Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 15
komin skýringin á titli Guðjóns. Ef marka má jarðýtuyfirbragð leik- manna, sem auðvitað fara í hvívetna eftir settum reglum, þá gefa pítsurnar hrikalega! Nú! Léttleikann (hinn andlega) vantar ekki í þetta lið en á þessari æfingu var mannskapnum þannig skipt: Lið A var skipað leikmönnum með yfir 20% líkamsfitu. Lið B var skipað leikmönnum með undir 20% líkamsfitu. Hér er átt við það að meira eða minna en fimmtungur lík- amsþunga leikmanns sé þessi rúm- taksmiklaeinangrun. Aumingjans út- sendari íþróttablaðsins á vettvangi var alsaklaus settur í andstæðinga- hóp hinna fitumeiri. Það er heidur ekki ofsögum sagtaðgreyið hafi talist fitusprengt að æfingu lokinni. Jæja, Eggert Bogason bankar karlmann- lega í hnakka Einars Kristjánssonar sem var á leið í svif en vitanlega er ekkert dæmt. þarna dönsuðu sem sagt hástökkvar- ar og kastarar líkt og ballettdans- meyjar á ísilögðu Svanavatni. Að minnsta kosti bera þeir gæfu til for- sjálni gólfsmíðameistara í íþróttahús- um að þar er undirlagið sérstyrkt að því er virðist með sérstöku tilliti til körfuknattleiksliða af þessu tagi. Að vísu reyndist Lið B mun tindilfættara en Lið A, af skiljanlegum ástæðum, sem jafnaði mjög leikinn. HUNDRAÐ STIG í LEIK Sumir, sem þarna keppa, æfðu körfubolta á sínum yngri árum og það leynir sér ekki, að öllu gamni slepptu. Rífandi gangur er nú hjá lið- inu að lokinni fyrstu umferð en þrjár umferðir eru leiknar, fjórir leikir í Körfuboltasnillingarnir: Frá vinstri: Eggert Bogason, Einar Vilhjálmsson, Guðjón Gíslason, Einar Kristjánsson og Guðmundur Karlsson. hverri. Það hefur unnið Siglingafé- lagið Þyt, Gróttu, Hörð Patreksfirði og Fylki og hafa leikmenn ÍH/Pizza 67 náð að gera 100 stig í leik. Tölu- vert er um að hópar taki sig svona saman og leiki í annarri deildinni. Sumir eru bara á spútnikskónum, eru að halda sér í formi, meðan aðrir taka keppnina alvarlega og hafa sett markið á fyrstu deildina. Sem sagt: Spútnikdeild með alvörugefnu ívafi. Leikmenn liðsins, sem hér er til umfjöllunar og telst til spútnikliða, æfa tvisvar til þrisvar í viku, gjarnan eftir að hafa tekið á því í lyftingaklef- anum og má lesandinn geta nærri um „fílinginn" sem undir þeim kring- umstæðum ræður för. Annars er svo sem enginn óhóflegur ruddaskapur viðhafður íboltanum, manni lístbara ekki á skrokkana þegar þeir koma askvaðandi. Hittnin er einnig með ólíkindum frá öllum mögulegum, og ómögulegum, stöðum vallarins. Kæmi mér ekki á óvart að kastararnir í hópnum myndu stilla upp körfum við þau lengdarmörk sem þeim þykir fýsilegt að ná næstkomandi sumar, svo vanireru þeirorðnirað hitta. Há- stökkvarinn í hópnum gæti síðan fengið sér hærri körfu en gengur og gerist að prýði körfuknattleiksvelli. Hann getur troðið tiltölulega auð- veldlega eins og körfurnar eru að öllu eðlilegu staðsettar og ætti að geta hoppað hærra en nokkru sinni með því setja eina slíka vel hátt yfir rána. Fari menn að þessum ráðum er víst að þeir eiga eftir að bæta sig verulega á komandi sumri! Og það án þess að fá á sig villu... VISSIR ÞU... • ... að KRISTINN R. JÓNSSON, sem gerðist leikmaður og þjálfari meistaraflokks Hauka eftir lang- an og glæsilegan feril hjá Fram, er 4. leikjahæsti leikmaður Fram frá upphafi. Hann á 296 leiki að baki með félaginu. • ... að meistaraflokkur FRAM í knattspyrnu hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku því 9 leikmenn hafa yfirgefið félagið. Þeir eru: Kristinn R. Jónsson (Haukar), Jón Sveinsson (FH), Pétur Arnþórs- son (Leiknir), Kristján Jónsson (Bodö), Guðmundur Páll Gísla- son (Valur), Ingólfur Ingólfsson (Stjarnan), Valdimar Kristófers- son (Stjarnan), Rúnar Páll Sig- mundsson (IF Sogndal) og Atli Einarsson (FH). • ... að meistaraflokkur FRAM í knattspyrnu hefur fengið liðs- styrk í 9 nýjum leikmönnum. Þeir eru: Guðmundur Steinsson, Ant- on Björn Markússon, Gauti Laxdal, Haukur Pálmason, Hólrn- steinn Jónasson, Pétur Marteins- son, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Kristinn Hafliðason og Sigurþór M. Þórarinsson frá Reyni, Sand- gerði. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.