Hvöt - 30.04.1949, Síða 12

Hvöt - 30.04.1949, Síða 12
10 H V ö T þetta kvöld, og víðar en á einum stað. Er við höfum ráfað nokkuð um, staðnæmumst við hjá einum danspallinum og glápum á dans- fólkið. Hér eru gamlir dansar í æðsta sessi. Við þorum ekki að hætta okkur út í þennan „bransa“, övíst að við kunnum þessa gömlu gal- hoppa. Otto stingur upp á því, að við isnUðrum uppi stað, þar sem .,modern“ dansar ráði ríkjum. Við iánkum, og síðan er rölt af stað. Við þurfum ekki að leita lengi. ör- litlu neðar á Skansinum er gríðar- stór danspallur. Þarna snýst ein- göngu ungt fólk eftir nýtízku vösl- um og tangóum. Við kaupum einn dans fvrir 25 aura og stígum inn á hið mikla svið. Óðar en varir, er þessi 25 aura snúningur á enda, og okkur er smal- að út ásamt öðru dansfólki. Við sjáum fram á gialdþrot okk- ar, ef við eyðum kvöldinu þarna, og þess vegna röltnm við hurt úr margmenninu. Við ákveðum að ganga til hótels- ins og njóta kvöldfegurðarinnar. Það er lítil umferð á Strandvágen. Einstaka elskendur mæta okkur. Dimmgræn tré standa háðum megin vegarins, bein og tignarleg, sem hermenn á verði. Við, þessar 4 hræður, erum eins og heil konungsf jölskylda, með heiðurs- vörð á bæði borð. sem í lítilæti sínu hirtir lýðnum ásjónu sína á hátíðis- degi. Þegar við höfum gengið nokkra stund, staðnæmumst við og fáum okkur sæti á bekk, sem er í trjá- göngunum. Við störum þögul upp í kvöld- bláan himininn, sem hvelfist yfir okkur. Þetta er eins og fámenn kvekarasamkunda, þar sem hver og einn bíður cftir innblæstri andans. Eg herði mig upp og spyr Stellu, hvað pabbi hennar geri. Hún segir að han reki iðnað og verzlun. „Hann er þá kapitalist“, segir Otto brosandi. „Já, sennilega“, svaraði hún. Þetta dugir, málbeinið liðkast. Næstu 5 mínútum er eytt í þras um stjórnmál. Otto heldur smá ræðu. Hann er róttækur, ef til vill kommi? Þær Stella og Aleen standa saman í baráttunni og svara ýmsu til varnar einkaframtakinu. Blessaðar dúfurnar eru allt of rómantískar til þess að standa í stælum sem þessum. Þær hafa á orði, að svona kjaftæði eigi alls ekki við á þessari stundu. Við erum þeim sam- mála. Otto hlær og biður formlega afsökunar. Við stöndum upp og höldum af stað. Brátt er Strandvágen á enda. Það er sama mannfæðin og dauða- kyn’ðin. Erum við í stórborg, eða erum við á óbyggðri strönd, í frum- skógi, eyðimörku eða á rcginheiði, þar sem ekki er hundakofa að sjá eða heyranleg hljóð í nokkru kvikindi ? Kl. er 23,25. Við höfum gengið mikið og erum svöng. Eftir 4 mín erum við á kaffi- húsi. Otto biður um kaffi og ósköpin öll af smurðu brauði, þótt blankur sé og þótt hann viti, að ég sé ákveð- inn í að spara til næsta dags.

x

Hvöt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.