Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 32

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 32
WAYNE minnir óneitanlega örlít- ið á grínistann Eddie Murphy. Brosið er svipað, yfirvaraskeggið áþekkt og báðir eru með skarð milli framtann- anna. A góðri stund segist Wayne ekki vera minni húmoristi en leikar- inn heimskunni. Aðspurður segist hann vel geta hugsað sér að vera fugl í næsta lífi, segir þá áhyggjulausa og frjálsa. Samt er hann flughræddur eftir að hafa brotlent með flugvél sem varð eldsneytislaus. GUÐMUNDUR er jarðbundnari en Wayne og frekar ólíkur Eddie Murphy. Laus viðt'rekjuskarðen með stórar og hvítar tennur sem minna stundum á einlitt nótnaborðá píanói. Sérstaklega þegar hann brosir. Leitun er að traustari Grindvíkingi en Guð- mundi því þrátt fyrir rysjótt gengi undantarin ár í boltanum hefur hann haldið tryggð við heimahagana og látið gylliboð annarra liða lönd og leið. I fyrsta skipti í áratug eru Guð- mundur og telagar hans í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn en þegar þetta er skrifað eru ertiðir leikir við Njarðvík um æðstu sigurlaun í ís- lenskum körfuknattleik tramundan. Fáir vita að Guðmundur þótti etni- legur kylfingurá sínum yngri árum og var með 8 í t'orgjöf í golfi þegar hann snéri sér alfarið að körfunni, |cöngl- ingsárunum. Hann byrjaði seint í köríubolta og tók ekki verulegum framtorum fyrr en í Bahdaríkjunúm þar sem hann dvaldi vetrarlangt í há- skóla og iðkaði sfrta íþrótt samhliða námi. Ahugamál Guðmundar ,ná töluvert út fyrir völlinn því hann er í 3. sæti á framboðslista Alþýðu- bandalagsinsog hver veit nema h'ann komist íbæjarstjórn í sveitarstjornar- kosningunum í vor. 3. sætið tryggir honum að minnsta kosti sæti vara- manns sem hann het’ur lítið íengið að kynnast hingað til í boltanum. Guð- mundur er í sambúð með Stefaníu Jónsdóttui* en Wayne er laus og lið- ugur en á 8 mánaða gamla dóttur í Bandaríkjunum. íhRÖTTABLAÐIÐ hitti lykilleik- menn Grindavíkurliðsins, Guðmund og Wayne, að máli þremur sólar- hringum fyrirfyrsta leikinn við Njarð- vík um Islandsmeistarartitilinn og var Guömundur fyrst spurður að því hvort hann hefði búist við þessum góða árangri í upphafi keppnistíma- bilsins. Eins og körfuboltaunnendur V* ■ «v vita er þetta t’yrsta keppnistímabil Guðmundar sem þjálfari en hann trúði íþróttablaðinu fyrir því að eftir úrslitaleikina myndi hann get’a út yfirlýsingu þess et'nis að hann myndi ekki þjálfa Grindavík á næsta keppn- istímabili. G:„Það var mikill hugur ímönnum þrátt fyrir að 5 leikmenn hefðu hætt að leika með okkur fyrir tímabilið. Við höfum mjög ungu liði á að skipa og í Ijósi þes’s kemur árangurinn vissulega á óvart. Það er ekkert laun- ungarmál að andinn í Grindávíkur- GUÐMUNDUR ER HÆTTUR SEM ÞJÁLFARI GRINDAVÍKUR! WAYNE LEIKUR VÆNTANLEGA í KANADA í SUMAR! liðinu undanfarin ár hefur ekki verið góður, einhverra hluta vegna. Þegar ég tók við þjálfun liðsins einsetti ég mér að bæta andann í liöinu því ekk- Í;rt lið nær góðum árangri ef mórall- nn er slæmur. Þetta hefur tekist og samheldnin í liöinu í vetur hefur verið mjög góð. Ég þekki laikmenn liðsins mjög vel því ég jajálfaði þáj flesta í yngri flokkunum ogviðhölum allir lagt okkur gífurÍega^BjR&airí. Svo segir það sig sjált’t aðpP^Pnði gengur vel verður allt miklu jákvæð- ara." 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.