Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 37
W: „Á ótal vegu því þetta eru gjör-
ólíkar þjóðir. Ykkur virðist t.d. aldrei
verða kalt en á sama tfma er ég að
frjósa. Hér tekur fólk upp puttalinga
en það myndi ég aldrei gera heima
því það er of áhættusamt. Hér eru fái r
glæpir og þetta er mjög hreint land."
— Hvernigstenduráþvíaðsvert-
ingjar eru ekki góðir sundmenn og
fara nánast aldrei á skíði?
W: „Svertingjar komast sjaldnar í
laugar en hvítir og að auki er of kalt
að vera í sundlaug. Það er sömuleiðis
of kalt að vera á skíðum. Ég er reynd-
ar byrjaður að fara í sund hér en í
fyrstu hélt ég að ég myndi drepast úr
kulda. Við erum einfaldlega öðruvísi
en þið."
— Hvers saknarðu mest að heim-
an?
W: „Matarins. Ég sakna þess að
geta fengið mér almennilega ham-
borgara hér. McDonalds-hamborg-
ararnir hér eru vondir. En mér þykja
Kentucky kjúklingabitar góðir."
— Býrðu einn?
W: „Já,"
— Hvernig mat eldarðu?
W: „Ýmislegt, t.d. pastarétti. Ég
kann ýmislegt fyrir mér."
— Borðarðu svið?
W: „Kindahausa? Ertu bilaður? Ég
þori ekki að líta í augun á þessum
greyjum þar sem hausarnir liggja í
matvöruverslununum. Ég myndi
aldrei borða kindahausa. En hér er
besti fiskur í heimi."
— Hver er versta reynsla sem þú
hefur orðið fyrir á íslandi?
W: „Að þurfa að fljúga með lítilli
flugvél norður á Sauðárkrók. Ég var
skíthræddur. Ég lenti einu sinni í því
að vera í flugvél sem varð eldsneytis-
laus á flugi en hún sveif til jarðar og
brotlenti. Síðan hefég verið hræddur
í litlum flugvélum. Heima gat ég tek-
ið pillur og sofið á leiðinni í leiki en
það er ekki hægt hér."
— Hugsarðu stundum um dauð-
ann?
W: „Já, það kemur fyrir."
— Hvaðheldurðuaðtakiviðeftir
dauðann?
W: „Ég trúi þvf að maður fæðist
aftur. Ég vil t.d. verða fugl í næsta lífi
því þeir virðast lausir við allar
áhyggjur og eru svo frjálsir."
Guðmundur og Wayne hafa snúið bökum saman í vetur.
• ... að meðal gárunganna gengur
meistaraflokkur Fram í knattspyrnu
undir nafninu GUMMI OG GRÍSL-
INGARNIR!
• ... að ÁGÚST GYLFASON, leik-
maður Vals í knattspyrnu, byrjar
hugsanlega ekki að spila með Val
fyrr en í lok júní. Hann hefur leikið
með Solothurn frá Sviss í 2. deild í
vetur og komist liðið í úrslitakeppn-
ina kemur Ágúst ekki til íslands fyrr
°en um miðjan júní.
• ... að þegar PETER BEARDSLEY,
lék með enska landsliðinu gegn Dön-
um á dögunum, eftir þriggja ára út-
legð, sögðu menn að „niiklir hæfi-
leikar hefðu losnað úr fangelsi."
Beardsley lék víst frábærlega í leikn-
um.
• ... að ÞORSTEINN ÞORSTEINS-
SON, fyrrum landsliðsmaður í knatt-
spyrnu úr Fram, sem lék með Fjölni í
fyrrasumar, hefur skipt yfir í Þrótt,
Reykjavík en hann lék með Víkingi
sumarið 1992.
Boston Roud
Stærðir: UK 6,5-12,5.
Viðm. verð 7.990.-
Stærðir: herra UK 6,5-12,5. dömu UK 3-8.
Viðm. verð 5.490.-