Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1994, Page 25

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Page 25
EKKI FLEIRI „ÞRÍPÚTT “ Ástæða þess að menn þrípútta er yfirleitt sú að þeir eru of uppteknir við að halda réttri stefnu á kostnað fjarlægðarinnar Fátt kvelur kylfinga meira en að þrípútta því það fer gjörsamlega með heildarárangurinn. Þegar púttað er hugsa kylfingar ýmist um stefnuna (setja boltann beint niður) eða fjar- lægðina að holunni. Næstum allir, sem eru gjarnir á að þrípútta, einbeita sér of mikið að stefnu boltans og van- meta þar með fjarlægðina. Þegar við púttum án tilfinningar fyrir fjarlægð- inni og missum marks sláum við kröftugar næst með enn verri árangri En hver er þá ástæða þess að kylf- ingar, sem hugsa fyrst og fremst um fjarlægðina að holunni, nota aldrei þrjú pútt? Vegna þess að þeim tekst vel upp með fyrsta púttið. Hér er gott ráð fyrir þá sem vilja bæta púttin hjá sér. Taktu þrjá 50 sm snærisspotta og legðu þá á æfinga- grínið. Einn í 15 m fjarlægð, annan í 23 m fjarlægð og þann þriðja í 30 m fjarlægð (sjá mynd). Púttaðu þremur þoltum að hverju snæri og reyndu að láta þá stöðvast upp við spottann. Mældu síðan fjarlægð hvers bolta frá snærinu, leggðu fjarlægðirnar saman og reyndu að bæta þig með næstu níu boltum. Með því að miða að snærinu, sem er 50 sm, en ekki að lítilli holu þjálfarðu hugann í því að meta fjarlægðina betur. Eftir þessa æfingu er gaman að spila hring en leggja snærið ávallt fyrir aftan hverja holu, sem er fyrir miðju snærisins, og einbeita sér að fjarlægðinni í stað stefnunnar. Sann- aðu til að þú hættir nánast að þrípútta. Smám saman ferðu að ímynda þér snæri fyrir aftan hverja holu og síðan verður þetta svo með- vitað að þú ferð að setja hvern bolt- ann niður á fætur öðrum. (Golf magazine) Svona er gott að æfa púttið!

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.