Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 38
Trumbur, hróp og köll.
ÞAR SEM LÍFIÐ ER
fótbolti
eftir Sólmund Jónsson
í rómönsku Ameríku er knattspyrna
trúarbrögðum líkust. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
kynnir sér götubolta, berfætta sparkara og
blóðheita áhorfendur
Leikurinn er æsispennandi og
mikið er í húfi. Boltinn gengur
manna á milli, snerting hér, önnur
þar — allt í einu stungusending og...
kollegi Bjarna Fel. í Brasilíu, Mexíkó
eða Bólivíu ærist nánast þegar hann
hrópar: COOOóóóóólll,
gooOOóóóóólll!!
Við erum komin til rómönsku Am-
eríku þar sem fóboltinn ræður ríkjum
og nokkrir af bestu knattspyrnu-
mönnum heims hafa lært listir sínar.
Við skulum kynnast stuttlega þeim
jarðvegi, sem þeir eru sprottnir upp
úr, andrúmsloftinu, áhuganum og líf-
inu í kringum fótboltann í rómönsku
Ameríku.
GÖTUBOLTINN
Víða eru litlir og stórir sparkvellir.
Vart finnst svo lítið þorp að ekki sé
þar fótboltavöllur. Annars þarf ekki
völl til að sparka í bolta, göturnar
nýtast vel þótt lélegar séu. Ýmislegt
vekur furðu manns þegar fylgst er
með knattspyrnunni, svo sem fóta-
búnaður, boltinn og áhugi leik-
38