Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 2020 7
Það hefur heldur betur verið líf og fjör
í Grobbholti liðna daga, en þangað hafa
leik- og grunnskólabörn af Húsavík ásamt
öðrum góðum gestum komið og litið á litlu
lömbin sem þar skoppa nú um að minnsta
kosti bráðum grænar grundir.
Grobbholt er skammt ofan Húsavíkur og þar
stunda fjórir félagar úr bænum frístundabúskap
af miklum móð. Fyrir hópnum fer Aðalsteinn
Árni Baldursson, formaður Framsýnar,
stéttarfélags.
„Við erum með um 40 kindur í Grobbholti
og búskapurinn hjá okkur gengur vel.
Sauðburður hefur sömuleiðis gengið vel og
þó nokkuð komið af lömbum,“ segir hann.
Leikskóla- og grunnskólabörn koma gjarn-
an við í fjárhúsunum og hafa gaman af að berja
ungviðið augum. Sá háttur hefur verið hafður
á um nokkurra ára skeið og hafa Aðalsteinn
og félagar gert hvað þeir geta til að taka vel á
móti börnunum. Þeir hafa bætt við sig dýrum,
eru með dúfur, hænu og kanínu svo börnin hafa
nóg við að vera í heimsókn sinni í Grobbholt
– sem Aðalsteinn segir að sumir hverjir vilji
kalla Stóra-Grobbholt og þykir réttnefni.
„Fólk hér um slóðir segir stundum að
sumarið sé komið þegar búið er að líta við
hjá okkur og heilsa upp á lömbin,“ segir
Aðalsteinn. /MÞÞ
LÍF&STARF
M ikið sem góðar vísur geta glatt. Sigurð Hansen bónda, skáld og fræðimann á Kringlumýri í
Skagafirði, þarf ekki sérstaklega að kynna
hér, en færri vita hygg ég af einstakri gjaf-
mildi hans. Staðarhaldarinn í Húnaveri,
Davíð, sem er bankhagur í betra lagi, hefur
verið við smíðar hjá Sigurði Hansen. Þar sem
Davíð er nágranni Einars Kolbeinssonar
í Bólstaðarhlíð, þá þekkir hann nokkuð
til búsmala hjá Einari, og gat upplýst að
eggandastofn Einars væri án steggs, og því
lítil tímgunarvon þar á bæ. Sigurður bjó vel
að steggjum, og var í þann veg að grisja
hjá sér stofninn. Af mildi sinni ákveður
því Sigurður að biðja Davíð smið að færa
Einari einn andarstegg þá hann færi heim um
kvöldið. Féútlát hefði Einar engin utan þau
að launa sér stegginn með vísu. Davíð færir
svo Einari stegginn. Verður hann „fjöðrum“
feginn, og byrjar strax að hamra saman
bragarlaunin. Einari farast svo aðfaraorð að
vísunni: Góðvinur minn, Sigurður Hansen
bóndi, sem býr öfugum megin Vatnsskarðs,
færði mér andarstegg, sem bjargaðist þannig
frá Kakalaöxinni og varanlegum aðskilnaði
búks og höfuðs. Nú tjóir ekki að nískast neitt
og greiða strax umbeðið andvirði:
Stóran prýðir stegginn flest,
stél og eðlið trygga,
ég held samt að mér hugnist best
hvað hann er líkur Sigga.
Um leið og Sigurður sér vísuna frá Einari
sprettur þakkarvísan fram í muna hans:
Þó að mér sæki aldurshregg
engu þarf að kvíða,
ef ég minni á ungan stegg
sem ætlar að fara að…. .
En víkjum frá viðskiptum Sigurðar á
Kringlumýri og Einars í Bólstaðarhlíð.
Næsta vísa er sögð svarfdælsk, en ekki
lánaðist mér að finna henni höfund. Að
morgni brúðkaupsdags hugðist hinn nývígði
brúðgumi færa brúði sinni þakk lætisvott
fyrir þægilega samveru um nóttina. Það
taldi hann best gert með því að færa henni
á rúmstokkinn þetta kostulega vísukorn:
Drottinn gefi þér góðan dag
og gleðilegan viðskilnað,
sóma vafin silkihlín
Sigurbjörg, elsku konan mín.
Þessi dægrin eru víða lausir kjarasamningar
hjá vinnandi stéttum. Aldrei hefur þó þurft
að kalla ríkissáttasemjara til þegar þing-
fararkaup er hækkað. Um miðja síðustu
öld hækkuðu þingmenn laun sín ágrein-
ingslaust. Þá orti Egill Jónasson á Húsavík:
Þingmannskaupið þarf að hækka
að þeirra dómi tíma hvurn.
Mér finnst að það mætti lækka
og miða það við eftirspurn.
Þegar Guðbergur Bergsson hlaut
„Silfurhestinn“ fyrir ritverk sitt, Ástir sam-
lyndra hjóna, þá orti Þórey Jónsdóttir á
Akranesi:
Horbikkjuna höndlað fékk,
- hún er talin mikið þing,
en kímnigáfa kappans hékk
á klámi, bulli og svívirðing.
Finnbogi hét maður Kristófersson og bjó
í Galtarholti á Mýrum. Finnboga vantaði
vinnumann eitt harðindavorið. Hitti hann
mann, sem hann þekkti, á förnum vegi og
sagði við hann:
Nú er svalt - ég býst við byl,
bana er allt í skolti.
Er það falt þú fáist til
að fara að Galtarholti?
Einhverju sinni var Finnbogi á ferð með
séra Einari Friðgeirssyni á Borg. Er þeir
kvöddust kvað Finnbogi:
Mér í hjarta svíður sorg
sviknra æskuvona.
En þér á móti brosir Borg,
börnin fimm og kona.
Umsjón:
Árni Geirhjörtur Jónsson
kotabyggð1@gmail.com
250MÆLT AF
MUNNI FRAM
Leik- og grunnskólabörn af Húsavík ásamt öðrum góðum gestum í heimsókn í Grobbholti. Myndir / Aðalsteinn Árni Baldursson
Líf og fjör í Grobbholti við Húsavík
Aðalstein Árni Baldursson, frístundabóndi og fromaður verkalýðsfélagsins Framsýnar, er ólatur
við að sýna börnunum kindurnar sínar.
Kristín Þorvaldsdóttir var í skoðunarferð í Grobbholt og er hér með
fallega kanínu í fanginu.
Þetta var gaman. Jón Halldór Guðmundsson, hvergi smeykur með
myndarlega landnámshænu á höfðinu.