Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1994, Page 21

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Page 21
sundmenn í heiminum búa við, en hún segir jafnframl að þetta sé þó í áttina. Hún segir Sundsamband ís- lands hafa staðið sig vel í sambandi við greiðslu ferðakostnaðar og í þessu sambandi sé hún aðeins að hugsa um greiðslur til framfærslu. Brvndís Óláfsdóttir er nú li.el! keppni 24 ára gömul, eftir fársaélan feril í lauginni. Hverjar eru ástæðurnar? Jú, peningar. „Málið erþað að ég er eignalaus manneskja og ég verð að fara að vinna til aðéignastþak yfir höfuðið og ekki seinna vænna að fara að vinna fyrir því. Ég hef ekkert fengið greitt fyrir sundið, ef f'rá eru taldar 120 þúsund kr. eitt árið frá at'reks- mannasjóði. Þess utan héfég áhuga á að lifa lífinu dálítið öðruvísi." — Þú ert að hætta vegna þess að þú hefur ekki efni á þessu? „Já, og ég hef ekki haft efni á því lengi. Maður hefur einhvern veg- inn klórað sig fram úr þessu og verið á spenanum hjá pabba og mömmu, en það eru bara ekki allir foreldrar sem eru tilbúnir til að leggja það á sig." — Ef þú fengir 4,5 milljónir króna á ári til að stunda þína iþrótt værir þú þá ekki á fullu enn? „Jú. það hugsa ég. Það er allt til staðar, metnaðurinn og fleíra, en þetta puð er búið að vera svo erfitt andlega og það þreytir mann. Ég hefekki úthald í meira viðóbreyttar aðstæður. Það er óþolandi að lifa alltaf á öðrum. Ég íít þannig á það að égeigí a.m.k. fjöguráreftiróg ég geti ennþá bætt mig| — Telur þú, ef þér hefðu verið tryggðir þessir fjármunir síðustu 6-8 árin, að þú hefðir getað náð langt í íþróttinni? „Já, það held ég og ég tef mig ög þá sem hafa verið mér samferða á sfðustu árum, hafa verið mikla af- reksmenn, Eðvafð, Ragnhéiði og Magnús. Við hefðum getað orðið miklu betri en raun varð á. Ég lít á okkur sem gláésilega íþróttamenn, en okkur vantaði aðstöðuháógáð- stoðina. Allt annað var til staðar." — Myndir þú ganga í gegnum þennan feril aftur við óbreyttar að- stæður ef þú værir á byrjunarreit? §11! þetta hefur veitt mér gffur- lega mikið þrátt fyrir að það hafi verið erfitt." „Eina leiðin til árangurs er að dvelja erlendis“ Guðjón Guðmundsson fimleikamaður Guðjón Guðmundsson. Guðjón segir að þeir, sem hafi náð lengst í fimleikum, æfi í 3-5 tíma á dag, frá 9-10 ára aldri og ekki þýði að æfa minna en þeir. Þar eigi skóla- kerfið að koma inn í og taka tillit til íþróttaiðkunarinnar og þessir tveir þættir þurfi að vinna vel saman. Þá þurfi almenna fræðslu um gildi mik- illa æfinga og að gera almenningi grein fyrir því hversu miklar og erf- iðar æfingar þurfi til þess að komast á toppinn svo að almenningur geti haft raunhæfa mynd af heildardæm- inu þegar hann geri kröfur til íþróttamannanna um árangur. „Fólk veit ekki hvað þarf til að ná langt í grein eins og fimleikum," segir Guð- jón. Þá segir hann að það sé Ijóst að til þurfi að koma fjárhagslegur stuðn- ingur frá ríki eða fyrirtækjum eða öðrum til að greiða fyrir þjálfun, ferða- og uppihaldskostnað á mót er- lendis. Guðjón segir að fimleikamað- ur þurfi að taka þátt í 2-3 mótum á mánuði yfir keppnistímabilið og sé þá miðað við að viðkomandi sé orð- inn nógu sterkur til að taka þátt í sterkum mótum á erlendri grundu og hafi náð 15-16 ára aldri. Þá sé nauð- synlegt að komast íæfingabúðir í 2-3 vikur í senn. Þá vanti fjármagn til að standa straum af læknisaðstoð, sjúkraþjálfun, nuddi og öðrum skyld- um hlutum. Þrátt fyrir að mikilvægt sé að fá erlenda þjálfara hingaðtil lands verði einnig að huga að menntun inn- lendra þjálfara og fá þekkinguna hingað heim, með því að senda ís- lenska þjálfara til menntunar erlend- is. Einnig sé nauðsynlegt að byggja upp landslið, þar sem erfiðara séfyrir einn mann frá einni þjóð að ná langt, en landsliðið. Guðjón, sem er 23 ára og hefur sex sinnum orðið Islandsmeistari er stúd- ent frá Verslunarskóla íslands. Hann starfar hálfan daginn hjá heildverslun í Reykjavík og helgar sig að öðru leyti fimleikunum, en hann æfir nú fyrir Evrópumeistaramótið sem haldið verður í Prag í júni. Guðjón stefnir á að taka þátt í tveimur mótum hér á landi fram að því. Það verður við ramman reip að draga, einkum þar sem keppinautar hans keppa í mót- um um hverja helgi fram að þeim tíma. Hann segir fimleikana vera númer eitt hjá sér og hafi verið það síðustu tfu árin.„ Eina leiðin til að ná árangri er að dvelja erlendis við æf- ingar og keppni. Ég dvaldi um tíma í Svíþjóð og æfði og ferðaðist þá með sænska landsliðinu en þá meiddistég illa og varð að draga mig hlé um tíma. Ef ég væri 15 ára og byggi yfir svipuðum styrkleika og ég geri í dag myndi ég drífa mig út." — Hver er staða Guðjóns á al- þjóðlegan mælikvarða? „Á Norðurlöndum er ég frekar aft- arlega, en reyndareru keppendurfrá þeim margir orðnir á heimsmæli- kvarða og þá má segja ég sé einnig neðarlega í heildina. Það sem hefur háð mér alla tíð er að ég hef ekki getað keppt nógu mikið. Maður hefur verið að æfa stíft fyrir mót og náð ágætum árangri, en síðan fylgir ekk- ert á eftir." — Sérðu þann draum rætast á næstu árum að við eignumst afreks- mann sem kemst alla leið á stórmót- um? „Nei. Áhuginn er fyrir hendi en það vantar fjármagnið." 21

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.