Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 51

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 51
Samantekt: Þórlindur Kjartansson og Eggert Aðalsteinsson. Komið hafa upp hugmyndir um breytingu á fyrirkomulagi Úrvals- deildarinnar á næsta ári. Þessar breytingar munu, ef þær ná fram að ganga, fela í sér fjölgun Úrvalsdeild- arliða í 12 og að 8 lið kæmust í úr- slitakeppni í stað fjögurra. Um þess- ar mundir er þetta eitt „heitasta" málið í körfuboltaheiminum. íþróttablaðið hafði samband við nokkra spekinga og spurði þá álits. Friðrik Rúnarsson Þegar íþróttablaðið hafði samband við Friðrik Rúnarsson, þjálfara, hafði hann ýmislegt um málið að segja. Friðrik er mjög hlynntur þeirri hug- mynd að liðum verði fjölgað. Hann telur að sá fjöldi ungra leikmanna, sem er farinn að banka á dyr meist- araflokkanna, kalli á fleiri lið. Góð- um leikmönnum hefur einfaldlega fjölgað svo mikið að deildin verður að bregðast við. „Það er mjög mikil- vægt að sem flestir fái tækifæri til að spreyta sig, sérstaklega sá mikli fjöldi efnilegra leikmanna sem er að koma upp um þessar mundir. Með fjölgun liða geta ungir leikmenn komist að hjá veikari liðum og þroskast í þeirri samkeppni sem Úrvalsdeildin býður upp á. Dæmi um þetta er Keflvíking- urinn Sverrir Sverrisson sem hefur stýrt liði Snæfells í vetur og spilað frábærlega. Á Stykkishólmi bauðst honum tækifæri sem líklega hefði ekki verið til staðar hjá ÍBK. Þess vegna hefur hann hlotið dýrmæta reynslu íveturog náð að þroska hæfi- leika sína," sagði Friðrik. Hann telur óþarft að hafa áhyggjur af því að getumunur verði of mikill í deildinni, því þróun körfuboltans hérlendis sé svo hröð að fjölgun sé í raun nauð- synleg. Friðrik telur að 8-liða úrslita- keppni, þar sem vinna þarf 2 leiki í fyrstu umferð, þrjá í annarri og fjóra í lið í Úrvalsdeild! úrslitum, sé mjög gott fyrirkomulag. Þetta mundi auka umsvif úrslita- keppninnar og leiða af sér aukna um- fjöllun, fjölgun áhorfenda, auknar tekjur og umfram allt skemmtilegri leiki. Ingvar jónsson Segja má að fyrir lið eins og Hauka sé núverandi kerfi hvað ósanngjarn- ast. LiðiðvarmeðlOstigummeiraen Skagaliðið en komst þó ekki í úrslita- keppni sökum óheppilegrar riðla- skiptingar. Þaðer þvíkannski ekki að furða að Ingvar Jónsson, þjálfari liðs- ins, vilji ólmur breyta til. Iþróttablað- ið hafði samband við hann og innti hann álits á hugmyndum um liða- fjölgun. Ingvar telur löngu tímabært að fjölga liðum í deildinni og breyta fyrirkomulagi úrslitakeppninnar. „Forkeppnin er allt of löng, það þarf að auka áhersluna á úrslitakeppnina því hún er skemmtilegust fyrir áhorf- endurog í raun er það úrslitakeppnin sem allt snýst um. Þegar úrslita- keppni hefst getur allt gerst og at- burðir og afrek forkeppninnar skipta litlu. Leikirnireru skemmtilegri, um- fjöllun er meiri og áhorfendum fjölg- ar," sagði Ingvar. Best telur hann að hafa riðlana tvo áfram en fjölga seinna í þrjá og hafa þá fjóra í fram- tíðinni að amerískri fyrirmynd. í 8- liða úrslitakeppni vill Ingvar hafa sama fyrirkomulag og Friðrik Rúnars- son, hann telur að þetta fyrirkomulag bjóði upp á spennandi leiki, mögu- leika áóvæntum úrslitum en að besta liðið komi ávallt til með að sigra. Ingvar telur heppilegast að vinnings- hlutfall ráði því hvaða lið fá sæti í úrslitum. Helgi Bragason Helgi Bragason, dómari, er hlynnt- ur fjölgun liða. Fleiri lið hafa augljós- lega í för með sér fjölgun leikja. Sá áhugi sem er á körfunni í yngri flokk- 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1017-3579
Tungumál:
Árgangar:
64
Fjöldi tölublaða/hefta:
390
Gefið út:
1935-2012
Myndað til:
2012
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Íþróttasamband Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.04.1994)
https://timarit.is/issue/408556

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.04.1994)

Aðgerðir: