Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1994, Page 28

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Page 28
Ólafur Guðvarðarson í Snerpu. SNERPA — sportvörur, heitir íþróttavöruverslun sem opnaði á Klapparstígfyrirnokkrum mánuðum. Verslunin selur nánast eingöngu körfuboltavörur en eigandi hennar, Ólafur Guðvarðarson, er með CON- VERSE umboðið. Ólafur á margra ára reynslu að baki í verslun með íþrótta- vörur en hann segir að Converse sé einn stærsti framleiðandinn í körfu- boltaskóm í heiminum. í SNERPU verða fótboltaskór og SNERPA hlaupaskór einnig fáanlegir og lík- lega vörur frá öðrum íþróttavöru- framleiðendum. Nýir Converse hlaupaskór koma á markaðinn næsta haust auk þess sem stöðugt er verið að þróa fullkomnari körfuboltaskó. Þess má að lokum geta að Larry John- son og Kevin Johnson, sem leika í NBA deildinni, eru báðir á samningi hjá Converse en þekktustu körfu- boltamennirnir sem hafa leikið í Converse eru líklega Magic Johnson, Larry Bird og Doctor J. FER GM PIG FIÐRINGCIR Þegar þú sérð aðra leggja afstað með skíðin sín og tilhlökkunarglampa í augum? NÁÐG TÖKQMÁSKÍÐA- ÍÞRÓTTINNI í SGMAR Skíðaskólinn í Kerlingarljöllum er í sumar starfræktur frá 22. júní til 24. ágúst. Fyrst eru þrjú 4 daga unglinga- námskeið sem hefjast 22. júní, 25. júní og 28. júní. Fjórða unglinganámskeiðið verður um miðjan ágúst. Sérstakar fjölskylduferðir verða 3.-8.júlíog 1.-5. ágúst. Börn á aldrinum 4-7 ára fá þá fría kennslu. Auðvitað getur svo fjölskyldufólk jafnt sem aðrir komið á almennu námskeiðin sem hefjast á sunnudögum og flesta miðvikudaga, að ógleymdum skíðahelgunum frá föstudögum til sunnudags, en sú fyrsta hefst 1. júlí. Ekki má gleyma snjóbrettanámskeiðinu 17.-21. ágúst en líka verður kennt meðferð snjóbretta á unglinganámskeiðunum. Frá og með 1. júlí verður Norðurleið hf. með daglegar ferðir norður og suður um Kjöl með viðkomu í Kerlingarfjöllum, svo að hægt er að skella sér í fjöllin hvenær sem er! iiámskeiðsgjöldin hafa ekkert hækkað frá þvíí fyrra — jafnvel lækkað! Allar nánari upplýsingar um skólann er að finna í kynningarbæklingi sem fæst hjá Ferðaskrifstofu íslands, sími 623300 og umboðsmönnum víða um land. SKÍÐASKÓUNN í KERLINGARFJÖLLUM ISLANDS vlíb SKÍÐADROTTNINGIN ítalska skíðadrottningin MANUELA DI CENTA vann til fimm verðlauna á Ólympíuleikunum í Lillehammer og sló öllum öðr- um við. Að kvöldi dags, þegar MANUELA DI CENTA hafði unnið til fimmtu gullverðlauna sinna í Lillehammer, frétti hún að ítalskt tímarit hefði birt myndir af henni topplausri á forsíðunni. Henni þótti það sárt því myndirnar höfðu verið teknar þegar hún var í sólbaði ásamt fjölskyldu sinni á Ítalíu. Tímaritið gróf upp mynd- irnar í kjölfar þeirrar athygli sem hún fékk á Ólympíuleikunum. Di Centa, sem er 31 árs, hefur þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum hjá ítalska skíðasambandinu. Eftir að hafa keppt fyrir þjóð sína í fjögur ár hætti hún í landsliðinu árið 1984 og sagðist ekki nenna að keppa fyrir þjóð sem sýndi kvenfólki í íþróttum enga athygli. Hún fékk slælega þjálfun og sagðist ekki nenna að standa í þessari vitleysu. Þremur árum síðar var skipt um for- ystu skíðasambandsins og Di Centa tók fram skíðin að nýju. Þá var Stefania Belmondo orðin stjarna á Ítalíu og Di Centa þurfti að vinna sig upp að nýju. Á leikunum í Albertville fyrir tveimur árum vann Belmondo til þrennra verðlauna en Di Centa fór tómhent heim. Þar leitaði hún sér læknishjálpar og lagðist inn á spítala því hún sagðist hafa verið gjörsamlega kraftlaus á Ól- ympíuleikunum. Hún hugsaði fyrst og fremst um að lifa veikind- in af en læknarnir gáfu henni lyf sem hún þarf að taka daglega til þess að geta lifað eðlilegu lífi það sem eftir er ævinnar. Eftir Ólympíuleikana í Lillehammer, þar sem Di Centa sló í gegn, var hún yfir sig kát. Belmondo hlaut „aðeins" tvenn brons- verðlaun og Di Centa sagðist vera glöð yfir því að geta sýnt fram á að konur, sem eru ekki eins vaxnar og karlmenn, gætu líka unnið til verðlauna." Di Centa var ákveðinn brautryðjandi fyrir konur í íþróttum á ftalíu og er fegin að hafa lagt sitt af mörkum til þess að opna augu almennings fyrir kvennaíþróttum.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.