Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 2020 21 Erlendir staðlar um mýrar ekki taldir henta við íslenskar aðstæður Í ítarlegum Kveiksþætti Sjónvarps­ ins, undir stjórn Þóru Arnórsdóttur, í október 2016 var doktorsneminn Súsanna Mökel spurð hvort við gætum yfirfært alþjóðlega staðla um útreikning og losun og bindingu mýra yfir á íslenskt votlendi. Hún svaraði: „Ég held því fram að við getum það væntanlega ekki. Við höfum eldvirknina hér og mjög tíð eldgos, þannig að mýrarnar hér á landi eru steinefnaríkari en í öðrum löndum, þær fá mikil vindborin efni sökum gjóskufalls og líka frá þessum stóru auðnum sem við höfum í landinu. Það hefur mikil áhrif á kolefnisbindingu, niðurbrotsferli og kolefnishringrásina í heild. Ég held ekki að þessi staðlar séu hentugir fyrir íslenskar aðstæður.“ Engin tæmandi gögn eru til um losun né bindingu íslenskra mýra Þáttastjórnandi Kveiks spurði Súsönnu þá: „Þannig að eins og er, þá vitum við kannski ekki alveg nákvæmlega hversu mikið þær binda og hversu mikið þær losa.“ ­ Súsanna svaraði: „Nei, það eru rannsóknir í gangi um það og ég held að það sé smám saman að komast mynd á það, en við þurfum klárlega frekari rannsóknir á því.“ Samsetning jarðvegs Spurning 4: – Eru áætlanir um endurheimt mýra byggðar á rannsóknum varðandi samsetningu íslenskra mýra með tilliti til foksands og gosösku og losunargildi ólíkra jarðvegstegunda? Spurningin var m.a. hugsuð út frá viðbrögðum Súsönnu Mökel sem vísað er til hér að framan. Í svari ráðuneytisins við þessari spurningu segir: „Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á hvaða áhrif samsetning jarðvegs hefur á losun frá framræstum mýrum og er samsetning jarðvegs meðal þeirra atriða sem skoðuð eru sérstaklega þegar ráðist er í endurheimt votlendis. Fjölmargir aðrir þættir koma einnig til álita, s.s. áhrif endurheimtarinnar á búsvæði fugla, temprun vatnsflæðis o.s.frv.“ Þetta er athyglisvert svar. Þrátt fyrir að engin tæmandi gögn séu til um losun né bindingu á framræstu landi á Íslandi, þá halda íslensk stjórnvöld og ráðherra umhverfismála áfram að halda á lofti fullyrðingum um slíkt. Líka þótt vísindamenn telji að ekki sé hægt að yfirfæra erlenda staðla um mýrar yfir á íslenskar aðstæður, né að hægt sé að fullyrða hvað framræstu mýrarnar séu yfir höfuð að losa. Sex milljónir til Votlendissjóðs 2018 Spurning 5: – Hversu há hafa framlög ríkissjóðs verið til þessa og samkvæmt fjárlögum fyrir 2020, annars vegar í kolefnissjóð Kolviðar og hins vegar í Votlendissjóð? Hér er spurningunni ekki svarað beint, en sagt: „Votlendissjóður fékk stuðning frá Landgræðslunni á stofnári sjóðsins 2018 að upphæð 6 milljónir. Síðan hefur Landgræðslan lagt Votlendissjóði til þekkingu við undirbúning og mat á verkefnum.“ Spurning 6: – Hvaða áætlun er byggt á varðandi endurheimt votlendis? Hvernig landsvæði er þar í forgangi og á hvaða landsvæðum? Þarna er vísað í mikið plagg um merkilega aðgerðaráætlun. Að verk efninu eiga að koma fjölmargir aðilar, m.a. bændur. Þar er samt nær einungis vísað á áætlaðar tölur um losun og ávinning. Þar kemur þó fram að á árununum 2016–2018 hafi verið endurheimtir að meðaltali 45 hektarar á ári og áætlað er að 2022 verði endurheimtin komin í 500 hektara á ári. Í svarinu segir: „Ríkisstjórnin kynnti sl. sumar aðgerðaáætlun um bætta landnýtingu í þágu loftslagsmála. Þar eru m.a. kynnt markmið og aðgerðir stjórnvalda varðandi kolefnisbindingu og samdrátt í losun frá landi. Síðan hefur ríkið aukið fjárframlög til endurheimtar votlendis m.a. til að styrkja bændur og aðra landeigendur til slíkra aðgerða. Þegar ákvörðun er tekin um endurheimt votlendis er annars vegar horft til fýsileika (s.s. ávinnings og hversu auðveld endurheimtin er í framkvæmd) og hins vegar aðgengis að landi þar sem vilji landeigenda er ráðandi þáttur. Við mat á fýsileika er horft til losunar gróðurhúsalofttegunda en einnig annarra atriða, s.s. vatnsbúskapar landsins, stærð og samfellu svæðisins, áhrifa á nærliggjandi svæði, áhrifa á lífríki ofl,“ segir í svari ráðuneytisins. Varðandi fjármögnun verkefna segir í skýrslunni að fjármálaáætlun 2019–2023 geri ráð fyrir verulegri aukningu í fjárframlögum ríkisins til að hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Þar af er gert ráð fyrir að á árunum 2019–2022 verði varið alls 2,1 milljarði til verkefna sem fela í sér aukna kolefnisbindingu og sem stuðla að samdrætti í losun frá landi. Engar samanburðarmælingar gerðar á einstökum verkefnum Í svörum við spurningum 7–9 hér á eftir kemur fram að engar mælingar fara fram á gaslosun úr framræstu landi áður en mokað er ofan í skurði á einstökum stöðum. Ekki eru heldur gerðar samanburðarmælingar eftir að mokað hefur verið ofan í skurði á hverjum stað þrátt fyrir að samsetning jarðvegs geti verið mjög ólík. Einungis er stuðst við tilteknar staðbundnar mælingar sem Landgræðslan heldur utan um og þær yfirfærðar á öll önnur verkefni. Fullyrt er að niðurstöður verði birtar en engar upplýsingar gefnar um hvar megi leita að slíkum gögnum. Þetta hlýtur að teljast afar döpur niðurstaða og alls ekki í samræmi við það vísindalega yfirbragð sem menn hafa reynt að sveipa um þessa umræðuna um endurheimt votlendis. Spurning 7: – Eru gerðar mælingar á losun þess lands þar sem ætlunin er að endurheimta mýrar hverju sinni, áður en mokað er ofan í viðkomandi skurði? „Eins og viðgengst í öðrum svipuðum aðgerðum s.s. landgræðslu og skógrækt eru stundaðar rannsóknir/vöktun á ákveðnum svæðum og niðurstöður sem fást þaðan yfirfærðar á önnur svæði. Landgræðslan stundar vöktun á fjórum svæðum þar sem fylgst er með breytingum á lykilþáttum vistkerfis við endurheimt votlendis. Sterk fylgni er á milli vatnshæðar og losunar gróðurhúsalofttegunda og fylgst er með því hvort og hversu mikið vatnshæð hækkar við endurheimt allra stærri svæða. Rétt er að benda á að Land­ græðslan kemur ekki að öllum verkefnum þar sem unnið er að endurheimt votlendis. Landeigendur geta og hafa t.a.m. endurheimt votlendi á sínum jörðum án þess að nokkur annar komi þar að, rétt eins og landeigendur græða upp land og rækta tré á eigin forsendum.“ Spurning 8: – Verða gerðar reglulegar mælingar yfir einhverra ára tímabil á losun þess lands sem endurheimt er eftir að mokað hefur verið ofan í skurði til að meta árangur aðgerða? „Já á vöktunarsvæðum, sjá svar við spurningu 7.“ Spurning 9: – Ef svo er, verða slíkar mælingar aðgengilegar? „Niðurstöður úr slíkum mælingum verða birtar.“ Kaup á kolefnisvottorðum veitir engan eignarrétt í landi Spurning 10: – Hver er lögformleg staða lands þar sem mokað hefur verið ofan í skurði og seldar kolefnisjöfnunarviðurkenningar fyrir? „Endurheimt votlendis hefur engin áhrif á eignarréttarlega stöðu lands. Það er samningsatriði hverju sinni hvort og þá hve miklar takmarkanir eru á landnýtingu í kjölfar endurheimtar.” Sagt í valdi landeigenda að ákveða hvort votlendi sé aftur tekið í landnýtingu Spurning 11: – Er hægt að taka það land í notkun aftur t.d. fyrir landbúnað? „Rétt eins og með skógrækt og landgræðslu eru mismunandi samningar um mismunandi svæði. Yfirleitt eru bindandi samningar um ákveðinn árafjölda og að þeim tíma loknum er það landeiganda að ákveða hvað hann gerir við landið.“ Spurning 12: – Ef svo er, þurfa bændur þá að kaupa það til baka, þá af hverjum og hvaða forsendur verður þá lagðar fyrir verðlagningu þess lands? „Eignarrétturinn á landinu breytist ekki og er það sambærilegt við land þar sem landgræðsla eða skógrækt til kolefnisjöfnunar er stunduð.“ Spurning 13: – Eiga þeir sem keypt hafa kolefnisbindingarvottorð í endurheimt mýra, tilkall í það land, eða hver á það land lögformlega eftir að mokað hefur verið ofan í skurði? „Nei, ekki við það eitt að kaupa sér kolefnisbindinguna, ekki frekar en þau sem kaupa sér kolefnisbindingu með skógrækt eða landgræðslu eiga tilkall í land sem nýtt er í þeim tilgangi.“ Farið yfir frágang svæða sem endurheimt eru Spurning 14: – Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til að tryggja að ekki myndist hættur fyrir dýr og fólk á ógirtu landi þar sem mokað hefur verið ofan í skurði? Liggja fyrir leiðbeinandi reglur um frágang eftir slíkar framkvæmdir? „Á framkvæmdartíma eru svæðin ekki heppileg undir dýrahald frekar en önnur framkvæmdarsvæði. Við framkvæmd er hugað að öryggi dýra og fólks sem kann að sækja svæðin heim. Í leiðbeiningum um endurheimt votlendis sem samstarfsaðilar Landgræðslunnar fá er farið yfir frágang svæðanna, s.s. varðandi frágang uppfyllinga og opinna vatna sem myndast vegna endurheimtarinnar, í því skyni að minnka slysahættu eins og kostur er.“ Verður að fara að lögum Spurning 15: – Liggja fyrir reglur sem tryggja að einstakir landeigendur trufli ekki eðlilega framrás vatns neðar í landinu og hver er lagaleg staða landeigenda þar ef tjón verður hjá þeim vegna lokunar skurða og annarra vatnsrása ofar í vatnakerfinu? „Landeigendur þurfa í þessu ferli (líkt og varðandi annars konar breytingar á landnýtingu) að fara eftir gildandi lögum. Staða einstakra landeigenda, sem framkvæmdir kunna að hafa áhrif á, hvort sem um er að ræða þurrkun lands eða endurheimt votlendis, er skoðuð í hverju tilfelli fyrir sig. Rétt er að benda á að ákvæði vatnalaga veita í þessum málum ákveðna leiðsögn.“ Ekki sögð þörf á að vinna sérstakt deiliskipulag fyrir endurheimt votlendis Spurning 16: – Falla framkvæmdir við lokun skurða undir deiliskipulag sveitar- félaga? „Ekki er þörf á að vinna sér­ stakt deiliskipulag fyrir svæði þar sem til stendur að endurheimta votlendi. Nánar má lesa um endur­ heimt votlendis og skipulagsmál í sérstökum leiðbeiningum sem Skipulagsstofnun hefur gefið út, sjá http://www.skipulag.is/media/ pdf­skjol/Um_endurheimt_votlend­ is.pdf.” Fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum? Spurning 17: – Geta landeigendur krafist um- hverfismats vegna moksturs í skurði á aðliggjandi landi? „Endurheimt votlendis fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrif­ um. Þótt endurheimt votlendis falli ekki undir lög um mat á umhverfis­ áhrifum er fullt tilefni til að í til­ kynningu til sveitarstjórnar um áformaða endurheimt votlendis sé gerð grein fyrir líklegum áhrifum verkefnisins á náttúru og vatnaf­ ar á framkvæmdasvæðinu og landi umhverfis það, sem og væntum ávinningi í loftslagsmálum,” segir í svari ráðuneytisins. Það hlýtur að vekja athygli að endurheimt votlendis falli ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum ef áhrifin eru jafn stórfelld og yfirvöld telja þau vera í sínum yfirlýsingum. 匀欀漀爀爀椀 攀栀昀 ∠ 䈀氀搀猀栀昀椀 ㄀㈀ ∠ ㄀㄀  刀瘀欀 ∠ 㔀㜀㜀ⴀ㄀㔀㄀㔀 ∠ 眀眀眀⸀猀欀漀爀爀椀⸀椀猀 刀愀昀最攀礀洀椀爀椀渀渀  搀爀琀琀愀爀瘀氀椀渀渀椀 漀爀椀渀渀 最愀洀愀氀氀 漀最 氀切椀渀渀 㼀 嘀攀爀琀甀 琀椀氀戀切椀渀  瘀漀爀瘀攀爀欀椀渀 洀攀 刀䄀䘀䜀䔀夀䴀䄀刀 Sterkar líkur eru á að það þjóni litlum sem engum tilgangi í baráttunni gegn losun gróðurhúsalofttegunda að moka ofan í áratugagamla skurði eins og þessa á Ingjaldssandi. Mynd /HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.