Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 36

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 36
reyni að koma öllum inn í leikinn. Ég skýt sjaldnar og skora þar af leiðandi mun minna. í vetur hef ég haft öðru hlutverki að gegna. Sem þjálfari fékk ég það í gegn að við fengum lágvax- inn útlending til liðs við okkur en ekki hávaxinn eins og síðastliðin ár. Ég hef verið að „dekka" bestu mið- herja Evrópu í leikjum með lands- liðinu og öðlast mikla reynslu við það og þess vegna fannst mér okkur ekki vanta miðherja heldur bakvörð. í vetur hef ég lagt þann metnað í varnarleikinn að halda stóru mönn- unum í hinum liðunum niðri ásamt því að hirða fleiri fráköst en áður og hvorutveggja hefur tekist ágætlega." — Sumir vilja meina að þú hafir leikið best allra íslensku leikmann- anna í vetur — og það með ábyrgð sem þjálfari á herðunum. G: „Ég hef ekki fundið fyrir neinni pressu sem þjálfari því ég er með tvo mjög góða aðstoðarmenn á bekkn- um. Allir leikmenn Grindavíkur eru að leika betur en áður og er ástæða þess sú að við höfum gaman af því sem við erum að gera." — Ertu hlynntur fjölgun liða í deildinni? G: „Já, ég er það en ég er á móti riðlaskiptingunni. Ég vil frekar hafa eina deild, eins og í handboltanum. Slíkt nær vonandi fram að ganga." — Hvernig finnst þér þróunin hafa verið í körfuboltanum þann áratug sem þú hefur verið í eldlín- unni í meistaraflokki? G: „Áhuginn fyrir körfubolta er gíf- urlegur en það er af sem áður var. Auðvitað er ég hlutdrægur en ég er nokkuð viss um að körfuboltinn eigi eftiraðverðavinsælastaíþ róttagre i n - in á íslandi eftir nokkur ár. Hraðinn, tæknin ogspennan geturaldrei orðið eins mikil í hinum boltaíþróttunum." — Samt hefur maður það á til- finningunni að körfuknattsleikssam- bandið sitji dálítið eftir í þessum uppgangi. Hvert er þitt álit á því? G: „KKÍ eyðir kannski of mikilli orku í að reyna að gera deildina á íslandi eins og NBA deildina, skipta henni eftir landshlutum, sem mér finnst alrangt. Hins vegar mætti skipta keppni í yngri flokkunum eftir landshlutum til að fækka erfiðum ferðalögum að vetri til. Það, sem hef- ur staðið körfuboltanum að sumu leyti fyrir þrifum, eru landsliðsmálin og það að ekki skuli vera búið að „Unglingastarfi KKÍ er illa sinnt," segir Guðmundur Bragason. — Hvern sérð þú fyrir þér sem landsliðsþjálfara? G: „Eftir að hafa kynnst þjálfara Tindastóls, Peter Jelic, lítillega líst mér mjög vel á hann. Annars þarf fyrst og fremst að fá áhugasaman að- ila sem hefur trú á því að við getum komist í fremstu röð." — Hvað ætlar þú að gera eftir keppnistímabilið með Grindavík, Wayne? W: „Égá að byrja að leika með liði í Kanada 22. apríl en ég veit samt ekki hvort ég fer því ég er dauðþreytt- ur eftir tímabilið. Fari ég ekki til Kan- ada ætla ég að sinna þjálfun í körfu- boltabúðunum sem ég hef starfrækt heima í þrjú ár. Síðan sé ég til hvað gerist." — Gætirðu hugsað þér að koma aftur til íslands? W: „Það er vel inni í myndinni en ég myndi aldrei leika með öðru liði en Grindavík." — Hvaðgerirðuþegarþúertekki að æfa eða leika? W: „Ég lyfti yfirleitt lóðum á morgnana og hvíli mig svo eftir há- degi fyrir æfingar. Á frídegi fer ég í bíó eða stytti mér stundirnar á annan hátt. Mér finnst nauðsynlegt að lyfta — bæði til þess að viðhalda styrkn- um og til þess að minnka meiðsla- hættu." — Á hvaða hátt eru íslendingar ólíkir Bandaríkjamönnum? ráða landsliðsþjálfara er alveg út í hött. Landsliðið er andlit íþróttarinn- ar út á við og því þarf að sinna miklu betur en gert er. Sem dæmi um styrk- leika landsliðsins töpuðum við fyrir Þjóðverjum með 10 stigum í fyrra og stuttu seinna urðu þeir Evrópumeist- arar. Það segir okkur að okkur vantar herslumuninn til þess að vinna bestu þjóðir Evrópu og við eigum fjöldann allan af efnilegum strákum sem gætu orðið stórgóðir körfuboltamenn verði vel að málum staðið. í Grinda- vík eru strákar sem eru jafngóðir í körfubolta og fótbolta og eru fremstir meðal jafnaldra sinna á íslandi en þeir taka fótboltann fram yfir því þeir fá að fara erlendis í æfingarbúðir, í keppnisferðir með landsliðinu og svo mætti lengi telja. Með þessum hætti missum við okkar bestu stráka yfir í aðrargreinar því unglingastarfi KKI er illa sinnt." 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.