Íþróttablaðið - 01.04.1994, Side 22
„Kemur til greina
að skipta um
ríkisborgararétt“
Daníel Jakobsson, skíðagöngumaður
Daníel Jakobsson.
Daníel Jakobsson skíðagöngugarpur
er 21 árs að aldri og hefur stundað
skíðaíþróttina frá því hann var átta
ára. Hann fluttist til Svíþjóðar þegar
hann var 17 ára og hefur dvalist þar
að mestu síðan. Hann er í sænsku
félagsliði og lifir í dag eingöngu af
skíðaiðkun og er því atvinnumaður.
Hjá Daníel eru blikur á lofti og íhug-
ar hann nú að skipta um ríkis-
borgararétt. Daníel sér sæng sína út-
breidda að óbreyttu og sér ekki
framtíð sína undir nafni íslands.
Besti árangur hans að eigin mati er
þriðja sætið á sænska unglinga-
meistaramótinu og 13. sæti á sænska
meistaramótinu.
Daníel segir frumskilyrði til að ís-
lenskur íþróttamaður nái mjög góð-
um árangri og vinni til gullverðlauna,
séað aukafjárstreymi til íþróttahreyf-
ingarinnar sem slíkrar, en ekki aðeins
til einstakra íþróttamanna og það
fjárstreymi yrði notað til að gjör-
breyta aðstöðu íþróttamannanna,
bæði til æfinga annarra hluta sem
nauðsynlegir séu, s.s. læknisaðstoð-
ar, þjálfunar o.fl. Það þurfi einnig
betur menntaða þjálfara og jafnvel
að breyta hugarfarinu á þann veg að
almenningur líti á afreksíþróttir sem
nokkurs konar atvinnumennsku.
Einnig þurfi hugarfar stjórnenda fyrir-
tækja að breytast og þeir þurfi að líta
á styrki til íþróttamanna sem fjárfest-
ingu. Málum sé ekki þannig háttað í
dag.
Hann segir nauðsynlegt að skipu-
leggja nýtingu fjármagnsins betur.
„Það er ekki nóg að henda 15 millj-
ónum í íþróttamann og segja honum
að vinna gull á morgun. Það verður
að setja markmið og vinna að heil-
indum eftir þeim. Byggja þarf upp
reynslu og þekkingu."
Daníel segir það alveg Ijóst að til
að verða afreksmaður á skíðum verði
skíðamennir að dvelja erlendis nán-
ast allt árið um kring. „Það er ekki
raunhæft að ætla að við eigum af-
reksmann, sem vinnur til gullverð-
launa á stórmótum, eins og búið er
að þeim í dag. Það má jafnvel segja
að í mörgum íþróttum þá séum við í
raun betri en hægt er að ætlast til að
við séum. Það eru svo hlægilega litlir
peningar í íþróttum hér á landi miðað
við annars staðar. Til gamans má geta
að Vegerd Ulvaeng fær um 30 millj-
ónir krona á ári fyrir utan auglýsing-
ar, en hann er einmitt á toppnum. Þá
fékk Vladimir Smirnov 15 milljónir
króna fyrir að skipta um skíðamerki."
Það má segja að Daníel sé at-
vinnumaður í íþróttinni núna en
hann fær greitt frá félagsliði sínu í
Svíþjóð, en það er einungis fram-
færsla. Þegar ferli hans lýkur stendur
hann í raun í sömu sporum og áður
en hann byrjaði. Að auki fær hann 40
þús. kr. styrk á mánuði frá Afreks-
mannasjóði ÍSÍ og styrk frá íslands-
banka en samtals gerir þetta um 1,5
milljónir á ári.
Daníel segir að sú tala, sem við
komumst að hér að framan í samráði
við Sigurð Einarsson, eigi vel við rök
að styðjast og sé þá frekar í lægri
kantinum. „Menn verða að sætta sig
við það að íþróttir snúast um peninga
frekar en nokkuð annað. Auðvitað
verða menn að hafa hæfileikana, en
peningar koma þar örugglega í öðru
sæti."
— Hvernig sérðu framtíðina hjá
þér?
„Ef ég verð eitthvað betri hugsa ég
mig alvarlega um hvort ég verði ekki
að skipta um ríkisborgararétt. Ég vil
helst ekki þurfa að hugsa um það, en
svo gæti farið að ég yrði að gera það.
Það er verið að reyna að koma mér
inn í sænska eða norska b-landsliðið
og möguleikarnir á því, ef ég er með
íslenskan ríkisborgararétt, eru litlir."
Átta skíðamenn eru ía-liðinu ogátta í
b-liðinu og ef Daníel kemst í b-liðið
er hann meðal 16 bestu göngumanna
í Svþjóð. í Noregi eru b-liðin tvö og
þar væri hann meðal 24 bestu.
— Það er sem sagt kalt mat þitt að
til eiga möguleika á að verða betri
skíðamaður en þú ert í dag og ná
umtalsverðum árangri, þá verðir þú
að skipta um ríkisborgararétt?
„Já, ég held það."
— Hverjir eru möguleikar Daní-
els á að komast í liðin og hvað þýðir
það að komast inn í þau?
„Ég hugsa að með smá bætingu og
ef ég næ meiri stöðugleika í framtíð-
inni, kæmist ég inn í annað hvort
b-lið þjóðanna. Þetta breytir miklu
og maður er með mikið fyrirtæki á
bak við sig, miklar æfingar og fjölda
daga í æfingabúðum, allt að kostnað-
arlausu, auk alls útbúnaðar. Maður
fær reyndar ekki mikið greitt, en hins
vegar eiga b-liðsmenn mjög auðvelt
með að ná sér í styrktaraðila."
22