Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1994, Qupperneq 39

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Qupperneq 39
Ilmurinn er indæll og bragðið... manna. Hér spila menn af fullum krafti hvort sem þeir eru götustrákar eða búðareigendur. Menn hittast gjarnan eftir vinnu eða í hádegishléinu og spila sinn bolta eins og algengt er heima á ís- landi nema hvað menn eru ekkert að hafa fyrir því að skipta um föt. Vinnu- fötin og „spariskórnir" duga vel. Skó- búnaðurinn virðist ekki hamla þeim. Sama má segja um götustrákana sem spila af fullum krafti og mikilli leikni þótt engir séu skórnir. En þeir eru harðir af sér og fæturnir þola mun meira en fætur okkar sem eru varðir frá vöggutil grafar. Þótthinireldri séu margir hverjir komnir með ístru búa þeir enn yfir leikni þótt hraðinn sé ekki sá sami og áður. UPPSKRIFTIN AÐ GALDRINUM Mjög algengt er að spilað sé með litlum plastboltum á stærð við hand- bolta og það á jafnt við um krakka sem fullorðna menn. Kemur það til af því að þeir eru miklu ódýrari en venjulegir boltar. En stærð boltans er ekki eina ástæðan. Eins og gefur að skilja verður leikurinn öðruvísi. Breidd markanna er ekki nema eitt skref og er spilað þröngt og hratt. Miklar sviptingar eiga sér stað. Menn þurfaaðvera liprir, leiknirogsnöggir að hugsa þvíhvorki gefsttími né rúm til að dóla með boltann. Og þegar spilað er á götunum, innan um fólk og bíla, eða á litlum velli, þar sem einnig er verið að spila körfubolta eða aðrir leikir eru í gangi, þurfa menn frekar að vera léttleikandi. I þessum þáttum liggur galdurinn á bak við suður-ameríska boltann, snerpuna, léttleikann og hörkuna. Þegar við þetta bætist að milljónir stráka spila fótbolta af miklum áhuga hlýtur útkoman að skila sér í frábær- um landsliðum þessara þjóða. TRÚARBRÖGÐ Fótboltinn er annað og meira en leikur fyrir fólkið. Hann veitir strák- um tækifæri til að þéna meira en meðaljóninn og skapar mönnum mannsæmandi líf — í nokkur ár að minnsta kosti. Það er líklega á fót- boltavellinum sem draumur fátæka, skólausa stráksins rætistoftaren ann- ars staðar í þessari álfu. Eins og ann- ars staðar gefur hann fyrst og fremst frelsi frá hversdagsleikanum og brauðstritinu. í rómönsku Ameríku er vissulega þörf á því. Menn öðlast samkennd með sínu liði, sínum mönnum og finna (eða telja sér trú um) að þeir sjálfir séu mikilvægir. „Án mfns stuðnings myndu þeirtapa." Ef menneru ívafa um hvort hann dugi er leitað stuðn- ings æðri máttarvalda. Leikmenn, sem og áhorfendur, krossa sig f bak og fyrir og leita liðsinnis Maríu eða einhvers dýrlingsins. Þegar mikið liggur við öðlast fornir guðir og vættir nýtt líf; hjátrú og hindurvitni blómstra. Til dæmis lá nánast öll bólivíska þjóðin á bæn síðastliðið haust þegar liðið var að tryggja sér farseðilinn í úrslitakeppni heims- meistarakeppninnar. Sumir fórnuðu uppáhaldshananum eða feitasta grfsnum, ýmist fyrir eða eftir leiki. Á VELLINUM Á vellinum er sannkölluð veisla á borð borin og það er ekki sfður gam- an að fylgjast með fólkinu. Háir sem lágir (aðallega lágir), þéttir sem grannir, rfkir sem fátækir flykkjast á völlinn. Hinir ríku sitja íbestu sætun- um, rammlega afgirtum með háum girðingum rétt eins og heimili þeirra eru. Þeir, sem vilja kýla vömbina, hafa úr mörgu að velja. Fjöldi fólks, aðal- lega kvenna og barna, sýður, steikir og bakar mafs, grænmeti, kjúklinga, svínapuru, banana, tortillur og margt fleira. llmurinn fyllir vitin ogæsir upp hungrið. Snyrtimennska er kannski ekki kjörorðið hér en menn láta það ekki á sig fá enda ýmsu vanir. Fyrir útlending sem hefur ekki náð að rækta upp innlenda magagerlaflóru er hollast að halda sig við „heim- sendar" pitsur sem seldar eru á vell- inum. Menn eru öllu blóðheitari hér en við eigum að venjast. Sá leiðinlegi ósiður að fleygja flöskum og öðru drasli inn á völlinn er landlægur. Skemmtilegri siðir eru að berja trumbur í gríð og erg og sprengja kfn- verja þótt það geti skapað vissa hættu. Það kemur fyrir að menna fari langt yfir strikið og grípi til byssu sinnar en byssueign er almenn hér. Þegar leikið er á kvöldin eru vell- irnir baðaðir fljóðljósum og and- rúmsloftið verður öðruvísi. Eldglær- ingarnar og reykurinn frá hlóðum kvenna leika sér með skuggunum og ýmsar kynjamyndir birtast örskots- stund en hverfa svo jafnharðan. í fljóðljósin leita allskyns skorkvik- indi og leðurblökurnar fylgja í kjöl- farið. Það er sérstaklega gaman að fylgjast með flugi leðurblaka og sjá þær hremma flugur á fleygiferð. Segja má að á vellinum birtist þjóðfélagið í smækkaðri mynd sem er þó svolítið ýkt. Það er vissulega þess virði að fara á völlinn — meira að segja fyrir hörðustu antisportista. Fólkið, maturinn, verkaskiptingin, draumarnir, misskiptingin — já, lífið sjálft birtist manni þar. 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.