Íþróttablaðið - 01.04.1994, Síða 33

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Síða 33
IÞROTTABLAÐIÐ ræðir við GUÐMUND BRAGASON, leikmann og þjálfara Grindavíkur í körfuknattleik og WAYNE CASEY, erlenda leikmanninn í liðinu Svart-hvítur Texti: Þorgrímur Þráinsson Myndir: Gunnar Gunnarsson „DOMARARNIR HRÆÐILEGIR," segir Wayne — Hvers vegna komst þú til Is- lands, Wayne? W:„Égtekk óvænt boð um að leika á íslandi rétt áður en ég t'ór sem leik- maður til Kanada. Ég hafði verið að leika í CBA deildinni í Bandaríkjun- um sem er næsta deild t'yrir neðan NBA deildina og var í smá biðstöðu. Ég ákvað að slá til því ég hafði aldrei leikið í Evrópu en áður hafði ég hins vegar leikið í Ástralíu og á Filipseyj- um." — Hvernig leið þér eftir að hafa verið í viku á Islandi: W: „Éghéltað égyrði sendurheim því mér t'annst dálítið erfitt að aðlag- ast aðstæðum. í CBA deildinni er leikið maður gegn manni í vörninni en hér mega tveir verjast sama leik- manninum og mér t'annst erfitt að venjast því." — Hvaðan ertu? W: „Frá Charleston ÍV-Virginíu og ég fór í háskólann þar. Eins og aðrir var ég alltaf í körfubolta á götunum og átti mína drauma. Ég stundaði líka tötbolta (amerískan fótbolta) og ég var í raun mun efnilegri í þeirri íþrótt. Ég valdi körfuboltann af því mér fannst of kalt að vera úti. En ég náði því að leika til úrslita með háskólan- um um bandaríska meistaratitilinn í fótbolta." — Hefðirþúgetaðnáðlangtífót- boltanum? W: „Alveg örugglega, í alvöru tal- að. Ég þótti mjög efnilegur varnar- maður og óvenju sterkur miðað við stærð þvíégerekki nemaum 190 sm. Mér leiddist líka að spila á gervigrasi og svo er mikil meiðslahætta í föt- boltanum." „GRINDAVÍK í GÓÐUM MÁLUM," segir Guðmundur

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.