Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 28

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 28
Ólafur Guðvarðarson í Snerpu. SNERPA — sportvörur, heitir íþróttavöruverslun sem opnaði á Klapparstígfyrirnokkrum mánuðum. Verslunin selur nánast eingöngu körfuboltavörur en eigandi hennar, Ólafur Guðvarðarson, er með CON- VERSE umboðið. Ólafur á margra ára reynslu að baki í verslun með íþrótta- vörur en hann segir að Converse sé einn stærsti framleiðandinn í körfu- boltaskóm í heiminum. í SNERPU verða fótboltaskór og SNERPA hlaupaskór einnig fáanlegir og lík- lega vörur frá öðrum íþróttavöru- framleiðendum. Nýir Converse hlaupaskór koma á markaðinn næsta haust auk þess sem stöðugt er verið að þróa fullkomnari körfuboltaskó. Þess má að lokum geta að Larry John- son og Kevin Johnson, sem leika í NBA deildinni, eru báðir á samningi hjá Converse en þekktustu körfu- boltamennirnir sem hafa leikið í Converse eru líklega Magic Johnson, Larry Bird og Doctor J. FER GM PIG FIÐRINGCIR Þegar þú sérð aðra leggja afstað með skíðin sín og tilhlökkunarglampa í augum? NÁÐG TÖKQMÁSKÍÐA- ÍÞRÓTTINNI í SGMAR Skíðaskólinn í Kerlingarljöllum er í sumar starfræktur frá 22. júní til 24. ágúst. Fyrst eru þrjú 4 daga unglinga- námskeið sem hefjast 22. júní, 25. júní og 28. júní. Fjórða unglinganámskeiðið verður um miðjan ágúst. Sérstakar fjölskylduferðir verða 3.-8.júlíog 1.-5. ágúst. Börn á aldrinum 4-7 ára fá þá fría kennslu. Auðvitað getur svo fjölskyldufólk jafnt sem aðrir komið á almennu námskeiðin sem hefjast á sunnudögum og flesta miðvikudaga, að ógleymdum skíðahelgunum frá föstudögum til sunnudags, en sú fyrsta hefst 1. júlí. Ekki má gleyma snjóbrettanámskeiðinu 17.-21. ágúst en líka verður kennt meðferð snjóbretta á unglinganámskeiðunum. Frá og með 1. júlí verður Norðurleið hf. með daglegar ferðir norður og suður um Kjöl með viðkomu í Kerlingarfjöllum, svo að hægt er að skella sér í fjöllin hvenær sem er! iiámskeiðsgjöldin hafa ekkert hækkað frá þvíí fyrra — jafnvel lækkað! Allar nánari upplýsingar um skólann er að finna í kynningarbæklingi sem fæst hjá Ferðaskrifstofu íslands, sími 623300 og umboðsmönnum víða um land. SKÍÐASKÓUNN í KERLINGARFJÖLLUM ISLANDS vlíb SKÍÐADROTTNINGIN ítalska skíðadrottningin MANUELA DI CENTA vann til fimm verðlauna á Ólympíuleikunum í Lillehammer og sló öllum öðr- um við. Að kvöldi dags, þegar MANUELA DI CENTA hafði unnið til fimmtu gullverðlauna sinna í Lillehammer, frétti hún að ítalskt tímarit hefði birt myndir af henni topplausri á forsíðunni. Henni þótti það sárt því myndirnar höfðu verið teknar þegar hún var í sólbaði ásamt fjölskyldu sinni á Ítalíu. Tímaritið gróf upp mynd- irnar í kjölfar þeirrar athygli sem hún fékk á Ólympíuleikunum. Di Centa, sem er 31 árs, hefur þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum hjá ítalska skíðasambandinu. Eftir að hafa keppt fyrir þjóð sína í fjögur ár hætti hún í landsliðinu árið 1984 og sagðist ekki nenna að keppa fyrir þjóð sem sýndi kvenfólki í íþróttum enga athygli. Hún fékk slælega þjálfun og sagðist ekki nenna að standa í þessari vitleysu. Þremur árum síðar var skipt um for- ystu skíðasambandsins og Di Centa tók fram skíðin að nýju. Þá var Stefania Belmondo orðin stjarna á Ítalíu og Di Centa þurfti að vinna sig upp að nýju. Á leikunum í Albertville fyrir tveimur árum vann Belmondo til þrennra verðlauna en Di Centa fór tómhent heim. Þar leitaði hún sér læknishjálpar og lagðist inn á spítala því hún sagðist hafa verið gjörsamlega kraftlaus á Ól- ympíuleikunum. Hún hugsaði fyrst og fremst um að lifa veikind- in af en læknarnir gáfu henni lyf sem hún þarf að taka daglega til þess að geta lifað eðlilegu lífi það sem eftir er ævinnar. Eftir Ólympíuleikana í Lillehammer, þar sem Di Centa sló í gegn, var hún yfir sig kát. Belmondo hlaut „aðeins" tvenn brons- verðlaun og Di Centa sagðist vera glöð yfir því að geta sýnt fram á að konur, sem eru ekki eins vaxnar og karlmenn, gætu líka unnið til verðlauna." Di Centa var ákveðinn brautryðjandi fyrir konur í íþróttum á ftalíu og er fegin að hafa lagt sitt af mörkum til þess að opna augu almennings fyrir kvennaíþróttum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.