Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 202034 Hótel Lækur hefur misst viðskiptavini sína og sækir nú á mið Íslendinga: Eru með margar perlur Suðurlands innan seilingar Ferðaþjónustubændur á Íslandi eru nú sem óðast að undirbúa þá einstöku tíma sem fram undan eru í ferðaþjónustunni. Flestir þurfa að breyta algjörlega um kúrs og ná í viðskiptavini meðal landa sinna í sumar. Hótel Lækur á Rangárvöllum, rétt ofan við Gunnarsholt, hefur frá stofnun árið 2011 sótt viðskiptavini sína að nánast öllu leyti út fyrir landsteinana, en til að halda sjó í sumar á tímum kórónuveirufaraldurs er lagt á ráðin með markaðssetningu á svæðinu fyrir Íslendinga. Margar af einstökum náttúruperlum landsins eru innan seilingar frá Hróarslæk, sem hótelið kennir sig við. „Ég var sjálfur í námi, var að vinna sem bókari og í ýmsu öðru áður, en svo fyrir rúmum tveimur árum síðan þá ákveðum við Sif, kona mín, að flytja í sveitina og koma inn í reksturinn,“ segir Sturla Norðdahl. „Núna sjáum við að mestu um daglegan rekstur á hótelinu.“ Hefðbundnum bóndabæ breytt í hótel Hótelið hefur byggst upp í nokkrum áföngum, en áður var þar hefðbundinn bóndabær og blandaður búskapur. „Foreldra mína, þau Gunnar Norðdahl og Emilíu Sturludóttur, langaði til að flytja í sveitina en þau áttu sumarbústað hér í nágrenninu og þekktu til staðarins. Þau voru í verslunarrekstri í borginni og langaði til að söðla um,“ segir Sturla um forsögu þess að fjölskyldan sest að þarna á bökkum Hróarslækjar. „Pabbi ólst upp í sveit og mamma er mikil hestakona, þannig að þetta var ekkert óeðlileg ákvörðun hjá þeim, að taka sig upp úr borginni,“ bætir hann við. Fyrst var tekið til við að breyta bæjarhúsinu og útihúsi í það sem núna er aðalbygging hótelsins. Það var árið 2011. Í upphafi átti þetta bara að vera lítið gistiheimili með fáein herbergi, en síðan uxu hugmyndirnar á framkvæmdastigunum. Síðar komu svo gulu gistihúsin. „Já, herbergjunum fjölgaði jafnt og þétt og nú eru herbergin 21 og gulu húsin fjögur að auki. Þá bættist veitingastaður líka við á leiðinni. Við erum með svolítinn hobbí-búskap með kindur og hesta og notum lambakjötið okkar fyrir veitingastaðinn. Hér eru 24 ær sem gefa okkur um 40 lömb á ári. Við höfum ekki lagt í að bjóða upp á hrossakjöt enn þá, enda er fólk frá ákveðnum löndum mjög viðkvæmt fyrir hrossakjötsáti og því betra að fara varlega í þeim efnum. Þetta eru mikilvægir viðskiptavinahópar. Við leggjum mikið upp úr því að fá hráefni úr nágrenninu, notum mikið lax og silung til dæmis líka, auk okkar eigin afurða.“ Heppileg tímasetning að opna hótel „Já, það má segja að það gat ekki verið heppilegri tími – það þurfti bara að opna dyrnar og ferðamennirnir streymdu inn,“ segir Sturla um tímasetningu foreldra hans á því að opna hótel á stað þar sem háttar til eins og við Hróarslæk. „Þau voru eitthvað að vandræðast með markaðssetninguna á hótelinu – hvað ætti að leggja áherslu á – en það reyndust óþarfa áhyggjur og þetta hefur nánast selt sig sjálft. Við höfum frá upphafi verið nánast eingöngu með erlenda ferðamenn – kannski nálægt 99 prósentum,“ segir hann. Reksturinn á Hótel Læk hefur gengið vel síðustu ár sem þau þakka ekki síst góðum umsögnum og eink- unnum á ýmsum ferðaþjónustuvefjum. Til dæmis eru þau með 9,6 í einkunn á hotels.com og eru afar vel metin á Tripadvisor meðal sambærilegra sveitahótela. Skipulagðar ferðir Auk þess að vera með hótelreksturinn er boðið upp á skipulagðar ferðir út frá Hróarslæk. „Já, við erum í samvinnu við leiðsögumenn og ferðaskrifstofur – og bjóðum upp á ferðir héðan í samvinnu við þá aðila. Hóparnir eru frekar litlir, þannig séð, og ferðirnar eru mest jöklaferðir, snjósleðar, ofurjeppar og hellar. Við leggjum talsvert upp úr norðurljósaferðum fyrir ákveðna hópa, enda hentar þetta svæði vel til að skoða þau með víðernin hér og fjarri ljósmenguninni. Svo myndar fjallgarðurinn fallega umfjörð, en það er kostur að vera ekki alveg ofan í þeim.“ „Í byrjun maí setti Sturla tilboð á gistingu á Hótel Læk inn á Facebook- síðu hótelsins, í því markmiði að kynna Íslendingum fyrir þessum ferðaþjónustumöguleika á Suðurlandi. „Já, það liggur fyrir að Kerrur og gjafabúnaður HATTAT T4100 með 113 hestafla Perkins mótor.Vendigír við stýri, vökvadrifin kúpling Verð frá: 5.850.000 + vsk VALLARBRAUT.IS Trönuhrauni 5 S-8411200 & 8417300 ÞETTA ER LÍKA DRÁTTARVÉL !!!!!!! ERUM MEÐ 16 TONNA KANE HARDOX MALARVAGNA OG 30 FETA RÚLLUVAGNA Á LEIÐINNI TIL LANDSINS ÞETTA ER HATTAT DRÁTTARVÉL CORVUS er fjórhjóladrifin dráttarvél með YANMAR dísilvél HST skiftingu, sturtanlegum palli og vönduðu húsi með miðstöð. Verð frá: 3.284.000 + vsk ÍSLAND ER LAND ÞITT Náttúruperlur í næsta nágrenni Hótel Lækur er á Rangárvöllum í Rangárþingi Ytra og vel í sveit sett fyrir Íslendinga sem vilja kynnast áhugaverðum stöðum á Suðurlandinu; hvort heldur í sögulegu samhengi eða vegna náttúrufegurðar. Að sögn Sturlu hafa erlendir gestir hótelsins mest sótt í eft- irfarandi ferðir út frá hótelinu: • Gullni hringurinn • Suðurstrandavegur • Landmannalaugar • Þórsmörk • Vestmannaeyjar • Þjórsárdalur • Fjallabaksleið syðri Annað sem gæti vakið áhuga Íslendinga: • Njáluslóðir og sögusetrið á Hvolsvelli • Seljalandsfoss • Skógafoss og Skógasafn • Seljavallalaug • Hekla • Keldur Sturla Norðdahl og Sif Ólafsdóttir í hlaðinu á Hótel Læk. Sauðburður á Hróarslæk, hér er horft yfir sveitahótelið og Hekla er í baksýn. Hótel Lækur á Rangárvöllum. Mynd / Úr einkasafni Á Keldum er einstök torfhúsaheild, í um sex kílómetra fjarlægð frá Hróarslæk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.