Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 6

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 6
Vangaveltur um hræringar í þjálfaramálum í körfuboltanum fyrir næsta keppnistímabil HVERJIR fara HVERT Og HVERS VEGNA? Texti: Þorgrímur Þráinsson Á þessum tímapunkti er vert að leiða Hugann að hugsanlegum þjálf- araskiptum úrvalsdeildarliðanna í körfubolta fyrir næsta keppnistíma- bil og jafnvel íhuga hvort liðin þurfi á liðsstyrk að halda. Þessi orð eru skrifuð fyrir úrslitaleiki Njarðvíkur og Grindavíkur um Islandsmeistara- titilinn en vissulega ræður árangur hvers liðs miklu um það hvort þjálf- arar eru endurráðnir eða aðrir fengnir til að stýra skútunni. Þó má ekki gleyma því að yfirleitt er skynsamlegra fyrir þjálfara að skilja við lið á góðri siglingu og leita á nýj- ar slóðir þótt einhverjir titlar hafi unnist. Fastlega má búast við því að PET- ER JELIC verði áfram þjálfari TINDA- STÓLS enda ber mönnum saman um að hann sé afbragðs þjálfari og besti kostur okkar í stöðu landsliðsþjálf- ara. Samningur hans rennur út í vor en ekki er ólíklegt að hann vilji semja til nokkurra ára í Ijósi þess að hann hefur áhuga á að gerast íslenskur rík- isborgari. Þá þykir líklegt að PÁLL KOLBEINSSON leiki áfram með Tindastóli því hann tók við starfi íþróttafulltrúa Sauðárkróks fyrir ári og var varla ráðinn til starfans til ör- fárra ára. Líklega kitlar það hann að leika að nýju með KR en íþróttablað- ið spáir því að hann verði áfram á Króknum. Það er fullvíst að breytingar verða hjá SKALLAGRÍMI því kominn er viss þreyta í mannskapinn, bæði leik- menn og þjálfara. BIRGIR MIKAELS- SON hefur rifið Skallagrím upp sem körfuboltal ið og unnið farsælt starf í 4 ár í Borgarnesi en eftir svo langan tíma er þörf á breytingum. Ekki er ólíklegt að Birgir vilji einbeita sér að spilamennsku á næsta tímabili og má því reikna með að hann gangi til liðs við KR. Þó kæmi ekki á óvart þótt Snæfell falaðist eftir honum sem þjálfara. Skallagrímur hefur verið í viðræð- um við TÓMAS HOLTON um að hann taki við þjálfun liðsins jafnframt því að leika með en eiginkona Tóm- asar er frá Borgarnesi. Sé Tómas á heimleið á annað borð er ekki ólík- legt að hann vilji hefja þjálfaraferil- inn að nýju í Borgarnesi. Líklegt má telja að SNÆFELL vilja endurráða KRISTINN EINARSSON sem þjálfara en heyrst hefur að hann vilji flytjast búferlum suður með sjó að nýju. Þá kæmi ekki á óvart þótt BÁRÐUR EYÞÓRSSON vildi breyta til því hann er við nám í Stýrimanna- skólanum og er eflaust orðinn leiður á flakkinu. Hann hefur þegar verið orðaður við KR og Val. Nær öruggt má telja að ÍVAR ASGRÍMSSON WWBI haldi áfram með spútnik- lið IA eftir stórgóða frammistöðu liðsins í úrslitakeppn- inni. ÍA hlýtur að leggja mikið upp úr því að halda sama mannskap auk þessaðbæta viðsigeinum leikmanni til þess að geta virkilega blandað sér í toppbaráttuna. VALUR er óskrifað blað en þó virðist liðið hafa verið í niðursveiflu undanfarin ár þráttfyrir ágæta Kana- lausa spretti. Verði liðum fjölgað í úrvalsdeildinni þykir líklegt að BRAGI og BRYNJAR KARL leiki áfram með liðinu en ella hverfa þeir á braut því þeir hafa varla áhuga á að leika í 1. deild. Valur hlýtur, eins og Skallagrímur, að reyna að fá TÓMAS HOLTON til þess að þjálfa liðið en samt gæti verið erfitt að ganga fram hjá SVALA BJÖRGVINSSYNI sem þjálfara, hafi hann áhuga á að halda áfram með liðið, í Ijósi árangurs hans í síöustu leikjum. KR hlýtur að endurráða LAZLO NEMETH því hann þykir góður þjálf- 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.