Hvöt - 30.04.1949, Qupperneq 8

Hvöt - 30.04.1949, Qupperneq 8
tí V Ö T niður vöruverði og framleiðslu- kostnaði. Eftir ræðu lians kemur deserinn. Ég sit við liliðina á öðrum Þjóð- verjanum, sem kom i lok mótsins. Við ræðum nokkuð saman, m. a. spyr ég um bindindishreyfinguna í Þýzkalandi. Hann segir mér lítil- lega frá henni: í allri bindindis- lireyfingu Þýzkalands eru um 30 þús. meðlimir, en ekki nema um 3 þús. góðtemplarar (meðl. i I. 0. G. T.). 22 unglingastúkur eru í landinu og þrjú bindindissam- bönd, 2 kirkjuleg, reist á trúar- grundvelli og I. O. G. T., en auk þess er bindindisfélagsskapur i her Bandaríkjamanna i Þýzkalandi. Það starfa 2 unglingastúkur á lier- námssvæði Bandarikjanna og 1 stúka á franska liernámssvæðinu. Bindindishreyfingin fékk fyrst að starfa 1945. Þegar átinu er Iokið, leggjum við af stað til Gustavsberg, sem liggur, að mig minnir, 20 km. fyrir utan Stokkholmsborg. Ungi maðurinn, sem bauð okkur velkomin, stjórnar ferðinni. Það tekur okkur nokkuð langan tíma að skoða þessa risastóru postu- línsverksmiðju. Það er farið upp og niður ótal stiga og þrep og þrammað eftir ótal göngum, beinum og bugð- óttum. Á hverri hæð, eftir hvern gang, birtist eitthvað nýtt. Þarna eru framleidd margs konar postu- síns- og leirílát, klósettskálar, slökkvarar o. fl. Þarna starfa hundruð manna, karla og kvenna, ungir og gamlir. Það er vel og skipulega unnið. Stund- um getum við fylgzt nákvæmlega með sköpun hlutanna. Á hverju vinnusvæði fyrir sig er framkvæmt ákveðið verk. Sami hlutur herst milli margra vinnusvæða, þar til hann er fullgerður. Eitt ker er þannig t.d. steypt á einum stað, fægt á öðrum, skrautmálað á þeim þriðja o. s. frv. 1 verksmiðjubyggingunni eru stór- ar fyrirmyndar kaffistofur og höð fyrir verksmiðjufólkið. Á nokkrum stöðum sézt ritað á veggi og spjöld: „Ej tjána pá andra men tjána var- andra“. Eg læt mig gruna, að þetta séu kjörorð sænsku samvinnuhreyf- ingarinnar. Með þessa fögru setningu í huga sezt eg upp í einn af bílum þeim, sem eiga að flytja okkur til Tollare, sumarheimilis góðtemplara, sem er skammt fyrir utan Stokk- hólmsborg. Við höfum hlakkað mikið til að koma til Tollare. Okkur hefur verið sagt, að þar sé mjög fagurt, og auk ])ess vitum við, að þar er fjöldi af ungu fólki á námskeiði hjá S. G. U. Allir eru fullir eftirvæntingar. Það er ekki ýkjalöng leið frá Gustavs- herg til sumarheimilisins. Við þurf- um ekki að sitja lengi i bílunum áður en við sjáum Tollare birtast milli sumargrænna trjánna, eins og ævintýrahöll, sem komið hefur svíf- andi utan úr geimnum. Okkur er vissulega ekki í kot vís- að, og ekki komum við að tómum kofanum. Brosandi, sólbrún og hraustleg ungmenni taka á móti okkur. Okk- ur er fagnað eins og soldánum í „Þúsund og einni nótt“, sem færa

x

Hvöt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.