Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1994, Qupperneq 56

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Qupperneq 56
Grip framtíðarinnar? Kylfingurinn JIM McLEAN heldur því fram að nýja gripið, sem hann hefur kennt þegar verið er að sippa, eigi framtíð fyrir sér meðal atvinnu- kylfinga. Gefum honum orðið: Marg- ir golfarar eiga í erfiðleikum með að sippa. Eittalgengasta vandamálið hjá þeim, sem er að læra golf, er tilhneig- ingin til þess að beygja úlnlið vinstri handar sem dregur boltann töluvert til vinstri. Önnur algeng mistök er slæm staða hægri úlnliðs sem fleytir boltanum mun lægra og lengra en áætlað var. Til þess að koma í veg fyrir bæði þessi mistök læt ég nemendur mína sippa með „krosslögðu gripi" — þ.e. að vinstri höndin sé fyrir neðan þá hægri. Þetta grip kemur í veg fyrir að þú beygir vinstri úlnlið eins og þú hefur tilhneigingu til að gera með venju- legu gripi. Þess í staðer vinstri úlnlið- urinn og handleggurinn flatur í högg- inu en það hefur áhrif á kylfuhausinn til hins betra. Stefnan á boltanum verður mun betri fyrir bragðið. Þegar vinstri úlnliðurinn er flatur verður sá hægri aðeins boginn (sjá mynd) en þetta gerir það að verkum að sveiflan verður „brattari" og nið- ursveiflan lægri. Boltinn lyftist upp ogskopparminnaog með þessu móti „ræðurðu" betur við fjarlægðina. Það gæti virkað ankannalegt að prófa þessa handabreytingu en til þess að nábeturtökum á henni skaltu gera þetta: Settu bolta (sömu stærðar og fótbolti) milli handleggjanna en með því móti vinna handleggirnir betur saman. Festu blýant á vinstri úlnliðinn (sjá mynd) en hann kemur í veg fyrir að þú beygir úlnliðinn. Hafðu lítið bil á milli fóta, boltann fyrir framan hægri fótinn. Byrjaðu sveifluna með því að draga vinstri öxlina að kinninni. Haltu höfðinu og líkamanum stöðugum og boltinn á að vera þægilega skorðaður milli handleggjanna. Byrjaðu niðursveifl- una með því að færa líkamsþungann yfir á vinstri fótinn og hægri mjöðmin snýst í áttina að holunni. Fylgdu sveiflunni vel í gegn eða eins langt í gegn og þú fórst í baksveiflunni og gættu þess að missa ekki boltann. Þegar þú hefur náð tökum á þessu skaltu fjarlægja boltann og blýantinn ogsjáðu hvað gerist. (Golf magazine) EITT eða TVÖ?? Boltinn hans Palla er ósláan- legur undir tré. Hann ákveður að „droppa" boltanum rúmlega 9 metrum aftar en boltinn lá og heldur handleggnum í beinni stefnu að holunni. Þegar hann sleppirboltanum rúllarhann tæp- an metra í áttina að holunni. Er honum skylt að „droppa" boltan- um aftur? NEI! Þetta er gott. og gilt svo framarlega sem boltinn rúllaði ekki í ójöfnu, t.d. hjólfar, sand- gryfju eða inn á grínið. Palli fær víti ákveði hann að taka boltann upp og endurtaka „droppið" — eða við það að taka boltann upp. Margir kylfingar telja að bolti megi ekki rúlla nær holu þegar „droppað" er en það er sem sagt í lagi. (Golf magazine)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.