Íþróttablaðið - 01.04.1994, Síða 7
Það er ekki ólíklegt að Jón Kr. Gíslason, leikmaður og þjálfari ÍBK, reyni fyrir
sér hjá öðru lið næsta vetur.
ari. Þá hefur því verið hvíslað að AX-
EL NIKULÁSSON verði aðstoðar-
maður hans auk þess að þjálfa
drengja- og unglingaflokk félagsins.
KR er mikill fengur í þeim þjálfara.
FALUR HARÐARSON skiptir örugg-
lega aftur yfir í KR eftir að hann lýkur
námi frá Bandaríkjunum ívorogmeð
hann og hugsanlega BÁRÐ og BIRGI
verður liðið ekki árennilegt. Liðið
hlýtur að vilja halda í DAVID GRISS-
OM og svo þykir ekki ósennilegt að
JOHN RHODES, leikmaður Hauka
síðustu þriggja ára, leiki með KR á
næsta tímabili. Bæði Valur og KR föl-
uðust eftir honum en ekki er ósenni-
legt að Haukar vilji róa á önnur með
eftir bikarlaus ár. INGVAR verður að
öllum líkindum áfram þjálfari Hauka
enda afskaplega spennandi þjálfari.
ÍR og ÞÓR endurráða sína þjálfara
líklega leiki þau bæði í úrvalsdeild-
inni á næsta ári. BIRGIR GUÐ-
BJÖRNSSON er að gera góða hluti
með ÍR og HRANNAR HOLM með
ÞÓR. Væntanlega hafa liðin áhuga á
að styrkja sig og ekki er ólíklegt að 7.
og 8. menn hjá toppliðunum séu
orðnir þreyttir á að fá ekki að spreyta
sig og skipti yfir í ÍR eða Þór.
GUÐMUNDUR BRAGASON lýs-
ir því yfir í viðtali við íþróttablaðið að
hann ætli ekki að þjálfa Grindavík
næsta vetur. Þótt hann hafi náð stór-
góðum árangri með liðið segist hann
ekki vilja vera útbrunninn þjálfari um
þrftugt. Grindavík þarf því að fara að
þreifa fyrir sér.
JÓN KR. GÍSLASON hefur náð frá-
bærum árangri með ÍBK en hann hef-
ur verið þjálfari liðsins frá 1989 að
einu ári undanskildu. Þótt liðið hafi
ekki orðið íslandsmeistari í ár er ekki
ólíklegt að hann vilji breyta til — og
hætta á toppnum. Einhver þreyta
hlýtur að vera komin í hann og
mannskapinn þótt árangurinn hafi
verið góður og er því skynsamlegt að
breyta til á þessum tímapunkti. Jón
ætti að geta valið um þjálfarastöður.
VALUR INGIMUNDARSON hef-
ur gert góða hluti með NJARÐVÍK og
verður væntanlega endurráðinn.
Ómögulegt er að segja hvað gerist í
leikmannamálum hjá Njarðvík en
ekki kæmi á óvart þótt RONDEY
ROBINSON væri að leika sitt síðasta
tímabil með Njarðvík. Hann hefur oft
verið efins hvort hann komi að nýju
til landsins en vilji hann verða betri
körfuboltamaður hlýtur hann sækja
til lands þar sem hann fær harðari
keppni.
Vangaveltur hafa verið uppi um
það hvort banna ætti útlendinga í úr-
valsdeildinni næsta vetur en um það
verður væntanlega skorið á næsta
ársþingi KKÍ. Þá ræðst það líka hvort
fjölgað verður í deildinni og hvert
fyrirkomulagið verður.
Þar sem líklegt má telja að mörg lið
skipti um þjálfara kæmi ekki á óvart
þótt FRIÐRIK RÚNARSSON dustaði
rykið af þjálfaraskónum því hann
hefur látið í veðri vaka að hann sé
jafnvel tilbúinn í slaginn næsta vetur.
Hann náði frábærum árangri á sínum
tímaog væri hverju liði mikill fengur.
íþróttablaðið hefur tilfinningu fyrir
því að Grindavík falist eftir honum.
Þá kæmi ekki á óvart þótt lið færu að
leita til þjálfara eins o^ AXELS NIKU-
LÁSSONAR og STEFÁNS ARNARS-
SON sem hefur þjálfað meistaraflokk
KR í kvennaflokki. Þessir tveir þykja
þjálfarar framtíðarinnar en í þeirri
uppsveiflu, sem körfuboltinn hefur
verið í, hefur áhugi á þjálfun fylgt í
kjölfarið. Nýir þjálfarar gætu þvi
skotið upp kollinum á næstunni.
Reyndar hefur heyrst að Stefán Arn-
arson ætli að taka sér frí frá þjálfun
næsta vetu r en það kem u r í Ijóst hvort
hann lætur verða að því.
Undarlegur feluleikur hefur verið í
gangi í öllu sem viðkemur ráðningu
landsliðsþjálfara og hafa menn búist
við að heyra frá KKÍ síðustu vikur en
eitthvað ætlar ráðningin að dragast á
langin. Næstu verkefni landsliðsins
eru Polar Cup um næstu áramót og
Smáþjóðaleikar og Evrópukeppni
landsliða á næsta ári en það verður
að teljast stórfurðulegt að enginn
landsliðsþjálfari skuli vera starfandi í
þeirri íþróttagrein sem er í hvað
mestri uppsveiflu um þessar mundir.
7