Hvöt - 30.04.1949, Síða 5

Hvöt - 30.04.1949, Síða 5
H V ö T 3 urinn er Svíi, Englendingur eða Tyrki; hvítur, gulur eða svartur. Að- alatriðið er, að hann er maður. All- ir menn eru fæddir með jöfnum rétti til lífsins og gæða þess, and- legra sem líkamlegra. Umgöngumst aðra menn með samúð og virðingu, sem náunga og bræður. Eflum Sameinuðu þjóðirnar. Þegar umræðunum um Samein- uðu þjóðirnar og friðinn er lokið, stíga formenn umræðuhópanna (the groups) í ræðustólinn og skýra frá störfum þeirra og samþykktum. Það er ákveðið, að skýrslur þeirra skuli fjölritast í Stokkhólmi og scndast svo fulltrúunum síðar. Störfum mótsins er lokið. Það liafði verið unnið mikið og vel und- arfarna viku. Fulltrúarnir liöfðu risið til stai-fa kl. 7 hvern morgun, stundum allsyfjaðir, en ætíð glaðir og ánægðir, og hætt störfum kl. 16,30, en skemmt sér síðan á marg- an hátt fram eftir kvöldum. Þessi 37 manna hópur, flest allt kornungt fólk, hafði verið aðdáan- lega samheldinn i stai’fi og skemmt- un. I byrjun mótsins var okkur boð- ið að mæla að mestu á enska tungu. Það var snemma brugðið út af þessu boði. Einkum voru það Skandinav- ar, sem „skrópuðu". „Ósóminn“ breiddist út. Tyrkinn tók sér Skand- inavana til fyrirmyndar og otaði frönsku sinni óspart að okkur, er leið á mótið. Honum var nú líka meiri vorkunn cn flestum öðrum, þar eð enska hans var mjög bág- horin, en franskan aftur á móti ágæt. Það tók hann stundum heila og liálfa tímana að útskýra eitt ein- asta orð á ensku. Tveir ungir Þjóðverjar höfðu komið i lok mótsins. Þeir ætluðu upphaflega að koma í byrjun, en erfiðleikar við útvegun vegabréfa og nauðsynlegra Ieyfa liöfðu tafið förina, Þessir ungu menn töluðu sina þýzku í tíma og ótíma. Það kom ekki sjaldan fyrir síð- ari liluta mótsins, að þessir fulltrú- ar, og ýmsir aðrir, reyndu að ræða saman, hver á sínu máli. Afleiðing- in varð sú, að einhvers konar ný- evrópsk funga skapaðist, tunga, sem hlaut fyllstu viðurkenningu fulltrúanna, cnda þótt liún fæddist í meinum. Menn eru einkennilega skapi farnir þennan dag. Nýevrópskan skipar æðsta sess, „nýyrðin“ fljúga manna á meðal. En það er raun- verulega ekki ýkja mikill tími til samræðna. Hin helga skilnaðar- stund nálgast óðum. Seinni hluta dagsins er eytt í að undirbúa „thc farewell party“. Fulltrúar hverrar þjóðar skyldu skemmta nokkra stund um kvöldið. Gísli Kolbeins og Adda Bára snara þjóðsögunni um Gissur á Lækjarbotnum yfir á enska tungu. Ég fór á söngæfingu með Norð- mönnunum þremur og einum Dana. Ungur finnskur músikant, að nafni Erdama, er okkur tæknilegur ráðu- nautur. Hann stillir okkur upp eftir sérstökum kúnstarinnar reglum, sezt við slaghörpuna, hendir okkur á nóturnar og skipar okkur að byrja. Söngæfingin stendur yfir í rúma klukkustund, þá erum við að

x

Hvöt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.