Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1994, Qupperneq 23

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Qupperneq 23
Skólinn er númer eitt Tryggvi Nielsen, badmintonmaður Tryggvi Nielsen er 17 ára og er einn efnilegasti badmintonspilari landsins. Hann stundar nám við Menntaskólann við Sund. Hann hef- ur þrívegis orðið íslandsmeistari, en besta árangur sinn segir Tryggvi vera 3.-4. sæti á Norðurlandamóti ungl- inga, auk þess sem hann lék til úrslita í tvenndarieik í meistaraflokki í jan- úar síðastliðnum, en tapaði þar fyrir systursinni, Elsu Nielsen. Hann æfir fimm sinnum í viku. Tryggvi er á 40 þús. kr. styrk á mánuði hjá afreks- mannasjóði ÍSÍ og einnig fær hann styrk hjá Eimskip, auk þess sem hann fær allan útbúnað, fatnað, bolta og spaða frá Yonex-umboðinu. Tryggvi segir það lykilinn að ár- angri að taka þátt í fjölda móta er- lendis lágmark 10 mótum á ári, bæði í Evrópu og í Asíu og til þess þurfi talsvertfjármagn fyrir utan að komast í æfingabúðir. Hann segir skólarin verá vandamál ef viðkomandi íþróttamaður ætli sér á toppinn og þá verði annað hvort að fara hægar í gegnum hann eða jafn- vel að sleppa honum. Hvað síg varði sé hann ákveðinn í að klára mennta- skólann, sem hann segir vera númer eitt í dag, en badmintonið komí á eftir. „Það þýðir ekkertað vera á fullu í skólanum og ætla að Ijúka námi eins og ekkert sé auk þess að ætla að ná toppárangri í íþróttinni" — Hversu lengi heldur þú þetta út miðað við núverandi aðstæður? „Ég veit það ekki. Égætla a.m.k. að klára skólánn. Ætli máður reyni ekki að komast í nám érléndis, en það eru margir staðir þar sem sóst er efti r góð- um spilurum, t.d. í Þýskalandi. Fé- lagsliðin í„Bundesligunni" borga vel og ég tel möguleika á að éggeti kom- ist inn í eítthvert þeirra og stundað nám með." mm : '-íááSrl m\ AHEIMAVELLI „LILLE- T0MBA“ ALBERTO TOMBA sagðist vera kominn til Lillehammer til þess að verða fyrsti skíða- maðurinn í Alpagreinum sem ynni til gull- verðlauna á þremur Ólympíuleikum í röð. Tomba, sem þykir mikill grínisti og hefur tonn af sjálfstrausti, sagði á blaðamanna- fundi fyrir leikana í Lillehammer að sér hefði fundist við hæfi að Albertville hefði verið skírt Albertoville eftir að hann vann til gull- verðlauna þar. Blaðamaður spurði þá hvað hann vildi að Liilehammer héti ef hann ynni til verðlauna á leikunum. „Lille-Tomba,“ svaraði Tomba að bragði. VERÐUR EIITHVAÐ ÚR MANNING? Þegar DANNY MANNING, leikmaður Los Angeles Clippers, kom fram á sjónarsviðið í körfunni var talað um hann sem undramann sem ætti eftir að leggja heiminn að fótum sér í körfubolta. Núna er Manning orðinn 26 ára og fólk situr enn... og bíður en ekkert virðist ætla að rætast úr stráksa þótt hann hafi tvívegis verið valinn til þess að keppa í All-Star leiknum. Vissulega er Manning góður körfuboltamaður en hann þykir ekki hafa sýnt það sem í honum býr. Margir eru með haldbærar skýringar og segja að hann hafi verið með sex ólíka þjálfara síðustu sex árin, að slakt gengi Clippers undanfarin ár dragi úr honum vígtennurnar og hinir sömu vilja meina að hann þurfi að skipta um lið til þess að fara að blómstra. Fyrrum þjálfari Manning segir: „Hann er einstakur persónuleiki og það er honum mikið í mun að öllum líði vel. Það, sem veitir honum mesta ánægju, er að upplifa gleði með öðrum. Hann lifir stundum í ævintýraheimi. Besta dæmið um slíkt er þegar hann varð að vera viðstaddur þegar félagi hans hringdi heim til þess að segja foreldrum sínum frá sínum fyrsta leik með Clippers og hvernig honum gekk.“ 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.