn og flest fyrirtækjanna séu lítil. Hjá þeim sé allt stopp eins og annars staðar og mikið um afbók­ anir. Hann segir vinnu sveitarstjórn­ ar miða að því að samfélagið allt, fólk og fyrirtæki komi sem sterk­ ast í gegnum afleiðingar heims­ faraldursins og að það muni eflast fremur en hitt. „Sveitarstjórn mun áfram ræða stöðuna og fram undan eru vonandi skemmtilegri tímar þar sem daglegt líf færist smátt og smátt í fyrra horf,“ segir hann. /MÞÞ 2,2% 5,2% 9,1% 5,8% 19,0% 21,9% 41,9% 0,0% 5,0% 10,0% 15,0% 20,0% 25,0% 30,0% 35,0% 40,0% 45,0% Mannlíf Viðskiptablaðið DV Stundin Morgunblaðið Fréttablaðið Bændablaðið Prentmiðlar - meðallestur á landsbyggðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.