Hvöt - 30.04.1949, Page 14

Hvöt - 30.04.1949, Page 14
12 H V ö T Eg gef Iienni nánari gaum. Hún fer fimlega með hníf og gaffal. Fingur hennar eru langir og óhugnanlega grannir. Þeir eru eins og eyðandi eld- tungur eða eitri spúandi nöðrur með blóðrauðan haus. Þunnleitt, langleitt og fölleitt fésið gnæfir yfir diskinn, eins og hýena yfir hræ. Hringurinn fyrir neðan ncfið er ataður húþykkri rauðu, sem cr ekki laus við fjólubláa slikju Langir eyrnalokkarnir dingla í þunnum eyrnasneplunum, eins og dauðir menn í gálga. Eftir útlitinu að dæma, gæti mað- ur haldið, að hér væri á ferðinni, þögul, grimm og geðvond piparmey, en ekki brosandi blaðurskjóða. Þegar máltíðinni er lokið, kallar hún á þjóninn, borgar fyrir sig, stendur upp og kveður mig með óttalegum orðaflaumi, sem endar með þakklæti fyrir samveruna og ósk um endurfundi. Eg muldra eitthvað i sönm átt, en vona hið gagnstæða. Eg varpa öndinni léttara, þegar þetta þunnnefjaða gerpi er horfið. „Hvílíkt málæði, hvílíkt röfl og kjaftæði!“ hugsa eg. Þiónninn kemur með reikninginn. Eg borga fyrir mig og Otto. Krón- urnar, sem ég sparaði kvöldið áður koma sér nú vel. Áður en eg stend upp, skotra eg augunum um salinn. Holdugu maddömurnar sitja enn makinda- lega við borð sitt og snæða. Áthrað- inn er lítill. Þær horða ákaflega „pent“, sleikja aldrei hnífinn, klóra sér ekki í höfðinu með gafflinum, láta ekki það rnikið upp í sig, að sósan renni út um munnvikin og niður á háls eða hver veit hvert. Nei, ónei, hér eru „civiliseraðar“ konur á ferð; konur, sem kunna sig; konur, sem hafa alizt upp við fullkomnar borgaralegar siðvenjur; konur, sem ekki dirfast að snerta hníf, gaffal og skeið nema með jjrem puttum og láta hina tvo, og þó einkum litla putta, dingla afar virðulega utan við; konur, sem hafa lært að borsa og blikka eftir hvern munnbita, hverja súpuskeið; konur, sem aldrei stynja, blístra eða tralla meðan á máltíð stendur o. s. frv. En, þær njóta matarins auðsjáan- lega. „Bíum, bíum, hamba, börnin litlu ....“, raula ég í ógáti, þegar ég stend upp, en átta mig fljótt og hætti. Lestin brunar áfram. Við skötuhjúin fáum fljótlega ágætan klefa. Tollskoðun er ekki ströng við landamærin, aðeins litið í eina tösku og spurt, hvort nokkuð sé i hinum nema föt okkar. Við neitum og síðan ekki þá sögu meir. Sléttlendi S.-Svíþjóðar er horfið, en nú þjótum við meðal skógi og kjarri vaxinna hæða. Þótt jæssar hæðir séu eins og hverjar aðrar hundaþúfur á móts við Islandsfjöll, er nokkur tilbreyting í að sjá þær. Oslo. Kl. 20,30 erum við á járnbrauta- stöðinni í Oslo (östbanen). Þar tek- ur ungur Norðmaður frá N. G. U. ((Norges Godtemplar Ungdomsfor- bund) á móti Ellen. En ég er á kaldri braut, hafði ekkert skeyti

x

Hvöt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.