Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1994, Qupperneq 41

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Qupperneq 41
DOMARAR EKKI DÆMDIR AF FAGMENNSKU í síðasta tölublaði íþróttablaðsins var lítillega fjallað um að Kári Gunn- laugsson, sem undanfarin ár hefur dæmt í 1. deild karla í knattspyrnu, hefði verið færður niður í 2. deild og hann spurðurhvortþetta hefði komið sér á óvart. Þar kemur fram að Kári sé ósáttur og segir að sér hafi verið sagt að ástæðan fyrir stöðulækkuninni hafi verið sú að skýrslur eftirlits- manna í leikjum hans á síðastliðnu sumri hafi verið lélegar. Vel má vera að svo sé, enda veit það sjálfsagt eng- inn nema sá sem hefur eftirlitsskýrsl- urnar undir höndum því Kári segir að hann hafi aldrei fengið að sjá þær. Þetta leiðir hugann að þeim sem sjá um að dæma og meta dómarana og kemur þá fyrst upp í hugann að það hljóti að vera dómaramenntaðir menn. Við nánari eftirgrennslan kemur í Ijós að svoer ekki nema ífáum tilfell- um. Auðvitað eru þeir margir sem hafa áralanga reynslu að baki á vell- inum en hinir eru einnig fjölmargir sem enga reynslu hafa. Félögin víðs vegar um landið tilnefna menn til eft- irlitsstarfa en í því sambandi er engin krafagerðtil þessað þeirmenn kunni knattspyrnulögin. Oftast er um að ræða fyrrum forráðamenn félaganna og jafnvel starfandi stjórnarmenn, auk dómara. Það gefur augaleið og sér hver maður að slíkir menn eru engan veginn færir um að meta frammistöðu dómarans á faglegum grunni. Þetta fyrirkomulag ku eiga sér Hver veit nema Ari Þórðarson dóm- ari eigi eftir að falla niður í eitthvað annað en mjúkt gras á næstu árum? fyrirmynd erlendis frá en þar með er ekki sagt að það sé endilega það besta. Til samanburðar má nefna að eftirlitsmenn í handknattleik hér á landi þurfa í framtíðinni að gangast undir sama próf og dómarar, sem dæma ídeildarkeppninni, taka íupp- hafi hvers keppnistímabils. Þettaertil efti rbreytn i. Auðvitað gera allir knattspyrnu- unnendur kröfu til þess að dómari, ásamt leikmönnum, standi sig og það hlýtur að vera knattspyrnunni til framdráttar og gera dómgæsluna betri að þeir, sem veita dómurum að- hald og leiðbeini þeim um það sem aflaga fer, séu færir um að gegna því starfi. „Maður fær ekki einu sinni að sjá hvað maður hefur gert rangt," segir Kári Gunnlaugsson í síðasta tölu- blaði íþróttablaðsins. Af hverju eru skýrslurnar þvflíkt leyndarmál fyrir þá sem í hlut eiga? Hverjir rituðu þessar svokölluðu „lélegu" skýrslur? Kunna þeir reglurnar? EFTIRLITSMENN KSÍ1993 Agnar Árnason Arnþór Óskarsson Ársæll Jónsson Baldur Maríusson Baldur Scheving Einar H. Hjartarson Einvarður Albertsson Eiríkur Helgason Eysteinn Guðmundsson Friðgeir Hallgrímsson Friðjón Eðvarðsson Geir Guðsteinsson Geir Þorsteinsson Grétar Guðmundsson Grétar Norðfjörð Guðjón Finnbogason Guðmundur Haraldsson Guðmundur Ingi Jónsson Hallur Kristvinsson Hannes Þ. Sigurðsson Haukur Torfason Helgi Daníelsson Jón Hilmarsson Jörundur Þorsteinsson Kjartan Ólafsson Kjartan Tómasson Kristján E. Þórðarson Magnús Daðason Magnús Jónatansson Magnús Theódórsson Óli Fossberg Óli P. Olsen Páll Júlíusson Páll Magnússon Pétur Ómar Ágústsson Rafn Hjaltalín Ragnar S. Magnússon Steinn Guðmundsson Theódór Guðmundsson Valdimar Bergsson Valdimar Valdimarsson Valur Benediktsson 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.