Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 19

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 19
AFREKSFOLK í SVELTI — Eigi íslenskur afreksmaður möguleika á að komast á verðlaunapall á stórmóti á borð við Ólympíuleika þarf hann lágmark 4 C milljónir í styrk á ári Sigurður Einarsson spjótkastari Sigurður Einarsson spjótkastari hefur verið í fremstu röð íþrótta- manna okkar á undanförnum árum. Hann hóf að æfa spjótkast fyrir átján árum, en hann er 31 árs að aldri í dag. Hann hefur aldrei náð því markmiði sem hann hefur stefnt að, að verða besti spjótkastari í heimi. Hans besti árangur er þriðja sæti á Grand Prix mótaröðinni árið 1989, sem samanstendur af sex mótum en hann hafnaði í 2. og 3. sæti á öllum þeirra. Hann hefur á undanförnum árum verið búsettur í Bandaríkjun- um þar sem hann hefur stundað nám, auk þess sem hann er kominn með fjölskyldu; konu og barn og annað á leiðinni. — Þú hefur stefnt að því leynt og Ijóst að ná á toppinn en þú hefur í raun aldrei náð þangað. Hvað er það sem gerir það að verkum, fyrst og fremst? „Já það er rétt að ég hef stefnt að því síðustu tíu árin, en ekki tekist. Það hefur ýmisleg spilað þar inní. Orsök- in erfyrstogfremstfjárhagsleg. Éghef af þeim orsökum ekki getað leyft mér að fá nauðsynlega aðstoð, s.s. nógu mikla þjálfun, læknisaðstoð, nudd og hnykkingar, með fyrrgreindum af- leiðingum. Að auki hefur maður ekki getað leyft sér að fara í nauðsynlegar æfingarbúðir og taka þátt í þeim fjölda móta sem maður í raun þyrfti." — Kemurþessitalasemviðkom- umst að niðurstöðu um þér á óvart? „Já, ég verð að segja það. Ég hefði varla ímyndað mér að þessar tölur yrðu svo háar, en það er Iíklega af því að maður hefur ekki tekið þær sam- an." Texti: Pjetur Sigurðsson — Sérðu fram á það, miðað við þær forsendur sem við höfum gefið okkur, að við náum því takmarki að eignast gullverðlaunahafa á Ólymp- íuleikum eða heimsmeistaramóti í framtíðinni? „Ég get ekki ímyndað mér það. Sá draumur er óraunhæfur og það væri kraftaverk ef það gerðist í einstakl- ingsgrein. Það er nauðsynlegt að rekja það hvað þarf, eins og við höf- um gert hértil að þeir sem stjórna hafi fyrirframan sig. Þaðeraldrei leitaðtil íþróttamannanna til að sjá hvað þeir vilja og á hverju er þörf. Ég skil það vel að það sé ekki hægt að gera allt, en til að hægt sé að bæta hlutina þarf að vinna markvisst að úrlausnum. Svarið er alltaf: „Þetta er alltof dýrt". Það er bara ekkert svar. Það þarf að vera þróun, bæði hjá íþróttamannin- um og íþróttasamböndum, og hugs- unarhátturinn þarf að vera jafnþróað- ur. Þeir sem stjórna íþróttamálum verða að leita meira til afreksmann- anna vegna þess að hugsunarháttur- inn er svo allt annar hjá þeim." — Nú ertu búinn að stunda spjótkast í um 20 ár. Ef þú mættir 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.