Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 27

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 27
myndast í of miklum mæli í vöðvun- um. Mjólkursýra, sem er þreytuefni, takmarkar þannig hámarksafköst. Illa þjálfaður einstaklingur nær ekki að brenna fitu við þjálfun þar sem álag á líkamann verður strax of mikið og brennsla hefst strax á kolvetnum. Þá er stutt í myndun mjólkursýru og þjálfunin skilar ekki tilætluðum ár- angri. Hvað orsakar of há mjólkursýra? 1. Of hátt giidi mjólkursýru eykur sýrustig vöðvafrumanna og um- hverfis þeirra. Aukið sýrustig minnk- ar þol og eykur hættu á ofþjálfun. Hækkað sýrustig getur einnig orsak- að skemmdir í frumuveggjum frum- anna, sem getur tekið frá 24-96 tíma að ráða bót á. 2. Of há mjólkursýra truflar „coordination" eða samhæfingu líkamans, það er mjólkursýra fer upp fyrir 6-8 Mmól. Þá er mest hætta á mistökum íþróttamanna, til dæmis í handbolta, fótbolta eða körfubolta. 3. Aukið sýrustig eykur hættu á íþróttasköðum vegna smámeiðsla í vöðvunum. 4. Of há mjólkursýra seinkar end- urnýjun á krentínfosfati í vöðvun- /um. 5. Of há mjólkursýra hægir á fitu- brennslu. Þegar mjólkursýra er í 2- 2,5 mMól er 80-90% hluti orku- brennslunnar fita. Ráðleggingar í þjálfun Þegar verið er að þjálfa og álag verður meiraen svo að líkaminn anni því með eðlilegum súrefnisskiptum fer mjólkursýra að myndast. Þrösk- uldurinn er talinn liggja við 4 niMól þéttni mjólkursýru. Mjólkursýru- þjálfun ætti að vera mest 1-2 sinnum í viku. Þá eru keppnir meðtaldar. Ef keppt er einu sinni í viku ætti mjólk- ursýra ekki að myndast nema á einni æfingu í viku. Þegar keppt er tvisvar sinnum í viku eiga bara að vera léttar æfingar. Endurhæfing vöðvanna fer fram á mjólkursýrugildi undir 2mMólum. Þolþjálfun fer fram á milli 2-4 mMólum. Róleg þolþjálfun fer fram á um 2-3 mMólum. íþróttamaður í mjólkursýrumælingu í Sjúkraþjálfun Reykjavíkur. * Kröftug þolþjálfun fer fram á 3-4 mMólum. Álagsþjálfun fer fram í 4-6 mMól- um. Maraþon ætti að hlaupa á 2,5 mMól 0,5. Þjálfun ætti ekki að stunda mikið yfir 6-8 mMól. Dr. Liesen, sem er þýskur lífeðlis- fræðingur og hefur haldið fyrirlestra hér á landi, segir að ekki ætti að þjálfa í mjólkursýruálagi. Þjálfunarmunstur margra a. Þeir, sem ekki hreyfa sig, stunda kyrrsetustörf og hafa áhugamál sem ekki krefjast hreyfingar missa smám saman þol. Það er að blóðrás, hjarta og æðakerfi drabbast niður og efna- skipti hægjast. Smám saman fer sú litla hreyfing, sem framkvæmd er, að verða viðkomandi ofviða. Hann fer að nota fjarstýringu, þráðlausan síma, biður aðra um að rétta sér hlut- ina og hreinlega nennir ekki að hreyfa sig. Smám saman fer viðkom- andi að mynda mjólkursýru við minnsta álag. Minnsta hreyfing verð- ur að þrekæfingu. b. Einhver, sem ekki hefur hreyft sig lengi, ætlar að gera átak í þeim málum. Það er rokið í sund, hlaup stunduð eða farið í leikfimi. Þar sem grunninn vantar og kappið er meira en forsjáin lætur árangurinn á sér standa og viðkomandi hættir fljót- lega þjálfuninni. Við þjálfunina er þjálfað í háum mjólkursýrugildum, oft yfir 10 mMólum. Þol eykst ekki ög fitubrennsla er engin. c. íþróttafólk. Sagt er að æfingin skapi meistarann. En rannsóknir hafa sýnt að hvíldin er ekki síður mikil- væg. Allt of oft hafa íslenskir afreks- menn fallið í þá gryfju að þjálfa allt of mikið, við allt of mikið álag og gleyma hreinlega að hvíla sig. Niðurstaða Ofsnemmterað álykta útfrá þeim mælingum sem gerðar hafa verið hingað til. En niðurstöður þeirra benda til að grunnþjálfun íslenskra íþróttamanna sé ábótavant og að oft sé þjálfað við allt of mikið álag. Mikl- ar líkureru á að of margir fari of geyst af stað þegar þeir hefja þjálfun, á hvaða afreksstigi sem það kann að vera. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða einstakling sem ætlar að hreyfa sig til heilsubótar, einhvern sem ætlar að grenna sig með þjálfun eða þann sem ætlar að ná árangri sem íþróttamaður. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.