Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 58
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 202058 Farsælt samstarf Aflvéla og Pronar skapa tækifæri hjá Jötni á Selfossi: Hefja sölu á landbúnaðartækjum frá Pronar í Póllandi – Leiðandi fyrirtæki með umboðsaðila í yfir 60 löndum, þar á meðal í Ástralíu UTAN ÚR HEIMI Norskar sætar kartöflur frá Bjertnæs & Hoel á markað Fram til þessa hafa allar sætkart­ öflur sem seldar eru í verslunum í Noregi verið innfluttar en nú verður breyting á. Eftir fimm ára tilraunastarfsemi og kostnað upp á um 140 milljónir árlega hefur fyrirtækinu Bjertnæs & Hoel tekist að rækta rótargrænmetið í Noregi og koma því á markað. Hver Norðmaður neytir um eitt kíló af sætkartöflum á ári hverju og vinsældir þessarar tegundar rótargrænmetis eykst ár frá ári. Kjörskilyrði fyrir ræktuninni er í heitu veðri og vegna þess hafa sætkartöflur ekki verið ræktaðar í Noregi. Árið 2015 veitti svokallaður Gróðursjóður fyrirtækinu Bjertnæs & Hoel í Vestfold-fylki fjármagn til að hefja tilraunaverkefni með að framleiða sætkartöflur í Noregi. Gróðursjóðurinn var stofnaður af Gartnerhallen, Bama Eiendom og Norgesgruppen með tæpan einn og hálfan milljarð íslenskra króna í startfé en þeir deila út um tíu prósent af fénu árlega í tilraunaverkefni. Markmið Bjertnæs & Hoel var að kanna hvort mögulegt væri á að rækta sætkartöflur í Noregi og eftir fimm ára tilraunastarfsemi er fyrirtækið tilbúið að senda fyrstu vörurnar á markað en forsvarsmenn fyrirtækisins segja ferlið langt í frá hafa verið einfalt og ýmsar áskoranir á leiðinni. Þrátt fyrir nafnið eru sætkart öflur ekki í ætt með venjulegum kartöflum. Mestur hluti heimsframleiðslunnar fer fram í Kína en það sem flutt er inn til Evrópu kemur að mestu frá Bandaríkjunum. Mest neysla á rótargrænmetinu í Evrópu er á Suður- Spáni og Ítalíu. /ehg - Nationen Innan tíðar geta norskir neytendur farið að kaupa sætar kartöflur sem ræktaðar eru í Norgi í stað innfluttra. Mynd / Bjernes & Hoel VÉLAR&TÆKI Höfuðstöðvar Pronar eru í Narew í Podlasie-héraði í austurhluta Póllands. Þeir eru örugglega ekki margir framleiðendur landbúnaðartækja í heiminum sem státað geta af flugvelli í bakgarðinum. Sjö verksmiðjur eru staðsettar á svæðinu og taka pláss á við 80 fótboltavelli. Í verksmiðjunum eru notuð um 600 tonn af stáli á dag í framleiðslu hinna ýmsu tækja. Myndir / Pronar Samstarf Aflvéla og Pronar hófst árið 2011 á Íslandi. Stefnan var sett á vörur fyrir verktaka og sveitarfélög fyrir vetrar­ og sum­ arþjónustu ásamt vögnum o.fl. Vörurnar nutu strax vinsælda vegna gæða, hönnunar og hag­ stæðs verðs. Mikil og góð reynsla er því komin á Pronar tækin við oft og tíðum mjög svo krefjandi íslenskar aðstæður. Við kaup Aflvéla á Jötni á Selfossi hefur skapast tækifæri til að koma með landbúnaðartæki frá Pronar inn á íslenskan markað. Nú þegar eru fyrstu sendingarnar af Pronar heyvinnutækjunum komn- ar til landsins og búið er að tryggja nægilegt framboð fyrir sumarið. Pronar tækin eru í miklum gæðum og til að undirstrika það bjóða þeir 3 ára verksmiðjuábyrgð á flestum heyvinnuvélum og vögnum. Pronar leiðandi fyrirtæki í Póllandi Í dag er Pronar leiðandi fyrirtæki í Póllandi í framleiðslu og sölu á vélum og tækjum fyrir landbúnað, þjónustu við sveitarfélög og fyrir- tæki í vöruflutningum, með um 50% markaðshlutdeild þar í landi. Þar að auki er Pronar með umboðsaðila í yfir 60 löndum víðs vegar um heim, öllum Evrópusambandslöndunum, Skandinavíu og Rússlandi, einnig Afríku, Norður- og Suður-Ameríku, Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Pronar eru einnig einn stærsti framleiðandi í heimi á felgum, hjólbúnaði, vökvakerfum, vökva- tjökkum og öxlum fyrir vagna, sem og stálskjólborðum. Pronar var stofnað árið 1988 í borginni Narew í norðausturhluta Póllands. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega á þessum rúmum 30 árum og í dag starfa yfir 2000 manns hjá fyrirtækinu, í 7 nútímavæddum verksmiðjum að flatarmáli sem svarar til 80 fótboltavalla. Daglega eru framleiddir 4000 íhlutir úr 600 tonnum af stáli. Frá stofnun hafa eigendur haft skýrar hugmyndir um þróun starf- seminnar, sem miðar mestmegnis að framkvæmd framleiðslu á fjöl- breyttu úrvali íhluta sem gefur þeim möguleika á að bregðast mjög hratt við í allri þjónustu tengdum sínum vörum. Áhersla á nýsköpun og nútímavæðingu Í gegnum árin hefur skuldbinding um að leggja áherslu á nýsköpun, nútímavæðingu og gæðafram leiðslu véla og tækja, gert Pronar meira en samkeppnishæfa og ört vaxandi fyrirtæki á hörðum alþjóðlegum markaði. Árið 2014 opnaði Pronar rannsóknar og þróunarmiðstöð. Þar starfa yfir 70 tækniteiknarar og 180 verkfræðingar. Þetta stóra skref hjálpar þeim við þróun nýjunga, þar sem styrkur og nákvæmni nýrra lausna er kannaður undir ströngu gæðaeftirliti. Með fjölda markaðsleiðandi tækja og lausna setur Pronar tóninn í nýrri tækni fyrir landbúnaðinn, sveitarfélagaþjónustu og úrgangsstjórnun, allt í samvinnu við náttúruna með mottóið „Tækni fyrir náttúru“ að leiðarljósi. Pronar tækin eru einföld í notkun, auðveld í viðhaldi og á hagstæðu verði. Trú þeirra á gæði og endingu sinna tækja endurspeglast í ábyrgð inni sem þeir veita. Pronar veitir 36 mánaða ábyrgð á flestum heyvinnutækjum og vögnum með þeim skilyrðum að tækið undirgangist 24 mánaða ábyrgðarskoðun hjá viðurkenndu Pronar þjónustuverkstæði. Skoðun- in greiðist af eiganda tækis ins og framlengir ábyrgðinni um 12 mánuði. /BA/HKr. Pronar framleiðir öflugar dráttarvélar eins og þessa Pronar 8140. Hún er með Deutz-sílindra túrbó mótor sem skilar 265 hestöflum. Þá er dráttarvélin búin ZF gírskiptingu sem getur valið úr 40 gírum áfram og 40 gírum afturábak. Lyftigeta vökvakerfis er 10,5 tonn. Pronar 5340 dráttarvél með Pronar Z500 heyrúlluvél. Mælingar á loftgæðum heimila sem elda með gasi sýna að í sumum tilfell- um geti loftmengun á heimilum verið töluvert meiri en leyfilegt er utandyra samkvæmt loftgæðastöðlum. Gaseldavélar geta haft slæm áhrif á heilsu fólk Nýlegar rannsóknir benda til að gaseldavélar geti haft slæm áhrif á heilsu fólk sé ekki loftað vel út. Höfuðverkur og öndunarkvillar geta fylgt því að elda með gasi. Ýmislegt bendir til að við sem kjósum að nota gaseldavélar séum í vondum málum. Rannsóknir benda til að þar sem ekki er loft- að vel út safnist fyrir óæskilegar lofttegundir í kjölfar þess að elda með gasi. Auk þess sem bruni gass er mikill mengunarvaldur. Mælingar á loftgæðum heim- ila sem elda með gasi sýna að í sumum tilfellum geti loftmengun á heimilum verið töluvert meiri en leyfilegt er utandyra samkvæmt loftgæðastöðlum. Áhrif þessa er að fólk þjáist af höfuðverk og jafnvel öndunarkvillum eins og astma. Í löndum þar sem flestir elda með gasi er mengun frá bruna þess gríðarleg og því meiri sem eldavélarnar eru eldri. Samkvæmt skýrslunni er fólki bent á að besta leiðin til að koma í veg fyrir vandamál af þessu tagi sé að fá sér rafmagnseldavél. /VH Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.