Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 45

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 45
Þess vegna eiga kylfingar sínar eft- irlætisholur og sínar slæmu holur. Þegar kylfingurinn stendur á teignum og lítur yfir holuna rifjast upp fyrir honum minningar um holuna. Ef þær eru góðar er líklegt að hann leiki hana vel því á teignum rifjar hann upp góðu höggin sem hann hefur slegið á holunni. Honum líður vel og hugur hans er fullur af góðum minn- ingum. Hann treystir sjálfum sér og trúir því að hann geti leikið holuna vel því hann hefur leikið hana vel áður. En dæmið snýst líka við ef hann á slæmar minningar um holuna. Hann byrjar á teignum, hræddur ög óör- uggur, og telur sér trú um að hann muni leika hana illa og leikur hana sennilega illa því sjálfsöryggið og hugarfarið er ekki rétt í byrjun, Hann rifjar upp atvik f huganum frá fyrri reynslu. Það getur einnig verið skýr- ingin á því hvers vegna kylfingar eiga sínaeftirlætisvelli. Þeirfara með réttu hugarfari út á völl því þeir eru fullir sjálfstrausts um að þeim gangi vel. Góð æfing til að nota á æfinga- brautinni er að slá nokkrar kúlur með lokuð augun þannig að kylfingurinn fái tilfinningu fyrir hvernig eigi að slá rétt, þ.e.a.s. vera afslappaður og hvernig það eigi að sveifla kylfunni. Hann þarf þá heldur ekki að hafa áhyggjur af því hvert kúlan fer því hún skiptir ekki máli. Þetta er góð tilbreyting sem getur hjálpað mikið. Mikilvægt er að líta á golfleikinn sem íþrótt sem á að hafa gaman af. Ef kylfingnum gengur illa, þetta er greinilega ekki dagurinn hans, er um að gera að njóta þess að vera í golfi. Þetta er góð útivera þar sem kylfing- urinn færgóða hreyfingu. Hann er úti í náttúrunni með vinum/kunningjum sínum. Þá á hann að reyna að gleyma leiknum (hvað hann leikur illa) og njóta útiverunnar og félagsskaparins. Þeir, sem hafa rannsakað áhrif hugrænnar þjálfunar á íþróttamenn, álykta margir að persónuleiki íþrótta- manna sé tvíklofinn, annars vegar í ytra sjálf, sem er með sffelldar tilskip- anirog aðfinnslur Ifktog kennari sem tekur vinnuna með sér heim og hættir aldrei að leiðbeina, og hins vegar innra sjálf sem vinnur verkið. Þeir hafa komist að því að íþrótta- menn ná sínum besta árangri þegar þeir gefa ytra sjálfinu frí. íþróttasálfræðingar álykta að þegar kylfingurinn leikur sitt besta golf sé eins og hann viti ekki sér. Hann þarf ekkert að hafa fyrir hringnum. Hann hugsar þá ekki um hvernig hann eigi að leika heldur er líkt og leikið sé í gegnum hann. Hver hefur ekki upplifað þessa tilfinningu? Það er eins og þú þurfir ekkert að hafa fyrir því að sveifla kylfunni og kúlan fer þangað sem þú vilt að hún fari. Samt ertu ekki viss, hvað þú gerðir öðruvísi núna en í gær þegar þú lékst illa. Eftil vill er þetta skýring- in. Lykiliinn virðist því vera að koma í veg fyrir að afskiptasemi ytra sjálfs- ins setji innra sjálfið úr jafnvægi. Kylfingurinn verður því að leitast við að halda ytra sjálfinu í skefjum. Það er hægt að beita vissum tækni- brögðum til að auðvelda íþrótta- manninum að ná stjórn á hugar- ástandi sínu. íþróttamaðurinn getur einbeitt sér að andardrættinum og að því að telja andartökin. Einnig er það talin góð leið að syngja meðan á leik stendur. Söngurinn virðist slá ytra sjálfið út af laginu en ekki trufla innra sjálfið. Það sem skiptir máli í golfi, fyrir þá sem vilja ná góðum árangri, er rétt hugarfar. Þessi brögð, til þess að þagga niður í ytra sjálfinu, geta verið svolítið trufl- andi en þau henta vel til að venja sig af þeim ávana að reyna að hafa vit fyriroggrípafram í fyrir eðlislægri og áreynslulausri hæfni innra sjálfsinstil að stjórna líkamanum. Sá sigrar sem hefur bestu einbeit- inguna hverju sinni en ekki besti kylfingurinn. Oft hefur verið sagt að keppni byrji ekki fyrr en á 15. holu. Hvað er átt við með því? Eftir því sem nær dregur sfðustu holu þá verð- urhverthöggmikilvægara. Ekkertmá fara úrskeiðis því kylfingurinn á ekki margar holur til að bæta fyrir mistök- in. Því verður kylfingurinn að vera í góðu jafnvægi, bæði líkamlega og andlega, til að eiga möguleika á að gera sitt besta á síðustu holunum. Þegar kylfingur leikur vel og á eftir nokkrar holur freistast hann oft til að hugsa sér skorið eftir 18 holur. Hann hugsar: Ég get lækkað mig í forgjöf því ég leik svo vel núna o.s.frv. Kylfingurinn vill þá oftbreytasinni venju og fara að haga sér öðruvísi en venjulega. Tekur járn á 15. teig í stað- inn fyrir trékylfu eins og hann er van- ur o.s.frv. Hann fer að leika völlinn öðruvísi en hann var búinn að hugsa sér í upphafi. Því er áríðandi að vera búinn að setja sér raunsætt markmið um skor á vellinum þegar kylfingurinn leikur samkvæmt eðlilegri getu. Það er hættulegt að reyna leika of vel og sætta sig ekki við skor sem er í raun í lagi. Það er einnig hættulegt að breyta venju sinni, einungis vegna þess að þaðeru nokkrar holureftirog kylfingurinn er á góðu skori. Það gæti leitt til þess að kylfingur- inn truflast og eyðileggur það hugar- ástand og þá einbeitingu sem hann var búin að koma sér í. Kylfingurinn á að reyna leika eðlilega og eins og hann er vanur. Jón Karlsson er íþróttakennari að mennt og golfkennari hjá Golfklúbbi Oddfellowa. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1017-3579
Tungumál:
Árgangar:
64
Fjöldi tölublaða/hefta:
390
Gefið út:
1935-2012
Myndað til:
2012
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Íþróttasamband Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.04.1994)
https://timarit.is/issue/408556

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.04.1994)

Aðgerðir: