Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1994, Page 6

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Page 6
Vangaveltur um hræringar í þjálfaramálum í körfuboltanum fyrir næsta keppnistímabil HVERJIR fara HVERT Og HVERS VEGNA? Texti: Þorgrímur Þráinsson Á þessum tímapunkti er vert að leiða Hugann að hugsanlegum þjálf- araskiptum úrvalsdeildarliðanna í körfubolta fyrir næsta keppnistíma- bil og jafnvel íhuga hvort liðin þurfi á liðsstyrk að halda. Þessi orð eru skrifuð fyrir úrslitaleiki Njarðvíkur og Grindavíkur um Islandsmeistara- titilinn en vissulega ræður árangur hvers liðs miklu um það hvort þjálf- arar eru endurráðnir eða aðrir fengnir til að stýra skútunni. Þó má ekki gleyma því að yfirleitt er skynsamlegra fyrir þjálfara að skilja við lið á góðri siglingu og leita á nýj- ar slóðir þótt einhverjir titlar hafi unnist. Fastlega má búast við því að PET- ER JELIC verði áfram þjálfari TINDA- STÓLS enda ber mönnum saman um að hann sé afbragðs þjálfari og besti kostur okkar í stöðu landsliðsþjálf- ara. Samningur hans rennur út í vor en ekki er ólíklegt að hann vilji semja til nokkurra ára í Ijósi þess að hann hefur áhuga á að gerast íslenskur rík- isborgari. Þá þykir líklegt að PÁLL KOLBEINSSON leiki áfram með Tindastóli því hann tók við starfi íþróttafulltrúa Sauðárkróks fyrir ári og var varla ráðinn til starfans til ör- fárra ára. Líklega kitlar það hann að leika að nýju með KR en íþróttablað- ið spáir því að hann verði áfram á Króknum. Það er fullvíst að breytingar verða hjá SKALLAGRÍMI því kominn er viss þreyta í mannskapinn, bæði leik- menn og þjálfara. BIRGIR MIKAELS- SON hefur rifið Skallagrím upp sem körfuboltal ið og unnið farsælt starf í 4 ár í Borgarnesi en eftir svo langan tíma er þörf á breytingum. Ekki er ólíklegt að Birgir vilji einbeita sér að spilamennsku á næsta tímabili og má því reikna með að hann gangi til liðs við KR. Þó kæmi ekki á óvart þótt Snæfell falaðist eftir honum sem þjálfara. Skallagrímur hefur verið í viðræð- um við TÓMAS HOLTON um að hann taki við þjálfun liðsins jafnframt því að leika með en eiginkona Tóm- asar er frá Borgarnesi. Sé Tómas á heimleið á annað borð er ekki ólík- legt að hann vilji hefja þjálfaraferil- inn að nýju í Borgarnesi. Líklegt má telja að SNÆFELL vilja endurráða KRISTINN EINARSSON sem þjálfara en heyrst hefur að hann vilji flytjast búferlum suður með sjó að nýju. Þá kæmi ekki á óvart þótt BÁRÐUR EYÞÓRSSON vildi breyta til því hann er við nám í Stýrimanna- skólanum og er eflaust orðinn leiður á flakkinu. Hann hefur þegar verið orðaður við KR og Val. Nær öruggt má telja að ÍVAR ASGRÍMSSON WWBI haldi áfram með spútnik- lið IA eftir stórgóða frammistöðu liðsins í úrslitakeppn- inni. ÍA hlýtur að leggja mikið upp úr því að halda sama mannskap auk þessaðbæta viðsigeinum leikmanni til þess að geta virkilega blandað sér í toppbaráttuna. VALUR er óskrifað blað en þó virðist liðið hafa verið í niðursveiflu undanfarin ár þráttfyrir ágæta Kana- lausa spretti. Verði liðum fjölgað í úrvalsdeildinni þykir líklegt að BRAGI og BRYNJAR KARL leiki áfram með liðinu en ella hverfa þeir á braut því þeir hafa varla áhuga á að leika í 1. deild. Valur hlýtur, eins og Skallagrímur, að reyna að fá TÓMAS HOLTON til þess að þjálfa liðið en samt gæti verið erfitt að ganga fram hjá SVALA BJÖRGVINSSYNI sem þjálfara, hafi hann áhuga á að halda áfram með liðið, í Ijósi árangurs hans í síöustu leikjum. KR hlýtur að endurráða LAZLO NEMETH því hann þykir góður þjálf- 6

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.