Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 31

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 31
Menn tala um að Einar Þorvarðarson, þjálfari Selfoss, taki við HK nái liðið að vinna sér sæti í 1. deild. MUNDUR KARLSSON verði áfram með liðið. Líklegt má telja að GUNNAR GUNNARSSON haldi áfram með Víking og GUÐMUNDUR GUÐ- MUNDSSON verði endurráðinn þjálfari Aftureldingar eftir gott gengi. ÞáerlfklegtaðÓLAFUR LARUSSON haldi áfram með KR þótt sumir vilji meina að KR þurfi nýjan þjálfara til þess að strákarnir fengju það spark í rassinn sem þyrfti til að fylgja góðum árangri eftir. Ölafur hefur alið strák- ana upp síðastliðin 6 ár og líta þeir væntanlega á hann sem einn úr hópnum. Daninn JAN LARSEN verð- ur líklega áfram með Þór. Ef við skoðum það sem er líklegra að gerist í þjálfaramálum, burtséð frá því sem hvíslað er manna á milli, hljóta Valsmenn að vilja halda í ÞORBJÖRN JENSSON og fá Geir Sveinsson eingöngu sem leikmann. Þetta er ekki ólíklegt því vilji Geir verða í toppformi á HM á næsta ári hlýtur að vera betra fyrir hann að ein- beita sér að því að spila. Fari Þor- björn ekki til FH er hugsanlegt að GUÐMUNDUR „DADU" MAGN- ÚSSON taki við liðinu. Þá verður að teljast líklegt að ALFREÐ GÍSLASON haldi áfram með KAeittár íviðbótog spili að auki því menn eins og Valdi- mar Grímsson og Sigmar Þröstur Óskarsson hljóta að hugsa sér til hreyfings hætti Alfreð. Vera þeirra í KA hlýtur að hanga á sömu spýtunni og þjálfun Alfreðs. Þá þykir ekki ósennilegt að EINAR ÞORVARÐARSON verði ár í viðbót á Selfossi ásamt Sigurði Sveinssyni en heyrst hefur að EYJÓLFUR BRAGA- SON, núverandi þjálfari Fram, verði annaðhvort þjálfari ÍR eða Stjörnunn- ar sem hann er vel kunnugur. Einnig gæti ÍBV verið inni í myndinni hjá honum. Gangi þetta eftir þurfa lið eins og ÍBV, ÍR eða Stjarnan að leita sér að þjálfara og koma menn eins og VIGGÓ SIGURÐSSON þá helst til greina þótt hann hafi víst sagt að hann muni ekki snúa sér að þjálfun að nýju. Hann myndi þó aldrei neita Víkingi, eða hvað? Sumir vilja meina að Stjarnan þurfi að ráða grimman aðkomumann sem þjálfara til þess að ná að verða stórveldi og hampa ís- landsmeistaratitlinum en hingað til hafa „heimamenn", á borð við Eyjólf Bragason, Brynjar Kvaran og Gunnar Einarsson, nánast eingöngu þjálfað liðið. Einhverjar hrókeringar verða í þjálfaramálum hvort sem umræddar hugleiðingar ganga eftir eða ekki og ættu málin að skýrast áður en spark- vertíðin hefst fyrir alvöru. EINFÆTT í KÖRFUBOLTA TRACY MAKLEOD er ótrúlegur leik- maður en hún leikur með háskólaliði í Kanada. Fyrir rúmu ári missteig hún sig svo hrapallega undir körfunni að hnéskel- in í hægri fæti brotnaði og liðbönd og krossbönd sködduðust. Nærstaddir gripu fyrir eyrun þegar hnéskilin kubbaðist sundur og fólk trúði ekki sínurn eigin aug- um og eyrurn. I kjölfar þessa „saklausa" slyss þurfti Tracy að gangast undir marga uppskurði sem mistókust á einhvern hátt því áður en yfir lauk var búið að taka fótinn af henni við hné. Þrátt fyrir þessar hræðilegu afleiðingar var Tracy mætt á æfingu hálfum mánuði eftir að hún missti0 fótinn og núna er hún á góðri leið með að verða einn sterkasti leikmaður liðsins. Á dögunum átti hún stjörnuleik því hún skoraði 20 stig og tók 10 fráköst á aðeins 20 mínútum. Geri aðrir betur — á öðrum fæti. Það kemur stundum fyrir að hún dettur þegar hún fer frarn úr rúminu því hún gleymir því iðulega að hún sé einfætt — líka á nóttunni!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.04.1994)
https://timarit.is/issue/408556

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.04.1994)

Aðgerðir: