Íþróttablaðið - 01.04.1994, Síða 44

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Síða 44
þeir sér, verða kærulausir og hafa ef til vill ekki sett markmiðið nógu hátt í upphafi. Trúa því ekki að þeir geti unnið. Þegar þeir fara síðan yfir strik- ið, að þeirra mati, eins og að fá skolla, vakna þeir og halda áfram að vinna rétt. Öðlast aftur trú á sjálfa sig því að það hefur gert þá góða. Við getum því sagt að án trúar á eigin getu og góðrar sjálfsímyndar nær enginn langt á íþróttasviðinu. Líkaminn hlýðir í einu og öllu þeim boðum sem berast frá huganum, hvort sem kylfingnum er sjálfrátt eða ekki. Með hugrænni þjálfun er kylf- ingurinn að tryggja að eingöngu ber- ist til líkamans hnitmiðuð og upp- byggileg boð frá huganum. Því er mikilvægt að sjálfstraustið sé gott. Þetta skýrir hvers vegnaokkurgengur oft svona vel fyrst á vorin. Við leikum vel fyrstu hringina á sumrin. Þegar við förum síðan að æfa hækkar skor- ið og lækkar ekki aftur fyrr en eftir nokkrar vikur. Það er vegna þess að við höfum eytt öllum vetrinum í hugræna þjálf- un. Horfum á myndbönd af gömlum mótum, lesum golfblöð, ímyndum okkur nokkrar holur og högg frá síð- astliðnu sumri o.s.frv. Síðan, þegar við getum loksins farið að leika golf, þá hættum við að ímynda okkur hlut- ina og látum nægja að sveifla kylf- unni. Þegar við æfum hugræna þjálfun búum við til í huganum þá fyrirmynd sem við viljum stefna að. Hver hefur ekki tekið eftir góðum kylfingi þegar hann gengur fyrir aftan kúluna, stöðvar þar smástund, gengur síðan að kúlunni og leikur henni. Til hvers er hann að þessu? Hvað er hann að gera? Þegar kylfingur gengur fyrir aftan kúlu sína er kúlan oftast á milli hans og flaggstangarinnar. Hann stöðvar þar stutta stund og hugsar út næsta högg. Þá er hann einnig um leið að gefa líkamanum fyrirmæli um hvernig hann vilji að höggið verði. Nick Faldo hefur örugglega stundað hugræna þjálfun um margra ára skeið því hann er einn fremsti kylfingur heims. Þetta er fullkomin æfingasveifla. Alveg eins og hann vill að hún verði. Það versta, sem kylfingur gerir, er að ganga beint að kúlu sinni og leika henni án þess í raun að vita hvað hann vill nákvæmlega. Eftir höggið er hann kannski óánægður því kúlan fór ekki á réttan stað. Því er nauðsynlegt að vera búinn að hugsa höggið vel út og vita hvað við viljum áður en við sláum. Jack Nicklaus fullyrðir að hans góða árangur megi þakka einbeiting- i ar- og úthugsunaræfingum. Mikil- | vægt er að geta dregið athyglina frá umhverfinu til þess að komast í gott einbeitingarástand. Þegar kylfingum hefur tekist það eiga þeir að setja höggið á svið í huganum, alveg frá því að þeir ganga að kúlunni og þar til hún stöðvast á réttum stað. Við getum nýtt okkur þessa þekk- ingu bæði við æfingar og í keppni. Þegar kylfingnum gengur vel er mjög gott ef hann leitast við að muna eftir atvikinu, hvernig honum leið og hvernig hann bar sig að. Ef hann er að leika á sínum heimavelli þá getur hann hugsað sér holuna þegar hon- um gekk mjög vel á henni.

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.